Kristján fékk sig fullsaddan og sparkaði í keilu Sindri Sverrisson skrifar 16. ágúst 2021 21:54 Rúnar Kristinsson stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld og KR getur enn náð Evrópusæti ef að úrslit falla með liðinu á lokasprettinum. Vísir/Hulda Margrét „Framlagið var geggjað og það sýndi sig að ef að menn leggjast á eitt um að hlaupa og berjast, og spila fyrir KR-merkið sitt, þá geta þeir spilað góðan leik og náð í þrjú stig,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 1-0 sigurinn gegn HK í Kórnum í kvöld. Með sigrinum er Evrópudraumur KR á lífi í Pepsi Max-deildinni í fótbolta en tap hefði komið liðinu í nær ómögulega stöðu. Sigurinn var ansi magnaður í ljósi þess að KR-ingar voru manni færri í 80 mínútur, eða frá því að Arnþór Ingi Kristinsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. „Ég er mjög ánægður með framlag leikmannanna í dag. Allir að hlaupa fyrir hvern annan, vorum agressívir og spiluðum góðan fótbolta þrátt fyrir að vera manni færri nánast allan leikinn,“ sagði Rúnar. Hann hafði lítið um rauða spjaldið sem Arnþór fékk á sig að segja: „Ég get ekki dæmt um þessi atriði, hvorugt þeirra. Dómararnir meta þetta svona og við verðum að sætta okkur við það þó að það sé súrt,“ sagði Rúnar. Talsverður hiti var í mönnum innan sem utan vallar í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Auk Arnþórs fékk Kristján Finnbogason, markmannsþjálfari KR, rautt spjald og fimm leikmenn til viðbótar fengu áminningu í fyrri hálfleik: „Þegar það kemur rautt spjald svona á fyrstu mínútunum þá hitnar undir mönnum á bekknum; þjálfurum, aðstoðarþjálfurum og varamönnum beggja liða. Þá fara allir að tjá sína skoðun og það var dálítill hiti hérna, ekki á milli bekkjanna kannski en því var beint dálítið að fjórða dómaranum. Hann róaði okkur alltaf og þetta leystist alltaf. Auðvitað eru menn ósáttir þegar þeim finnst á sig hallað. Við vorum ósáttir og Brynjar og Viktor hinu megin, en dómararnir eru að reyna að gera sitt besta,“ sagði Rúnar, en hvað gerði Kristján af sér? „Hann sá einhverja keilu þarna sem var notuð til að afmarka boðvanginn, sem við þjálfarateymið megum vera inni í, og hann var orðinn eitthvað pirraður, búinn að fá sig fullsaddan, og sparkaði henni inn á völlinn. Hann fékk réttilega rautt spjald fyrir það.“ Oft erfiðara að vera einum fleiri Þrátt fyrir að gengi KR hafi verið undir væntingum í sumar þá er þetta í annað sinn sem að liðið fagnar sigri eftir að hafa misst mann af velli snemma leiks. Liðið vann einnig KA fyrr í sumar með svipuðum hætti og í kvöld: „Það er ekki eins og að við óskum okkur þess að missa menn út af – það er aldrei gott. En það er erfitt að spila gegn 10 leikmönnum. HK lenti í því í dag, KA fyrr í sumar, og við lentum sjálfir í því á móti FH um daginn þar sem við náðum ekki að skora. Það er oft erfiðara að vera einum fleiri þó að það eigi að vera auðveldara. En við náðum að skora þetta eina mark og héldum HK nokkuð langt frá markinu okkar þar til síðustu tíu mínúturnar. Það voru kannski ekki teljandi stór færi frá þeim. Þeir áttu sláarskot en það vantaði nokkuð marga sentímetra upp á að boltinn færi undir slána, og jú eitthvað stangarskot. En ég var aldrei sérstaklega stressaður,“ sagði Rúnar. Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira
Með sigrinum er Evrópudraumur KR á lífi í Pepsi Max-deildinni í fótbolta en tap hefði komið liðinu í nær ómögulega stöðu. Sigurinn var ansi magnaður í ljósi þess að KR-ingar voru manni færri í 80 mínútur, eða frá því að Arnþór Ingi Kristinsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. „Ég er mjög ánægður með framlag leikmannanna í dag. Allir að hlaupa fyrir hvern annan, vorum agressívir og spiluðum góðan fótbolta þrátt fyrir að vera manni færri nánast allan leikinn,“ sagði Rúnar. Hann hafði lítið um rauða spjaldið sem Arnþór fékk á sig að segja: „Ég get ekki dæmt um þessi atriði, hvorugt þeirra. Dómararnir meta þetta svona og við verðum að sætta okkur við það þó að það sé súrt,“ sagði Rúnar. Talsverður hiti var í mönnum innan sem utan vallar í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Auk Arnþórs fékk Kristján Finnbogason, markmannsþjálfari KR, rautt spjald og fimm leikmenn til viðbótar fengu áminningu í fyrri hálfleik: „Þegar það kemur rautt spjald svona á fyrstu mínútunum þá hitnar undir mönnum á bekknum; þjálfurum, aðstoðarþjálfurum og varamönnum beggja liða. Þá fara allir að tjá sína skoðun og það var dálítill hiti hérna, ekki á milli bekkjanna kannski en því var beint dálítið að fjórða dómaranum. Hann róaði okkur alltaf og þetta leystist alltaf. Auðvitað eru menn ósáttir þegar þeim finnst á sig hallað. Við vorum ósáttir og Brynjar og Viktor hinu megin, en dómararnir eru að reyna að gera sitt besta,“ sagði Rúnar, en hvað gerði Kristján af sér? „Hann sá einhverja keilu þarna sem var notuð til að afmarka boðvanginn, sem við þjálfarateymið megum vera inni í, og hann var orðinn eitthvað pirraður, búinn að fá sig fullsaddan, og sparkaði henni inn á völlinn. Hann fékk réttilega rautt spjald fyrir það.“ Oft erfiðara að vera einum fleiri Þrátt fyrir að gengi KR hafi verið undir væntingum í sumar þá er þetta í annað sinn sem að liðið fagnar sigri eftir að hafa misst mann af velli snemma leiks. Liðið vann einnig KA fyrr í sumar með svipuðum hætti og í kvöld: „Það er ekki eins og að við óskum okkur þess að missa menn út af – það er aldrei gott. En það er erfitt að spila gegn 10 leikmönnum. HK lenti í því í dag, KA fyrr í sumar, og við lentum sjálfir í því á móti FH um daginn þar sem við náðum ekki að skora. Það er oft erfiðara að vera einum fleiri þó að það eigi að vera auðveldara. En við náðum að skora þetta eina mark og héldum HK nokkuð langt frá markinu okkar þar til síðustu tíu mínúturnar. Það voru kannski ekki teljandi stór færi frá þeim. Þeir áttu sláarskot en það vantaði nokkuð marga sentímetra upp á að boltinn færi undir slána, og jú eitthvað stangarskot. En ég var aldrei sérstaklega stressaður,“ sagði Rúnar.
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira