Þrjátíu ísraelskir ferðamenn sagðir hafa greinst með Covid-19 Eiður Þór Árnason skrifar 16. ágúst 2021 10:07 Ekki liggur fyrir hvenær ísraelsku ferðamennirnir komu til landsins. Ljósmyndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. KMU Minnst þrjátíu ísraelskir ferðamenn sem staddir eru hér á landi hafa greinst með Covid-19. Nokkrir þeirra voru fluttir á ótilgreint sjúkrahús eftir að líðan þeirra versnaði. Einn ferðamannanna er sagður vera alvarlega veikur og tveir með vægari einkenni. Frá þessu greinir ísraelski miðilinn Jerusalem Post og vísar í frétt sjónvarpsstöðvarinnar Keshet 12. Allir ferðamennirnir eru sagðir bólusettir en talið er að einn þeirra hafi smitast um borð í fluginu til Íslands og í kjölfarið sýkt samferðamenn sína. Að sögn N12, fréttastofu Keshet 12, vinna stjórnvöld í Ísrael nú að því að skipuleggja sérstakt sjúkraflug til að flytja einstaklingana til Ísraels. Von á því að talan hækki Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, staðfestir að mikill fjöldi ísraelskra ferðamanna hafi nýverið greinst með Covid-19 en getur ekki gefið upp nákvæman fjölda. Hún segir að rúmlega helmingur hópsins sem kom til landsins hafi nú greinst jákvæður en á von á því að talan eigi eftir að hækka. Allur hópurinn er ýmist kominn í einangrun eða sóttkví og dvelja margir í farsóttahúsi. Hjördís gat ekki veitt upplýsingar um hvenær ferðamennirnir komu til Íslands eða hvort einhverjir hafi verið lagðir inn á sjúkrahús. Eykur álagið á heilbrigðiskerfinu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að hópar erlendra ferðamanna hafi vissulega verið að greinast hér á landi. „Rakning hefur sýnt það að þetta er ný veira þannig að greinilegt er að þetta fólk hefur komið með þessa veiru með sér. Landspítalinn hefur líka greint frá að þetta sé auka álag á kerfið okkar. Þetta er bara hluti af þeim pakka sem við erum að fást við,“ segir Þórólfur um hópsýkingarnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Frá þessu greinir ísraelski miðilinn Jerusalem Post og vísar í frétt sjónvarpsstöðvarinnar Keshet 12. Allir ferðamennirnir eru sagðir bólusettir en talið er að einn þeirra hafi smitast um borð í fluginu til Íslands og í kjölfarið sýkt samferðamenn sína. Að sögn N12, fréttastofu Keshet 12, vinna stjórnvöld í Ísrael nú að því að skipuleggja sérstakt sjúkraflug til að flytja einstaklingana til Ísraels. Von á því að talan hækki Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, staðfestir að mikill fjöldi ísraelskra ferðamanna hafi nýverið greinst með Covid-19 en getur ekki gefið upp nákvæman fjölda. Hún segir að rúmlega helmingur hópsins sem kom til landsins hafi nú greinst jákvæður en á von á því að talan eigi eftir að hækka. Allur hópurinn er ýmist kominn í einangrun eða sóttkví og dvelja margir í farsóttahúsi. Hjördís gat ekki veitt upplýsingar um hvenær ferðamennirnir komu til Íslands eða hvort einhverjir hafi verið lagðir inn á sjúkrahús. Eykur álagið á heilbrigðiskerfinu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að hópar erlendra ferðamanna hafi vissulega verið að greinast hér á landi. „Rakning hefur sýnt það að þetta er ný veira þannig að greinilegt er að þetta fólk hefur komið með þessa veiru með sér. Landspítalinn hefur líka greint frá að þetta sé auka álag á kerfið okkar. Þetta er bara hluti af þeim pakka sem við erum að fást við,“ segir Þórólfur um hópsýkingarnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira