Hafa gefið út leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi í haust Atli Ísleifsson skrifar 13. ágúst 2021 14:35 Grunnskólabörn eru undanskilin 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu, en þau skulu hvött til fyllstu varkárni og persónulegra sóttvarna. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld hafa gefið út nánari leiðbeiningar til skóla um áhrif gildandi sóttvarnaráðstöfunum á mismunandi skólastigum. Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að markmið sóttvarnaráðstafana í skólum séu sem fyrr að stuðla að öryggi og velferð nemenda, kennara og annars starfsfólks en jafnframt að tryggja, eftir því sem kostur er, kraftmikið og fjölbreytt skólastarf á öllum skólastigum. „Viðbragðsáætlanir vegna smita eru til staðar í öllum skólum. Rekstraraðilar skóla og skólastjórnendur geta gripið til frekari sóttvarnaráðstafana sem mæta aðstæðum á hverjum stað, s.s. frekari hólfaskiptinga í starfsemi og aukinnar grímunotkunar, m.a. til að vernda viðkvæma hópa, draga úr smithættu og auðvelda rakningu, svo fremi sem það bitni ekki á þjónustu við nemendur. Áhersla skal vera á sem eðlilegast skólastarf eins og kostur er á öllum skólastigum. Leikskólar: Leikskólabörn eru undanskilin fjöldatakmörkunum, 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu. Samanlagður hámarksfjöldi þeirra sem fæddir eru 2016 og fyrr er 200 í rými. Þegar starfsfólk nær ekki að halda nálægðarmörk (1 m) sín á milli ber að nota andlitsgrímu. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir börn eða starfsfólk en starfsfólk skal gæta fyllstu varúðar og virða nálægðarmörk eftir því sem frekast er unnt. Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi sýni aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar og gæti að sóttvörnum. Hvatt er til grímunotkunar gesta í skólabyggingum. Við aðlögun barna skal viðvera foreldra skipulögð þannig að þeir þurfi sem minnst að nota hreinlætis- og mataraðstöðu í skólabyggingum og skulu þeir gæta að nálægðar¬takmörkun jafnt sín á milli og gagnvart starfsfólki. Um viðburði á vegum leikskóla gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna. Grunnskólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar: Grunnskólabörn eru undanskilin 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu, en þau skulu hvött til fyllstu varkárni og persónulegra sóttvarna. Samanlagður hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými er 200. Þegar starfsfólk nær ekki að viðhafa nálægðarmörk (1 m) sín á milli ber að nota andlitsgrímu. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir börn eða starfsfólk. Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi eiga að sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar og gæta að sóttvörnum. Hvatt er til grímunotkunar gesta í skólabyggingum, en skólum er jafnframt heimilt að takmarka enn frekar komu gesta í skólabyggingar. Um viðburði á vegum grunnskóla gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna. Tónlistarskólar: Nemendur á grunnskólaaldri eru undanþegnir 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu, en þau skulu hvött til fyllstu varkárni og persónulegra sóttvarna. Leyfilegur hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda er 200 í rými. Þegar starfsfólk og nemendur fæddir árið 2005 og fyrr ná ekki að virða nálægðarmörk (1 m) ber að nota andlitsgrímu. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir nemendur eða starfsfólk. Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi eiga að sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar og gæta að sóttvörnum. Hvatt er til grímunotkunar gesta í skólabyggingum, en skólum er jafnframt heimilt að takmarka enn frekar komu gesta í skólabyggingar. Um viðburði á vegum skóla gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna. Framhaldsskólar og skólar sem kenna á framhaldsskólastigi: Nemendur og starfsfólk skal bera grímu þar sem ekki er hægt að virða 1 metra nándarreglu. Þó er heimilt að víkja frá grímuskyldu eftir að nemendur eru sestir niður inni í skólastofu. Leyfilegur hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda er 200 í rými. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir nemendur eða starfsfólk. Umraða má í hópum milli kennslutíma og lesaðstöðu en mælst er til að sótthreinsað verði milli hópa. Um viðburði á vegum framhaldsskóla eða nemendafélaga þeirra gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna. Háskólar: Nemendur og starfsfólk skal bera grímu þar sem ekki er hægt að virða 1 metra nándarreglu. Þó er heimilt að víkja frá grímuskyldu eftir að nemendur eru sestir niður inni í skólastofu. Leyfilegur hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda er 200 í rými. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir nemendur eða starfsfólk. Umraða má í hópum milli kennslutíma og lesaðstöðu en mælst er til að sótthreinsað verði milli hópa. Um viðburði á vegum skóla eða nemendafélaga þeirra gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna. Í reglugerð heilbrigðisráðherra er fjallað sérstaklega um þrif og sótthreinsun rýma. Skóla skal þrífa eins og oft og unnt er, sér í lagi algenga snertifleti. Auk þess skal minna á einstaklingsbundnar sóttvarnir, tryggja góða loftræstingu og lofta reglulega út. Við alla innganga skal tryggja aðgang að sótthreinsandi vökva fyrir hendur og eins víða um rými og talin er þörf á.