Forgangsmál að koma þeim Íslendingum sem staddir eru í Kabúl frá Afganistan Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. ágúst 2021 20:01 Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra. egill aðalsteins Utanríkisráðherra segir í forgangi að koma þeim Íslendingum sem staddir eru í Kabúl frá Afganistan. Ríkisstjórnin mun funda á morgun vegna stöðunnar. Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um níu íslenska ríkisborgara í Kabúl, höfuðborg Afganistan, þar sem Talíbanar tóku völdin í fyrradag. Einn Íslendingur er kominn heilu og höldnu til sameinuðu arabísku furstadæmanna. Utanríkisráðherra segir það forgangsmál að koma Íslendingunum frá svæðinu. Hann segir stöðuna grafalvarlega og ekki það sem lagt var upp með. „Þegar þetta var kynnt þá var þetta kynnt með þeim hætti að þeir hefðu í fullu tré til að halda aftur af Talíbönum og öðrum og það að við séum að horfa á þetta með þessum hætti núna kallar á mjög margar spurningar. Eitt er víst að það vantar eitthvað í þessa jöfnu,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að tekið verði á móti fleiri flóttamönnum frá Afganistan? „Það er ekki á mínu borði og núna er flóttamannanefnd að fara yfir þessi mál og við munum auðvitað vinna áfram með alþjóðastofnunum í því að gera hvað við getum til að lina þjáningar þessa fólks.“ Þúsundir örvæntingrafullra borgara reyna nú að komast úr landi og skapaðist ringulreið á flugvellinum í Kabúl þegar fjöldi fólks klifraði yfir girðingar og reyndu að komast um borð í flugvélar á leið úr landi. Hér má sjá hvernig 640 Afganir komu sér fyrir í herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Joe Biden forseti Bandaríkjanna varði ákvörðun sína um að draga Bandarískt herlið frá Afganistan þegar hann ávarpaði bandarísku þjóðina í gærkvöldi. „Bandarískir hermenn geta ekki og ættu ekki að heyja stríð og falla í stríði sem afganskar hersveitir vilja ekki berjast í sjálfar,“ sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. Biden hefur mátt þola harða gagnrýni að undanförnu vegna ákvörðunarinnar um að draga herliðið til baka, ekki síst í ljósi þeirrar dökku framtíðar sem væntanlega bíður kvenna og stúlkna í Afganistan undir stjórn talíbana. Talsmaður Talíbana sagði í dag að konur muni geta sótt sér háskólamenntun og að þær verði ekki neyddar til að klæðast búrkum en þurfi að bera slæður á höfði. Guðlaugur Þór er áhyggjufullur og segir sér í fersku minni hvað gekk á þegar Talíbanar voru síðast við stjórn. „Vonandi verður það ekki aftur þannig en sporin hræða,“ sagði Guðlaugur Þór. Afganistan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Íslendingar erlendis Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um níu íslenska ríkisborgara í Kabúl, höfuðborg Afganistan, þar sem Talíbanar tóku völdin í fyrradag. Einn Íslendingur er kominn heilu og höldnu til sameinuðu arabísku furstadæmanna. Utanríkisráðherra segir það forgangsmál að koma Íslendingunum frá svæðinu. Hann segir stöðuna grafalvarlega og ekki það sem lagt var upp með. „Þegar þetta var kynnt þá var þetta kynnt með þeim hætti að þeir hefðu í fullu tré til að halda aftur af Talíbönum og öðrum og það að við séum að horfa á þetta með þessum hætti núna kallar á mjög margar spurningar. Eitt er víst að það vantar eitthvað í þessa jöfnu,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að tekið verði á móti fleiri flóttamönnum frá Afganistan? „Það er ekki á mínu borði og núna er flóttamannanefnd að fara yfir þessi mál og við munum auðvitað vinna áfram með alþjóðastofnunum í því að gera hvað við getum til að lina þjáningar þessa fólks.“ Þúsundir örvæntingrafullra borgara reyna nú að komast úr landi og skapaðist ringulreið á flugvellinum í Kabúl þegar fjöldi fólks klifraði yfir girðingar og reyndu að komast um borð í flugvélar á leið úr landi. Hér má sjá hvernig 640 Afganir komu sér fyrir í herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Joe Biden forseti Bandaríkjanna varði ákvörðun sína um að draga Bandarískt herlið frá Afganistan þegar hann ávarpaði bandarísku þjóðina í gærkvöldi. „Bandarískir hermenn geta ekki og ættu ekki að heyja stríð og falla í stríði sem afganskar hersveitir vilja ekki berjast í sjálfar,“ sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. Biden hefur mátt þola harða gagnrýni að undanförnu vegna ákvörðunarinnar um að draga herliðið til baka, ekki síst í ljósi þeirrar dökku framtíðar sem væntanlega bíður kvenna og stúlkna í Afganistan undir stjórn talíbana. Talsmaður Talíbana sagði í dag að konur muni geta sótt sér háskólamenntun og að þær verði ekki neyddar til að klæðast búrkum en þurfi að bera slæður á höfði. Guðlaugur Þór er áhyggjufullur og segir sér í fersku minni hvað gekk á þegar Talíbanar voru síðast við stjórn. „Vonandi verður það ekki aftur þannig en sporin hræða,“ sagði Guðlaugur Þór.
Afganistan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Íslendingar erlendis Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira