Nat-vélin þurfti að einangra sig frá restinni af íslenska landsliðshópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2021 09:31 Ragnar Ágúst Nathanaelsson verður leikfær í kvöld þrátt fyrir veikindi síðustu daga. Skjámynd/KKÍ Þetta var ekki sérstök helgi fyrir landsliðsmiðherjinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson sem er staddur úti í Svartfjallalandi með íslenska körfuboltalandsliðinu. Íslenska landsliðið spilaði við Svartfjallaland og Danmörku á fimmtudag og föstudag en átti frí um helgina. Framhaldið eru síðan leikir við Svartfellinga í kvöld og Dani á morgun. Nat-vélin tókst að ná sér í flensuskít og þurfti að fara í auka kórónuveirupróf enda íslenska landsliðið allt í FIBA bubblu í Svartfjallalandi þar sem allur riðill liðsins í forkeppni HM fer fram. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er úti með íslenska landsliðinu og hann ræddi við Ragnar um þessa veikindahelgi hans. Viðtalið var inn á miðlum KKÍ en það má einnig sjá hérna fyrir neðan. Raggi Nat fór aðeins yfir stöðuna á hópnum og sjálfum sér eftir smá flensuskít um helgina #korfubolti #fibawc pic.twitter.com/ZqkCgOaPeb— KKÍ (@kkikarfa) August 15, 2021 „Staðan á mér er miklu betri en í gær. Ég var rúmliggjandi allan gærdaginn [Laugardagur] og fór í Covid próf til öryggis. Vegna þess að við erum í bubblu en mikilvægt að vera ekki að smita menn í kringum sig,“ sagði Ragnar. „Þetta reyndist bara vera einhver flensuskítur en ég tók æfingu í morgun og er allt annar maður,“ sagði Ragnar. „Þér tókst að ná þér í flensuskít og einangraðir þig svolítið frá hópnum í fyrrinótt, allan gærdag og þangað til í morgun. Hvernig var að vera einn með sjálfum sé þennan tíma,“ spurði Hannes í viðtalinu. „Það var skelfilegt. Það er nógu mikil fangelsisstemmning yfir því að að vera í svona bubblu. Hvað þá þegar maður er læstur inn í herbergi að gera ekki neitt. Það var mjög gott að mér leið betur í morgun og þorði að fara út úr herberginu,“ sagði Ragnar. Ísland mætir Svartfjallalandi klukkan 18.00 í kvöld. Sigur í leiknum færi langt með að tryggja íslenska liðinu sæti í undankeppninni en lokaleikurinn er síðan á móti Dönum á morgun. Danir hafa tapað báðum sínum leikjum. Ísland er með einn sigur og eitt tap og lið Svartfjallalands er með fullt hús. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Sjá meira
Íslenska landsliðið spilaði við Svartfjallaland og Danmörku á fimmtudag og föstudag en átti frí um helgina. Framhaldið eru síðan leikir við Svartfellinga í kvöld og Dani á morgun. Nat-vélin tókst að ná sér í flensuskít og þurfti að fara í auka kórónuveirupróf enda íslenska landsliðið allt í FIBA bubblu í Svartfjallalandi þar sem allur riðill liðsins í forkeppni HM fer fram. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er úti með íslenska landsliðinu og hann ræddi við Ragnar um þessa veikindahelgi hans. Viðtalið var inn á miðlum KKÍ en það má einnig sjá hérna fyrir neðan. Raggi Nat fór aðeins yfir stöðuna á hópnum og sjálfum sér eftir smá flensuskít um helgina #korfubolti #fibawc pic.twitter.com/ZqkCgOaPeb— KKÍ (@kkikarfa) August 15, 2021 „Staðan á mér er miklu betri en í gær. Ég var rúmliggjandi allan gærdaginn [Laugardagur] og fór í Covid próf til öryggis. Vegna þess að við erum í bubblu en mikilvægt að vera ekki að smita menn í kringum sig,“ sagði Ragnar. „Þetta reyndist bara vera einhver flensuskítur en ég tók æfingu í morgun og er allt annar maður,“ sagði Ragnar. „Þér tókst að ná þér í flensuskít og einangraðir þig svolítið frá hópnum í fyrrinótt, allan gærdag og þangað til í morgun. Hvernig var að vera einn með sjálfum sé þennan tíma,“ spurði Hannes í viðtalinu. „Það var skelfilegt. Það er nógu mikil fangelsisstemmning yfir því að að vera í svona bubblu. Hvað þá þegar maður er læstur inn í herbergi að gera ekki neitt. Það var mjög gott að mér leið betur í morgun og þorði að fara út úr herberginu,“ sagði Ragnar. Ísland mætir Svartfjallalandi klukkan 18.00 í kvöld. Sigur í leiknum færi langt með að tryggja íslenska liðinu sæti í undankeppninni en lokaleikurinn er síðan á móti Dönum á morgun. Danir hafa tapað báðum sínum leikjum. Ísland er með einn sigur og eitt tap og lið Svartfjallalands er með fullt hús.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Sjá meira