Hættuspil íslensks ökuníðings vekur heimsathygli Snorri Másson skrifar 15. ágúst 2021 14:44 Mældur og brunar svo burt. Instagram Bandaríska myndbandsbloggið World Star Hip Hop birti nýlega myndband frá Íslandi, þar sem sjá má ungan bílstjóra leika hættulegan leik við lögregluna. Maðurinn deilir myndbandinu sjálfur á Instagram-síðu sinni. Þar má sjá hann blása í áfengismæli lögreglunnar, bíða niðurstöðunnar rólegur, en um leið og hún liggur fyrir - og hún virðist samkvæmt myndbandinu ætla að vera honum í óhag - stígur hann á bensíngjöfina. Því næst má sjá hann aka á ógnarhraða á brott frá lögreglunni, augljóslega ekki samkvæmt samkomulagi við hana: „Heyrðu, við sjáumst,“ segir hann við lögregluþjóninn. „Gaur, hann stakk lögguna af,“ segir þá myndatökumaðurinn. View this post on Instagram A post shared by WorldStar Hip Hop / WSHH (@worldstar) Myndbandið af honum hefur um nokkra hríð verið í dreifingu á meðal Íslendinga en hefur nú greinilega fært út kvíarnar á alþjóðavettvang. Athæfið vekur kátínu áhorfenda World Star Hip Hop og milljón manns hafa þegar horft á myndbandið á Instagram, þar sem bloggið birtir ferskustu hneykslin hverju sinni. Fylgjendurnir eru 32 milljónir á Instagram. Eftir nokkurra mínútna eftirför, þar sem hraðinn teygði sig upp í hátt í 180 kílómetra hraða á köflum, handsamaði lögregla manninn, eins og hann staðfestir í samtali við Vísi. Hér að neðan má sjá þá atburðarás eins og hún var sýnd á Instagram í beinni á dögunum. Umferð Lögreglumál Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Maðurinn deilir myndbandinu sjálfur á Instagram-síðu sinni. Þar má sjá hann blása í áfengismæli lögreglunnar, bíða niðurstöðunnar rólegur, en um leið og hún liggur fyrir - og hún virðist samkvæmt myndbandinu ætla að vera honum í óhag - stígur hann á bensíngjöfina. Því næst má sjá hann aka á ógnarhraða á brott frá lögreglunni, augljóslega ekki samkvæmt samkomulagi við hana: „Heyrðu, við sjáumst,“ segir hann við lögregluþjóninn. „Gaur, hann stakk lögguna af,“ segir þá myndatökumaðurinn. View this post on Instagram A post shared by WorldStar Hip Hop / WSHH (@worldstar) Myndbandið af honum hefur um nokkra hríð verið í dreifingu á meðal Íslendinga en hefur nú greinilega fært út kvíarnar á alþjóðavettvang. Athæfið vekur kátínu áhorfenda World Star Hip Hop og milljón manns hafa þegar horft á myndbandið á Instagram, þar sem bloggið birtir ferskustu hneykslin hverju sinni. Fylgjendurnir eru 32 milljónir á Instagram. Eftir nokkurra mínútna eftirför, þar sem hraðinn teygði sig upp í hátt í 180 kílómetra hraða á köflum, handsamaði lögregla manninn, eins og hann staðfestir í samtali við Vísi. Hér að neðan má sjá þá atburðarás eins og hún var sýnd á Instagram í beinni á dögunum.
Umferð Lögreglumál Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira