„Við erum virkilega sáttir með þessi þrjú stig“, sagði Rasmus og var sýnilega létt að leiknum hafi lokið með sigri hans manna.
„Sigurinn var það sem skipti öllu máli. Frammistaðan og spilamennskan var mjög fín hjá okkur en við hefðum getað skorað ennþá fleiri mörk og hefðum mátt ljúka þessum leik fyrr. Það var algjör óþarfi að gera þetta svona spennandi í lokin. Við vorum með góða stjórn á þessum leik og það gekk ágætlega á löngum köflum. Komum fínt út í seinni hálfleikinn en fáum á okkur mark sem gerir þetta að leik aftur. Við hefðum mátt vera betrí færunum og lokasendingunum og það hefði getað lokað þessum leik fyrr. Frammistaðan var alveg þannig að við áttum það skilið.“
Rasmus var þá spurður að því hvort reynsla Valsmanna í að ljúka leikjum hefði skipt sköpum í kvöld.
„Það getur vel verið og það lítur kannski þannig út. Maður er ekkert að hugsa út í það á meðan leik stendur en það er fín pæling hjá þér. Fyrst og fremst hefðum viljað skora fleiri mörk í kvöld því við spiluðum vel og sköpuðum fullt af færum.“
Að lokum var Rasmus spurður út í mikilvægi þess að vinna í kvöld. Liðin í næstu sætum eru skammt undan og skipta öll stig máli núna þegar lítið er eftir af móti.
„Já það skipti öllu máli að vinna þessi þrjú stig. Við áttum það líka alveg skilið eins og ég hef sagt áður.“