Það má segja að liðin komi með mismunandi væntingar inn í þetta tímabil. PSG mætir til leiks með eitt best mannað lið sögunnar á meðan að Strasbourg bjargaði sér frá falli í síðustu umferðinni á tímabilinu sem lauk í vor.
Það voru líka liðsmenn PSG sem opnuðu markaskorun leiksins strax á 3. mínútu með marki frá Mauro Icardi sem skoraði með flottum skalla eftir frábæra sendingu frá Abdou Diallo. Kylian Mbappé jók svo forystuna á 25. mínútu þegar að skot hans fór í varnarmann og í netið. Óverjandi fyrir Matz Sels í marki gestanna. Julian Draxler skoraði svo strax tveimur mínútum síðar eftir fyrirgjöf Mbabbé og þarna var nokkuð ljóst hvert stefndi.
First half is done! @PSG_English 3 - 0 @RCSA
— Paris Saint-Germain (@PSG_English) August 14, 2021
@MauroIcardi 3'
@KMbappe 26'
Draxler 27' #
#ICICESTPARIS pic.twitter.com/0TmkW5Cjr2
Það var þó ekki alveg þannig. Kevin Gameiro skoraði með frábærum skalla á 53. mínútu og á 64. mínútu minnkuðu leikmenn Strasbourg muninn enn frekar þegar að Ludovic Ajourque skoraði með enn betri skalla frá vítateigslínunni. 3-2 og farið að fara um Parísarbúa.
Líflínan varð þó stutt þegar að Alexander Djiku fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 79. mínútu. Ekki neitt sérstaklega sannfærandi gult en mótmælin í kjölfarið breyttu að venju engu. Það var svo Pablo Sarabia sem skoraði síðasta mark leiksins eftir undirbúning Mbappé.
PSG með 6 stig eftir tvo leiki og það er erfitt að sjá hverjir ætla að stöðva þá.