Kannast ekki við skyndilega lömun ungrar konu eftir bólusetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. ágúst 2021 12:00 Rúna Hauksdóttir Hvannberg. Júlíus Sigurjónsson Í gær birtist myndband á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem ung kona segir frá því að hafa lamast fyrir neðan mitti í kjölfar örvunarbólusetningar með bóluefni Moderna. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segist í samtali við fréttastofu ekki hafa heyrt af málinu. Tilkynning um það gæti þó átt eftir að berast. „Við höfum ekki heyrt af nákvæmlega þessari aukaverkun,“ segir Rúna í samtali við fréttastofu. Hún segist þó ekki geta fullyrt hvort slíkt væri fyrsta tilfelli lömunar fyrir neðan mitti eftir bólusetningu, og bendir á að aukaverkanir bólusetninga sem gangi til baka á stuttum tíma falli ekki í flokk alvarlega aukaverkana hjá stofnuninni. „Við þyrftum þá bara að skoða sérstaklega hvort það hefðu komið svona tilfelli, svipuð þessu, þegar við fáum tilkynningu um þessa aukaverkun,“ segir Rúna. Myndbandið má sjá hér að neðan. @tinnipinni Kiss Me More (feat. SZA) - Doja Cat Ekki sýnt fram á orsakasamhengi dauðsfalla og bólusetninga Alls hafa borist tuttugu og fjórar tilkynningar um andlát vegna bólusetninga, en stofnunin hefur látið gera tvær óháðar rannsóknir á slíkum tilkynningum. „Fyrri athugunin var gerð tiltölulega snemma í þessu bólusetningarferli. Þá var ekki hægt að sýna fram á orsakasamhengi. Í seinni rannsókninni, sem var gerð í júní, þá voru skoðaðir bæði blóðtappar og fimm tilkynningar um dauðsföll. Þar var mat sérfræðinga að ólíklegt væri að bólusetningin hefði leitt til andláts.“ Þó hafi í einu tilfelli ekki verið hægt að útiloka að fullu orsakasamhengi milli bólusetningar og andláts, sem þó var talið ólíklegt. Aðrar alvarlegar aukaverkanir sem stofnuni hafi haft til skoðunar séu blóðtappi, hjartavöðvabólga og andlitslömun. „Við höfum fengið tilkynningar um 47 blóðtappa og við höfum verið að fylgjast með þeim. Það var þessi rannsókn sem var sett sérstaklega af stað hjá okkur með það,“ segir Rúna og vísar þar til rannsóknarinnar sem gerð var í júní. Minnir á bótarétt vegna aukaverkana Rúna bendir á að Sjúkratryggingar bæti tjón sem rekja megi til bólusetninga á Íslandi á tímabilinu 2020 til 2023. Tjón sem hlýst af aukaverkunum eða rangri meðhöndlun er bætt, og það skilyrði sett að tjón megi að öllum líkindum rekja til bólusetningar. „Þetta er bara mjög mikilvægt, að benda á að það er bótaréttur vegna þessa. Þetta er sambærilegt við það sem er í löndunum í kring um okkur, eins og á Norðurlöndunum.“ Hér að neðan má sjá tölfræði af vef Lyfjastofnunar yfir fjölda tilkynninga um aukaverkanir í kjölfar bólusetninga, flokkaðar eftir alvarleika. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Við höfum ekki heyrt af nákvæmlega þessari aukaverkun,“ segir Rúna í samtali við fréttastofu. Hún segist þó ekki geta fullyrt hvort slíkt væri fyrsta tilfelli lömunar fyrir neðan mitti eftir bólusetningu, og bendir á að aukaverkanir bólusetninga sem gangi til baka á stuttum tíma falli ekki í flokk alvarlega aukaverkana hjá stofnuninni. „Við þyrftum þá bara að skoða sérstaklega hvort það hefðu komið svona tilfelli, svipuð þessu, þegar við fáum tilkynningu um þessa aukaverkun,“ segir Rúna. Myndbandið má sjá hér að neðan. @tinnipinni Kiss Me More (feat. SZA) - Doja Cat Ekki sýnt fram á orsakasamhengi dauðsfalla og bólusetninga Alls hafa borist tuttugu og fjórar tilkynningar um andlát vegna bólusetninga, en stofnunin hefur látið gera tvær óháðar rannsóknir á slíkum tilkynningum. „Fyrri athugunin var gerð tiltölulega snemma í þessu bólusetningarferli. Þá var ekki hægt að sýna fram á orsakasamhengi. Í seinni rannsókninni, sem var gerð í júní, þá voru skoðaðir bæði blóðtappar og fimm tilkynningar um dauðsföll. Þar var mat sérfræðinga að ólíklegt væri að bólusetningin hefði leitt til andláts.“ Þó hafi í einu tilfelli ekki verið hægt að útiloka að fullu orsakasamhengi milli bólusetningar og andláts, sem þó var talið ólíklegt. Aðrar alvarlegar aukaverkanir sem stofnuni hafi haft til skoðunar séu blóðtappi, hjartavöðvabólga og andlitslömun. „Við höfum fengið tilkynningar um 47 blóðtappa og við höfum verið að fylgjast með þeim. Það var þessi rannsókn sem var sett sérstaklega af stað hjá okkur með það,“ segir Rúna og vísar þar til rannsóknarinnar sem gerð var í júní. Minnir á bótarétt vegna aukaverkana Rúna bendir á að Sjúkratryggingar bæti tjón sem rekja megi til bólusetninga á Íslandi á tímabilinu 2020 til 2023. Tjón sem hlýst af aukaverkunum eða rangri meðhöndlun er bætt, og það skilyrði sett að tjón megi að öllum líkindum rekja til bólusetningar. „Þetta er bara mjög mikilvægt, að benda á að það er bótaréttur vegna þessa. Þetta er sambærilegt við það sem er í löndunum í kring um okkur, eins og á Norðurlöndunum.“ Hér að neðan má sjá tölfræði af vef Lyfjastofnunar yfir fjölda tilkynninga um aukaverkanir í kjölfar bólusetninga, flokkaðar eftir alvarleika.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira