PSG borgi 40 prósent allra launa í frönsku deildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 16. ágúst 2021 23:00 Lionel Messi ásamt Nasser Al-Khelaifi, forseta PSG. AP Photo/Francois Mori Franska fótboltafélagið Paris Saint-Germain hefur farið mikinn á félagsskiptamarkaðnum í sumar. Fimm stór nöfn hafa bæst við leikmannahóp liðsins en við það þenst launakostnaðurinn út. PSG er með eitt dýrasta lið Evrópu en kostnaður hefur ekki verið nein fyrirstaða frá því að Qatar Sports Investments, með Nasser Al-Khelaïfi fremstan í flokki, festi kaup á félaginu árið 2011. Fyrir sumarið voru í liðinu tveir dýrustu leikmenn allra tíma, Brasilíumaðurinn Neymar sem var keyptur á 222 milljónir evra árið 2017 og Kylian Mbappé sem kom frá Mónakó á 180 milljónir evra ári síðar. Í sumar hafa bæst við ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma, spænski miðvörðurinn Sergio Ramos, hollenski miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum, og argentínska stjarnan Lionel Messi, allir frítt. Auk þess var Achraf Hakimi keyptur frá Inter á Ítalíu fyrir 60 milljónir evra. Fáir hafa yfirgefið félagið á sama tíma. Mitchell Bakker var seldur á 7 milljónir evra til Bayer Leverkusen auk þess sem lánssamningar Alessandro Florenzi og Moise Kean hjá PSG runnu út. In the most recent season for which financial information is available (2019-20), PSG wages of 414m accounted for more than 31% of all wages in Ligue 1.In 2021-22 it will be closer to 40%. Five per cent of the players getting 40% of the cash. Seems legit.— Nick Harris (@sportingintel) August 14, 2021 Launapakki PSG hefur því þanist töluvert út. Wijnaldum valdi PSG fram yfir Barcelona vegna þess að PSG bauð honum gull og græna skóga, Sergio Ramos fær enn meira en hann í laun og þá er Lionel Messi talinn fá hálfa milljón evra í vikulaun frá félaginu. Ekkert franskt lið kemst með tærnar nálægt hælum Parísarliðsins þegar kemur að launagreiðslum, raunar eru mörg skónúmer þar á milli. PSG borgar eitt og sér meira en stór hluti deildarinnar samanlagður. Blaðamaðurinn Neil Harris, sem sérhæfir sig í fjármálahluta fótboltans, greinir frá því á Twitter-síðu sinni að PSG hafi greitt meira en 31 prósent allra launa í frönsku deildinni tímabilið 2019-2020. Með öllum viðbótum PSG í sumar nálgast sú tala 40 prósent á komandi tímabili, hjá einu liði af 20 í deildinni. Fimm prósent leikmanna deildarinnar í Frakklandi fá því 40 prósent launanna. Qatar Sports Investments er fjármagnað af ríkissjóði Katar og eru Katarar taldir leggja mikla áherslu á að þeirra lið vinni Meistaradeildina sama ár og HM fer fram í ríkinu. Allt kapp er lagt á sigur í stærstu keppni Evrópu í vor áður en HM fer fram í lok næsta árs. Þrátt fyrir yfirburðastöðu sína mistókst PSG að fagna sigri í frönsku deildinni á síðustu leiktíð þar sem Lille varð óvænt franskur meistari. Meistaravörn Lille-liðsins hefur þó farið illa af stað, en það tapaði 4-0 fyrir Nice síðustu helgi. Lið Nice þjálfar Christophe Galtier, sem stýrði Lille til titilsins á síðasta ári. PSG hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Frakklandi og er með sex stig eftir tvo leiki, líkt og Angers og Clermont Foot. Franski boltinn Frakkland Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Sjá meira
PSG er með eitt dýrasta lið Evrópu en kostnaður hefur ekki verið nein fyrirstaða frá því að Qatar Sports Investments, með Nasser Al-Khelaïfi fremstan í flokki, festi kaup á félaginu árið 2011. Fyrir sumarið voru í liðinu tveir dýrustu leikmenn allra tíma, Brasilíumaðurinn Neymar sem var keyptur á 222 milljónir evra árið 2017 og Kylian Mbappé sem kom frá Mónakó á 180 milljónir evra ári síðar. Í sumar hafa bæst við ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma, spænski miðvörðurinn Sergio Ramos, hollenski miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum, og argentínska stjarnan Lionel Messi, allir frítt. Auk þess var Achraf Hakimi keyptur frá Inter á Ítalíu fyrir 60 milljónir evra. Fáir hafa yfirgefið félagið á sama tíma. Mitchell Bakker var seldur á 7 milljónir evra til Bayer Leverkusen auk þess sem lánssamningar Alessandro Florenzi og Moise Kean hjá PSG runnu út. In the most recent season for which financial information is available (2019-20), PSG wages of 414m accounted for more than 31% of all wages in Ligue 1.In 2021-22 it will be closer to 40%. Five per cent of the players getting 40% of the cash. Seems legit.— Nick Harris (@sportingintel) August 14, 2021 Launapakki PSG hefur því þanist töluvert út. Wijnaldum valdi PSG fram yfir Barcelona vegna þess að PSG bauð honum gull og græna skóga, Sergio Ramos fær enn meira en hann í laun og þá er Lionel Messi talinn fá hálfa milljón evra í vikulaun frá félaginu. Ekkert franskt lið kemst með tærnar nálægt hælum Parísarliðsins þegar kemur að launagreiðslum, raunar eru mörg skónúmer þar á milli. PSG borgar eitt og sér meira en stór hluti deildarinnar samanlagður. Blaðamaðurinn Neil Harris, sem sérhæfir sig í fjármálahluta fótboltans, greinir frá því á Twitter-síðu sinni að PSG hafi greitt meira en 31 prósent allra launa í frönsku deildinni tímabilið 2019-2020. Með öllum viðbótum PSG í sumar nálgast sú tala 40 prósent á komandi tímabili, hjá einu liði af 20 í deildinni. Fimm prósent leikmanna deildarinnar í Frakklandi fá því 40 prósent launanna. Qatar Sports Investments er fjármagnað af ríkissjóði Katar og eru Katarar taldir leggja mikla áherslu á að þeirra lið vinni Meistaradeildina sama ár og HM fer fram í ríkinu. Allt kapp er lagt á sigur í stærstu keppni Evrópu í vor áður en HM fer fram í lok næsta árs. Þrátt fyrir yfirburðastöðu sína mistókst PSG að fagna sigri í frönsku deildinni á síðustu leiktíð þar sem Lille varð óvænt franskur meistari. Meistaravörn Lille-liðsins hefur þó farið illa af stað, en það tapaði 4-0 fyrir Nice síðustu helgi. Lið Nice þjálfar Christophe Galtier, sem stýrði Lille til titilsins á síðasta ári. PSG hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Frakklandi og er með sex stig eftir tvo leiki, líkt og Angers og Clermont Foot.
Franski boltinn Frakkland Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Sjá meira