Þolandi stefnir Nicki Minaj Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. ágúst 2021 10:14 Þau Nici Minaj og Kenneth Petty hófu samband árið 2018. Í dag eru þau gift og eiga saman son. Getty/Gotham Tónlistarkonan Nicki Minaj og eiginmaður hennar Kenneth Petty hafa fengið á hendur sér lögsókn frá konu sem Petty var sakfelldur fyrir að hafa gert tilraun til að nauðga árið 1994. Hjónin eru nú sökuð um áreiti og ofsóknir. Þolandinn er á fimmtugsaldri í dag en var táningur þegar atvikið átti sér stað. Petty játaði á sig sök og sat í fangelsi í fjögur og hálft ár. Á síðasta ári var hann handtekinn á ný fyrir það að hafa ekki skráð sig sem kynferðisafbrotamann eins og honum ber skylda til. Konan stefnir nú hjónunum fyrir áreiti og tilraunir til þess að fá hana til að draga ásakanir sínar til baka. Konan segir Minaj meðal annars hafa boðið sér fjárhæð sem samsvarar tæpum 63 milljónum íslenskra króna fyrir það að draga ásakanirnar til baka. Þá segist konan hafa fengið símtal frá Minaj á síðasta ári þar sem hún hafi boðist til þess að fljúga sér og fjölskyldu sinni til Los Angeles gegn því að hún myndi hjálpa henni. Konan hafnaði því. Konan segist jafnframt hafa hafnað boði Minaj um að fá upplýsingafulltrúa sinn til þess að skrifa upp yfirlýsingu fyrir hönd konunnar. „Þú þarft að vita, frá konu til konu, að þetta gerðist,“ á konan að hafa sagt við Minaj. Hún segist hafa fengið mörg símtöl frá þeim hjónum og óvelkomnar heimsóknir. Hún segir að vegna þessa hafi hún þjáðst af þunglyndi og ofsahræðslu. Minaj og Petty hófu samband árið 2018 og ári seinna tilkynntu þau að þau hefðu gengið í hjónaband. Í dag eiga þau tæplega ársgamlan son. Tónlistarkonan hefur ekki tjáð sig um málið. Hollywood Kynferðisofbeldi Mest lesið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Sjá meira
Þolandinn er á fimmtugsaldri í dag en var táningur þegar atvikið átti sér stað. Petty játaði á sig sök og sat í fangelsi í fjögur og hálft ár. Á síðasta ári var hann handtekinn á ný fyrir það að hafa ekki skráð sig sem kynferðisafbrotamann eins og honum ber skylda til. Konan stefnir nú hjónunum fyrir áreiti og tilraunir til þess að fá hana til að draga ásakanir sínar til baka. Konan segir Minaj meðal annars hafa boðið sér fjárhæð sem samsvarar tæpum 63 milljónum íslenskra króna fyrir það að draga ásakanirnar til baka. Þá segist konan hafa fengið símtal frá Minaj á síðasta ári þar sem hún hafi boðist til þess að fljúga sér og fjölskyldu sinni til Los Angeles gegn því að hún myndi hjálpa henni. Konan hafnaði því. Konan segist jafnframt hafa hafnað boði Minaj um að fá upplýsingafulltrúa sinn til þess að skrifa upp yfirlýsingu fyrir hönd konunnar. „Þú þarft að vita, frá konu til konu, að þetta gerðist,“ á konan að hafa sagt við Minaj. Hún segist hafa fengið mörg símtöl frá þeim hjónum og óvelkomnar heimsóknir. Hún segir að vegna þessa hafi hún þjáðst af þunglyndi og ofsahræðslu. Minaj og Petty hófu samband árið 2018 og ári seinna tilkynntu þau að þau hefðu gengið í hjónaband. Í dag eiga þau tæplega ársgamlan son. Tónlistarkonan hefur ekki tjáð sig um málið.
Hollywood Kynferðisofbeldi Mest lesið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Sjá meira