Konan segir Dylan hafa misnotað stöðu sína sem þekktur tónlistarmaður og gefið henni bæði áfengi og fíkniefni og misnotað hana kynferðislega í íbúð hans á Chelsea hótelinu í New York.
Talsmaður Dylans segir í viðtali við BBC fréttastofuna að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast og Dylan verði varinn af fullu afli. Málið var dómtekið hjá hæstarétti New York-ríkis á föstudag á grundvelli sérstakra laga ríkisins um vernd barna.
Konan segir meinta misnotkun Dylans hafa valdið henni miklum sálrænum skaða og tilfinningalegu áfalli og fer fram á ótilgreinda upphæð í skaðabætur.
Bob Dylan er einn virtasti tónlistarmaður heims og var sæmdur bókmenntaverðlaunum Nóbels árið 2016.