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Háskólar Framhaldsskólar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að markmið sóttvarnaráðstafana í skólum séu sem fyrr að stuðla að öryggi og velferð nemenda, kennara og annars starfsfólks en jafnframt að tryggja, eftir því sem kostur er, kraftmikið og fjölbreytt skólastarf á öllum skólastigum. „Viðbragðsáætlanir vegna smita eru til staðar í öllum skólum. Rekstraraðilar skóla og skólastjórnendur geta gripið til frekari sóttvarnaráðstafana sem mæta aðstæðum á hverjum stað, s.s. frekari hólfaskiptinga í starfsemi og aukinnar grímunotkunar, m.a. til að vernda viðkvæma hópa, draga úr smithættu og auðvelda rakningu, svo fremi sem það bitni ekki á þjónustu við nemendur. Áhersla skal vera á sem eðlilegast skólastarf eins og kostur er á öllum skólastigum. Leikskólar: Leikskólabörn eru undanskilin fjöldatakmörkunum, 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu. Samanlagður hámarksfjöldi þeirra sem fæddir eru 2016 og fyrr er 200 í rými. Þegar starfsfólk nær ekki að halda nálægðarmörk (1 m) sín á milli ber að nota andlitsgrímu. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir börn eða starfsfólk en starfsfólk skal gæta fyllstu varúðar og virða nálægðarmörk eftir því sem frekast er unnt. Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi sýni aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar og gæti að sóttvörnum. Hvatt er til grímunotkunar gesta í skólabyggingum. Við aðlögun barna skal viðvera foreldra skipulögð þannig að þeir þurfi sem minnst að nota hreinlætis- og mataraðstöðu í skólabyggingum og skulu þeir gæta að nálægðar¬takmörkun jafnt sín á milli og gagnvart starfsfólki. Um viðburði á vegum leikskóla gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna. Grunnskólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar: Grunnskólabörn eru undanskilin 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu, en þau skulu hvött til fyllstu varkárni og persónulegra sóttvarna. Samanlagður hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými er 200. Þegar starfsfólk nær ekki að viðhafa nálægðarmörk (1 m) sín á milli ber að nota andlitsgrímu. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir börn eða starfsfólk. Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi eiga að sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar og gæta að sóttvörnum. Hvatt er til grímunotkunar gesta í skólabyggingum, en skólum er jafnframt heimilt að takmarka enn frekar komu gesta í skólabyggingar. Um viðburði á vegum grunnskóla gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna. Tónlistarskólar: Nemendur á grunnskólaaldri eru undanþegnir 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu, en þau skulu hvött til fyllstu varkárni og persónulegra sóttvarna. Leyfilegur hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda er 200 í rými. Þegar starfsfólk og nemendur fæddir árið 2005 og fyrr ná ekki að virða nálægðarmörk (1 m) ber að nota andlitsgrímu. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir nemendur eða starfsfólk. Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi eiga að sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar og gæta að sóttvörnum. Hvatt er til grímunotkunar gesta í skólabyggingum, en skólum er jafnframt heimilt að takmarka enn frekar komu gesta í skólabyggingar. Um viðburði á vegum skóla gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna. Framhaldsskólar og skólar sem kenna á framhaldsskólastigi: Nemendur og starfsfólk skal bera grímu þar sem ekki er hægt að virða 1 metra nándarreglu. Þó er heimilt að víkja frá grímuskyldu eftir að nemendur eru sestir niður inni í skólastofu. Leyfilegur hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda er 200 í rými. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir nemendur eða starfsfólk. Umraða má í hópum milli kennslutíma og lesaðstöðu en mælst er til að sótthreinsað verði milli hópa. Um viðburði á vegum framhaldsskóla eða nemendafélaga þeirra gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna. Háskólar: Nemendur og starfsfólk skal bera grímu þar sem ekki er hægt að virða 1 metra nándarreglu. Þó er heimilt að víkja frá grímuskyldu eftir að nemendur eru sestir niður inni í skólastofu. Leyfilegur hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda er 200 í rými. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir nemendur eða starfsfólk. Umraða má í hópum milli kennslutíma og lesaðstöðu en mælst er til að sótthreinsað verði milli hópa. Um viðburði á vegum skóla eða nemendafélaga þeirra gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna. Í reglugerð heilbrigðisráðherra er fjallað sérstaklega um þrif og sótthreinsun rýma. Skóla skal þrífa eins og oft og unnt er, sér í lagi algenga snertifleti. Auk þess skal minna á einstaklingsbundnar sóttvarnir, tryggja góða loftræstingu og lofta reglulega út. Við alla innganga skal tryggja aðgang að sótthreinsandi vökva fyrir hendur og eins víða um rými og talin er þörf á.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Háskólar Framhaldsskólar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira