Hafnsögumaður ber bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar þungum sökum Árni Sæberg skrifar 15. ágúst 2021 21:16 Andrés Þorsteinn Sigurðsson hefur verið yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar síðastliðin fimmtán ár. Vísir/Vilhelm Andrés Þorsteinn Sigurðsson, yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar, sakar Írisi Róbertsdóttur um einelti og lygar. Andrés hefur sagt starfi sínu lausu vegna málsins. Forsaga málsins er sú að Andrés sótti um starf hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar en hlaut það ekki. Í samtali við fréttastofu sakar hann Írisi um að hafa beitt sér fyrir því að annar aðili en hann yrði ráðinn í starfið. Í stað Andrésar var Dóra Björk Gunnarsdóttir ráðin hafnarstjóri en Andrés segir hana grunnskólakennara með enga reynslu af starfsemi hafnarinnar né störfum við sjávarútveg. Aftur á móti hafi hann yfir fimmtán ára starfsreynslu sem yfirhafnsögumaður ásamt því að hafa gegnt stöðu skrifstofustjóra og séð um daglegan rekstur Vestmannaeyjahafnar. Andrés segir að ekki verði hjá því litið að Dóra Björk hafi gegnt trúnaðarstörfum fyrir H-listaframboð Írisar auk þess sem hún hafi verið framkvæmdarstjóri ÍBV þegar Íris var formaður ÍBV og því eðli málsins samkvæmt góð vinátta þeirra á milli. Írís Róbertsdóttir svaraði þessum ásökunum Andrésar í samtali við Mannlíf.is á dögunum. Hún segir aðdróttanir Andrésar í sinn garð vera með öllu tilhæfulausar. Þá nefnir hún einnig að hún hefði hvergi komið nálægt ráðningarferlinu enda sé það ekki á verksviði bæjarstjóra. Hún segir ráðningarferlið haf verið á könnu framkvæmda- og hafnarráðs. Andrés segir að Íris fari með rangt mál þegar hún fullyrðir að hæfnismat það sem réð vali á hafnarstjóra hafi verið unnið af framkvæmda- og hafnarráði. Það geti nefndarmenn staðfest. Hann segir hæfnismatið hafa verið samið af utanaðkomandi ráðningarskrifstofu eftir forskrift Írisar. Samkvæmt frétt Eyjafrétta var ráðningarskrifstofan Hagvangur framkvæmda- og hafnarráði innan handar við ráðningarferlið. Andrés segist sérstaklega hissa á því að í hæfnismatinu hafi skipstjórnarmenntun skorað núll stig. Hann segir að samkvæmt BSRB eigi skipstjórnarmenntun að vega þungt á metunum við val á hafnarstjóra. Hann segist vera kominn með lögfræðing og að verið sé að vinna í því að leggja fram kæru. Hann segir jafnframt að hann hefði heldur vilja að málið væri alfarið rekið fyrir réttum aðilum en ekki í fjölmiðlum. Hann sjái sig þó neyddan til að svara fyrir sig eftir viðtal Írisar við Mannlíf. Sér þann kost einan að flytja frá Vestmannaeyjum Andrés segist hafa upplýst framkvæmda- og hafnarráð um einelti sem hann hafi orðið fyrir af hálfu Írisar í lengri tíma en hægt sé að lifa við í uppsagnarbréfi sínu. Hann hafi tekið skýrt fram að hann hafi þegar tekið saman minnisblað með dæmum og vitnum sem verði skilað inn þegar málið verður komið í hlutlausan og málefnalegan farveg. Andrés segir það vera sér hvatning til að leita réttar síns að vita af því að hann sé ekki eini starfsmaður Vestmannaeyjabæjar sem orðið hafi fyrir afar óviðeigandi framkomu af hálfu bæjarstjórans. Hann segist hafa trú á því að úttekt hlutlausra aðila eigi eftir að leiða í ljós mörg dæmi um tilburði til ómálefnanlegrar gagnrýni, sniðgöngu, óviðeigandi athugasemda og fleira. „Dæmin sýna að því miður hefur gott fólk hrakist frá störfum vegna framkomu Írisar og bætast ég og mín fjölskylda við þá sem hafa séð þann eina kost að segja upp og flytja frá Vestmannaeyjum,“ segir Andrés. Aðspurður segist Andrés vera fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og því sé erfitt að flytja þaðan. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun, síður en svo,“ segir hann. Ekki náðist í Írisi Róbertsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Vestmannaeyjar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Andrés sótti um starf hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar en hlaut það ekki. Í samtali við fréttastofu sakar hann Írisi um að hafa beitt sér fyrir því að annar aðili en hann yrði ráðinn í starfið. Í stað Andrésar var Dóra Björk Gunnarsdóttir ráðin hafnarstjóri en Andrés segir hana grunnskólakennara með enga reynslu af starfsemi hafnarinnar né störfum við sjávarútveg. Aftur á móti hafi hann yfir fimmtán ára starfsreynslu sem yfirhafnsögumaður ásamt því að hafa gegnt stöðu skrifstofustjóra og séð um daglegan rekstur Vestmannaeyjahafnar. Andrés segir að ekki verði hjá því litið að Dóra Björk hafi gegnt trúnaðarstörfum fyrir H-listaframboð Írisar auk þess sem hún hafi verið framkvæmdarstjóri ÍBV þegar Íris var formaður ÍBV og því eðli málsins samkvæmt góð vinátta þeirra á milli. Írís Róbertsdóttir svaraði þessum ásökunum Andrésar í samtali við Mannlíf.is á dögunum. Hún segir aðdróttanir Andrésar í sinn garð vera með öllu tilhæfulausar. Þá nefnir hún einnig að hún hefði hvergi komið nálægt ráðningarferlinu enda sé það ekki á verksviði bæjarstjóra. Hún segir ráðningarferlið haf verið á könnu framkvæmda- og hafnarráðs. Andrés segir að Íris fari með rangt mál þegar hún fullyrðir að hæfnismat það sem réð vali á hafnarstjóra hafi verið unnið af framkvæmda- og hafnarráði. Það geti nefndarmenn staðfest. Hann segir hæfnismatið hafa verið samið af utanaðkomandi ráðningarskrifstofu eftir forskrift Írisar. Samkvæmt frétt Eyjafrétta var ráðningarskrifstofan Hagvangur framkvæmda- og hafnarráði innan handar við ráðningarferlið. Andrés segist sérstaklega hissa á því að í hæfnismatinu hafi skipstjórnarmenntun skorað núll stig. Hann segir að samkvæmt BSRB eigi skipstjórnarmenntun að vega þungt á metunum við val á hafnarstjóra. Hann segist vera kominn með lögfræðing og að verið sé að vinna í því að leggja fram kæru. Hann segir jafnframt að hann hefði heldur vilja að málið væri alfarið rekið fyrir réttum aðilum en ekki í fjölmiðlum. Hann sjái sig þó neyddan til að svara fyrir sig eftir viðtal Írisar við Mannlíf. Sér þann kost einan að flytja frá Vestmannaeyjum Andrés segist hafa upplýst framkvæmda- og hafnarráð um einelti sem hann hafi orðið fyrir af hálfu Írisar í lengri tíma en hægt sé að lifa við í uppsagnarbréfi sínu. Hann hafi tekið skýrt fram að hann hafi þegar tekið saman minnisblað með dæmum og vitnum sem verði skilað inn þegar málið verður komið í hlutlausan og málefnalegan farveg. Andrés segir það vera sér hvatning til að leita réttar síns að vita af því að hann sé ekki eini starfsmaður Vestmannaeyjabæjar sem orðið hafi fyrir afar óviðeigandi framkomu af hálfu bæjarstjórans. Hann segist hafa trú á því að úttekt hlutlausra aðila eigi eftir að leiða í ljós mörg dæmi um tilburði til ómálefnanlegrar gagnrýni, sniðgöngu, óviðeigandi athugasemda og fleira. „Dæmin sýna að því miður hefur gott fólk hrakist frá störfum vegna framkomu Írisar og bætast ég og mín fjölskylda við þá sem hafa séð þann eina kost að segja upp og flytja frá Vestmannaeyjum,“ segir Andrés. Aðspurður segist Andrés vera fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og því sé erfitt að flytja þaðan. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun, síður en svo,“ segir hann. Ekki náðist í Írisi Róbertsdóttur við vinnslu fréttarinnar.
Vestmannaeyjar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira