Hefur aldrei séð aðra eins syrpu af drauma vörslum í einum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2021 16:30 Jonathan Klinsmann átti magnaðan leik um helgina. Michael Janosz/Getty Images Jonathan Klinsmann, markvörður Los Angeles Galaxy, átti rosalega frammistöðu í 1-0 sigri Galaxy gegn Minnesota United um liðna helgi. Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands undanfarin ár, hefur varla séð annað eins. Á Twitter-síðu LA Galaxy má sjá allar vörslur hins 24 ára gamla Klinsmann í leiknum. Það er ljóst að ef ekki hefði verið fyrir hetjulega frammistöðu hans hefði Galaxy ekki fengið stig úr leiknum og hvað þá þrjú. Jonathan er sonur Jürgen, eins frægasta framherja sem Þýskaland hefur alið. Eftir að hafa slitið barnsskónum hjá Herthu Berlín ákvað markvörðurinn ungi að söðla um og halda til Los Angeles þar sem hann leikur nú með Galaxy. Ljóst er að þessi frammistaða ætti að vekja athygli út fyrir landsteinana en sama hvað leikmenn Minnesota United reyndu þá komu þeir boltanum ekki framhjá þýska markverðinum og Galaxy landaði mikilvægum sigri. Jonathan Klinsmann's performance to help us get the #MINvLA victory pic.twitter.com/zmmD7h1zaL— LA Galaxy (@LAGalaxy) August 15, 2021 Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, birti myndband Galaxy á Twitter-síðu sinni og lýsti yfir aðdáun sinni. „Þetta er held èg svakalegasta syrpa af draumavörslum sem ég hef séð í einum leik.“ Birkir Már Sævarsson, samherji Hannesar Þórs hjá Val og íslenska landsliðinu, var þó ekki jafn hrifinn. „Skylduvörslur myndu einhverjir segja,“ skrifaði hægri bakvörðurinn. LA Galaxy er sem stendur í 3. sæti Vesturdeildar með 35 stig. Íslendingar deildarinnar leika allir í Austurdeildinni. Arnór Ingvi Traustason með New England Revolution sem trónir á toppnum, Guðmundur Þórarinsson með New York City sem er í 2. sæti og Róbert Orri Þorkelsson með CF Montréal sem situr í 7. sæti. Fótbolti MLS Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Á Twitter-síðu LA Galaxy má sjá allar vörslur hins 24 ára gamla Klinsmann í leiknum. Það er ljóst að ef ekki hefði verið fyrir hetjulega frammistöðu hans hefði Galaxy ekki fengið stig úr leiknum og hvað þá þrjú. Jonathan er sonur Jürgen, eins frægasta framherja sem Þýskaland hefur alið. Eftir að hafa slitið barnsskónum hjá Herthu Berlín ákvað markvörðurinn ungi að söðla um og halda til Los Angeles þar sem hann leikur nú með Galaxy. Ljóst er að þessi frammistaða ætti að vekja athygli út fyrir landsteinana en sama hvað leikmenn Minnesota United reyndu þá komu þeir boltanum ekki framhjá þýska markverðinum og Galaxy landaði mikilvægum sigri. Jonathan Klinsmann's performance to help us get the #MINvLA victory pic.twitter.com/zmmD7h1zaL— LA Galaxy (@LAGalaxy) August 15, 2021 Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, birti myndband Galaxy á Twitter-síðu sinni og lýsti yfir aðdáun sinni. „Þetta er held èg svakalegasta syrpa af draumavörslum sem ég hef séð í einum leik.“ Birkir Már Sævarsson, samherji Hannesar Þórs hjá Val og íslenska landsliðinu, var þó ekki jafn hrifinn. „Skylduvörslur myndu einhverjir segja,“ skrifaði hægri bakvörðurinn. LA Galaxy er sem stendur í 3. sæti Vesturdeildar með 35 stig. Íslendingar deildarinnar leika allir í Austurdeildinni. Arnór Ingvi Traustason með New England Revolution sem trónir á toppnum, Guðmundur Þórarinsson með New York City sem er í 2. sæti og Róbert Orri Þorkelsson með CF Montréal sem situr í 7. sæti.
Fótbolti MLS Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira