Barcelona sagt vilja fá Aubameyang eða Lacazette í skiptum fyrir Coutinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2021 07:30 Alexandre Lacazette og Pierre-Emerick Aubameyang fagna hér saman marki hjá Arsenal liðinu. EPA-EFE/WILL OLIVER Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, vill fá nýjan framherja í hópinn sinn og hann hefur augun á tveimur framherjum í ensku úrvalsdeildinni. Barcelona missti Lionel Messi á frjálsri sölu til Paris Saint Germain en skoraði samt fjögur mörk um helgina í fyrsta leiknum án hans. Gerard Pique, einn af fyrirliðum Barcelona, tók á sig mikla kauplækkun fyrir helgi þannig að Barcelona gat skráð Memphis Depay og Eric Garcia til leiks. Gerard Pique had to take a pay cut to register players Financial problems meant their best ever player had to leave Ronald Koeman now wants to add TWO Premier League strikers to his squad in a swap deal?! https://t.co/iaEQySoUPO— SPORTbible (@sportbible) August 15, 2021 Koeman vill fá annan leikmann en aðeins ef félagið nær að losa sig við einn launahæsta leikmann sinn. Spænska blaðið Sport segir að Koeman hafi mikinn áhuga á Arsenal framherjunum Pierre Emerick-Aubameyang og Alexandre Lacazette. Maðurinn sem Barca þarf að losna við er Philippe Coutinho og samkvæmt öðrum fréttum þá hefur Barcelona boðið Arsenal hann í skiptum fyrir annað hvort Lacazette eða Aubameyang. Coutinho var ekki í hóp hjá Barcelona um helgina sem ýtti undir þær sögusagnir að hann væri á leiðinni frá félaginu. Philippe Coutinho left out of Barcelona squad after Arsenal swap proposal emergeshttps://t.co/fF8edzZZUV pic.twitter.com/SeyqK2CF7i— Mirror Football (@MirrorFootball) August 15, 2021 Risakaup Barcelona á Coutinho frá Liverpool eru ein þau misheppnuðust í sögu félagsins og hafa seinna skapað vandamál því hann fékk líka svo góðan launasamning sem hann hefur ekki viljað gefa eftir. Aubameyang á tvö ár eftir af samningi sínum en Lacazette aðeins einn. Hinn 32 ára gamli Aubameyang er launahæsti leikmaður Arsenal eftir að Mesut Özil fór á síðasta tímabili. Lacazette er sá sem menn telja líklegri til að fara frá félaginu á þessum tímapunkti. Hvorugur þeirra var með Arsenal um helgina þegar liðið tapaði 2-0 á móti nýliðum Brentford í fyrsta leik. Barcelona have offered Philippe Coutinho to Arsenal in exchange for either Aubameyang or Lacazette. They can t offer cash so any deal would need to be a straight swap. (Source: @EduardoHagn) pic.twitter.com/KIW2eZ0pvQ— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 15, 2021 Barcelona er með þá Antoine Griezmann, Memphis Depay, Ansu Fati og Ousmane Dembele í sínum röðum og svo auðvitað Sergio Aguero sem missir af fyrstu mánuðum tímabilsins vegna meiðsla. Barcelona mun reyna að selja Martin Braithwaite en danski framherjinn skoraði tvö mörk í fyrsta leik liðsins í gær. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Barcelona missti Lionel Messi á frjálsri sölu til Paris Saint Germain en skoraði samt fjögur mörk um helgina í fyrsta leiknum án hans. Gerard Pique, einn af fyrirliðum Barcelona, tók á sig mikla kauplækkun fyrir helgi þannig að Barcelona gat skráð Memphis Depay og Eric Garcia til leiks. Gerard Pique had to take a pay cut to register players Financial problems meant their best ever player had to leave Ronald Koeman now wants to add TWO Premier League strikers to his squad in a swap deal?! https://t.co/iaEQySoUPO— SPORTbible (@sportbible) August 15, 2021 Koeman vill fá annan leikmann en aðeins ef félagið nær að losa sig við einn launahæsta leikmann sinn. Spænska blaðið Sport segir að Koeman hafi mikinn áhuga á Arsenal framherjunum Pierre Emerick-Aubameyang og Alexandre Lacazette. Maðurinn sem Barca þarf að losna við er Philippe Coutinho og samkvæmt öðrum fréttum þá hefur Barcelona boðið Arsenal hann í skiptum fyrir annað hvort Lacazette eða Aubameyang. Coutinho var ekki í hóp hjá Barcelona um helgina sem ýtti undir þær sögusagnir að hann væri á leiðinni frá félaginu. Philippe Coutinho left out of Barcelona squad after Arsenal swap proposal emergeshttps://t.co/fF8edzZZUV pic.twitter.com/SeyqK2CF7i— Mirror Football (@MirrorFootball) August 15, 2021 Risakaup Barcelona á Coutinho frá Liverpool eru ein þau misheppnuðust í sögu félagsins og hafa seinna skapað vandamál því hann fékk líka svo góðan launasamning sem hann hefur ekki viljað gefa eftir. Aubameyang á tvö ár eftir af samningi sínum en Lacazette aðeins einn. Hinn 32 ára gamli Aubameyang er launahæsti leikmaður Arsenal eftir að Mesut Özil fór á síðasta tímabili. Lacazette er sá sem menn telja líklegri til að fara frá félaginu á þessum tímapunkti. Hvorugur þeirra var með Arsenal um helgina þegar liðið tapaði 2-0 á móti nýliðum Brentford í fyrsta leik. Barcelona have offered Philippe Coutinho to Arsenal in exchange for either Aubameyang or Lacazette. They can t offer cash so any deal would need to be a straight swap. (Source: @EduardoHagn) pic.twitter.com/KIW2eZ0pvQ— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 15, 2021 Barcelona er með þá Antoine Griezmann, Memphis Depay, Ansu Fati og Ousmane Dembele í sínum röðum og svo auðvitað Sergio Aguero sem missir af fyrstu mánuðum tímabilsins vegna meiðsla. Barcelona mun reyna að selja Martin Braithwaite en danski framherjinn skoraði tvö mörk í fyrsta leik liðsins í gær.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira