Orðinn 98 ára en leggur enn stund á fræðin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 20:01 Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, fagnaði 98. afmælisdeginum hátíðlega í grasagarðinum í Laugardal í dag. Vísir/Sigurjón Páll Bergþórsson veðurfræðingur varð 98 ára gamall í dag. Þrátt fyrir háan aldur dundar hann sér enn við fræðin og segir tíma til kominn að gripið verði til loftslagsaðgerða. Jæja Páll, nú ertu orðinn 98 ára. Hvernig er tilfinningin? „Hún er alveg ljómandi góð, heilsan er dálítið misjöfn en hún er með besta móti núna,“ sagði Páll þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Páll fagnaði hátíðlega með fjölskyldu og vinum í grasagarðinum í Laugardal í dag en hann vakti mikla athygli fyrir þremur árum síðan þegar hann hélt upp á 95 ára afmælið með að fara í fallhlífastökk. Hann hefur þó ekki endurtekið leikinn síðan. „Ég hef nú ekki gert það. Það er ólíklegt að ég geti gert þetta á fegurri eða merkilegri hátt heldur en þá eftir því sem aldurinn færist yfir mann,“ segir Páll og hlær. Hann segir erfðir og ætterni hafa haft mikil áhrif á háan aldur. „Það er fyrst og fremst ættin held ég, erfðirnar, þær skipta lang mestu máli. Svo er það náttúrulega meðferðin á líkamanum, ég hef ekki unnið neina erfiðisvinnu. Ég hef nú ekki fengist neitt við áfengi og ekki við reyk. Það hjálpar nú dálítið til,“ segir Páll. Páll starfaði lengi vel sem veðurstofustjóri og leggur enn stund á fræðin. „Oftast er ég nú eitthvað að dunda við fræði þó ég hafi enga hæfileika nú orðið að minnsta kosti til þess en ég er mikið að dunda við veðurfræðina,“ segir hann. Fjölskylda Páls fagnaði afmælisdeginum með honum.Vísir/Sigurjón Hann segir tíma til kominn að gripið verði til aðgerða vegna loftslagsbreytinga. „Það er kominn sá tími núna að maðurinn er farinn að hafa afgerandi áhrif á það hvernig loftslagið breytist. Hann hafði það ekki lengi vel en hefur gert það núna síðustu áratugi og það er alveg stórhættulegt hvað hann er að gera,“ segir Páll. „Hann er farinn að hita loftslagið þannig að skógarnir eru farnir að brenna hér og þar og annað slíkt. Það verður að fara að taka fram fyrir hendurnar á fólkinu með þetta. Mér finnst að það sé ekki nægur skilningur á þessu að það er orðin breyting á áhrifum mannsins á veðrið. Það er það sem skiptir svo miklu máli núna.“ Loftslagsmál Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Jæja Páll, nú ertu orðinn 98 ára. Hvernig er tilfinningin? „Hún er alveg ljómandi góð, heilsan er dálítið misjöfn en hún er með besta móti núna,“ sagði Páll þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Páll fagnaði hátíðlega með fjölskyldu og vinum í grasagarðinum í Laugardal í dag en hann vakti mikla athygli fyrir þremur árum síðan þegar hann hélt upp á 95 ára afmælið með að fara í fallhlífastökk. Hann hefur þó ekki endurtekið leikinn síðan. „Ég hef nú ekki gert það. Það er ólíklegt að ég geti gert þetta á fegurri eða merkilegri hátt heldur en þá eftir því sem aldurinn færist yfir mann,“ segir Páll og hlær. Hann segir erfðir og ætterni hafa haft mikil áhrif á háan aldur. „Það er fyrst og fremst ættin held ég, erfðirnar, þær skipta lang mestu máli. Svo er það náttúrulega meðferðin á líkamanum, ég hef ekki unnið neina erfiðisvinnu. Ég hef nú ekki fengist neitt við áfengi og ekki við reyk. Það hjálpar nú dálítið til,“ segir Páll. Páll starfaði lengi vel sem veðurstofustjóri og leggur enn stund á fræðin. „Oftast er ég nú eitthvað að dunda við fræði þó ég hafi enga hæfileika nú orðið að minnsta kosti til þess en ég er mikið að dunda við veðurfræðina,“ segir hann. Fjölskylda Páls fagnaði afmælisdeginum með honum.Vísir/Sigurjón Hann segir tíma til kominn að gripið verði til aðgerða vegna loftslagsbreytinga. „Það er kominn sá tími núna að maðurinn er farinn að hafa afgerandi áhrif á það hvernig loftslagið breytist. Hann hafði það ekki lengi vel en hefur gert það núna síðustu áratugi og það er alveg stórhættulegt hvað hann er að gera,“ segir Páll. „Hann er farinn að hita loftslagið þannig að skógarnir eru farnir að brenna hér og þar og annað slíkt. Það verður að fara að taka fram fyrir hendurnar á fólkinu með þetta. Mér finnst að það sé ekki nægur skilningur á þessu að það er orðin breyting á áhrifum mannsins á veðrið. Það er það sem skiptir svo miklu máli núna.“
Loftslagsmál Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira