Borðar tómat til að hafa eitthvað fyrir stafni í einangrun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2021 21:18 Jón Gnarr er smitaður af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr er allur að koma til eftir að hafa greinst með Covid-19 á dögunum. Hann segist hafa glatað bragð- og lystarskyni og borða tómata til að hafa eitthvað fyrir stafni. „Jú, ég er allur á batavegi,“ sagði Jón í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segist hafa verið töluvert veikur fyrstu dagana, nánast eins og einhver hafi eitrað fyrir sér. „Mér fannst þetta eins og ég hefði gleypt óhreint handklæði, blautt handklæði sem hafði legið á gólfinu. Mér leið bara þannig einhvern veginn,“ sagði Jón. Núna finni hann helst fyrir kvefeinkennum auk áðurnefnds skorts á bragð- og lyktarskyni. „Ég finn bara nákvæmlega ekkert bragð að neinu eða lykt. Síðan finnst mér ég líka, ég er vitlausari en ég á að mér að vera. Ég man illa einföldustu hluti. Ég er að horfa á einhvern þátt í sjónvarpinu svo man ég ómögulega hvað hann heitir þannig að ég tékka hvað hann heitir, „já alveg rétt“, svo er ég búinn að gleyma því aftur hvað hann heitir tíu mínútum seinna.“ Hann segist ekki hafa mikla matarlyst. „Ég borðaði tómat í morgun og ég vissi alveg að ég var að borða tómat þó ég fyndi ekkert bragð af honum. Þetta er svona eitthvað til að hafa fyrir stafni,“ sagði Jón hlæjandi. Það vakti töluverða athygli þegar Jón birti myndir úr komusal Keflavíkurflugvallar á dögunum er hann var að koma hingað til lands. Komusalurinn var stútfullur af farþegum á leiðinni hingað til lands, sem allir höfðu safnast saman í einni kös. Jón telur líklegt að hann hafi smitast þar eða á ferðalaginu erlendis þó ekki sé hægt að staðfesta það. Hann fer ófögrum orðum um aðstæðurnar sem mynduðust á Keflavíkurflugvelli þennan dag. „Mér fannst það bara hræðilegt. Þetta er eitthvað það ömurlegasta sem við höfum uppliðað á ferðalagi,“ sagði Jón. Þarna hafi hann og fjölskylda hans verið sett í aðstæður þar sem ómögulegt var að viðhalda þær sóttvarnir sem predikað hefur verið að sé mikilvægt að halda. „Við vorum allt í einu þvinguð inn í aðstæður þar sem við gátum ekkert gert þetta. Við gátum ekki haldið bili við annað fólk,“ sagði Jón. „Þetta var ekki bara einhver ferðatöf, þetta var bara ógnandi, ofboðslega óþægilegt.“ Hann segist losna úr einangrun á næstu dögum, framundan spennandi dagar þangað til. „Ég ætla að reyna að borða annan tómat á morgun. Jafn vel kannski fara í bað í kvöld. Annars bara horfa á sjónvarpið sko.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Matur Tengdar fréttir Jón Gnarr er kominn með Covid-19 Jón Gnarr er einn þeirra 130 sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Hann segist ekki vita hvar hann smitaðist en þó telur hann ekki ólíklegt að það hafi verið í Leifsstöð. 13. ágúst 2021 16:34 Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. 7. ágúst 2021 17:40 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Sjá meira
„Jú, ég er allur á batavegi,“ sagði Jón í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segist hafa verið töluvert veikur fyrstu dagana, nánast eins og einhver hafi eitrað fyrir sér. „Mér fannst þetta eins og ég hefði gleypt óhreint handklæði, blautt handklæði sem hafði legið á gólfinu. Mér leið bara þannig einhvern veginn,“ sagði Jón. Núna finni hann helst fyrir kvefeinkennum auk áðurnefnds skorts á bragð- og lyktarskyni. „Ég finn bara nákvæmlega ekkert bragð að neinu eða lykt. Síðan finnst mér ég líka, ég er vitlausari en ég á að mér að vera. Ég man illa einföldustu hluti. Ég er að horfa á einhvern þátt í sjónvarpinu svo man ég ómögulega hvað hann heitir þannig að ég tékka hvað hann heitir, „já alveg rétt“, svo er ég búinn að gleyma því aftur hvað hann heitir tíu mínútum seinna.“ Hann segist ekki hafa mikla matarlyst. „Ég borðaði tómat í morgun og ég vissi alveg að ég var að borða tómat þó ég fyndi ekkert bragð af honum. Þetta er svona eitthvað til að hafa fyrir stafni,“ sagði Jón hlæjandi. Það vakti töluverða athygli þegar Jón birti myndir úr komusal Keflavíkurflugvallar á dögunum er hann var að koma hingað til lands. Komusalurinn var stútfullur af farþegum á leiðinni hingað til lands, sem allir höfðu safnast saman í einni kös. Jón telur líklegt að hann hafi smitast þar eða á ferðalaginu erlendis þó ekki sé hægt að staðfesta það. Hann fer ófögrum orðum um aðstæðurnar sem mynduðust á Keflavíkurflugvelli þennan dag. „Mér fannst það bara hræðilegt. Þetta er eitthvað það ömurlegasta sem við höfum uppliðað á ferðalagi,“ sagði Jón. Þarna hafi hann og fjölskylda hans verið sett í aðstæður þar sem ómögulegt var að viðhalda þær sóttvarnir sem predikað hefur verið að sé mikilvægt að halda. „Við vorum allt í einu þvinguð inn í aðstæður þar sem við gátum ekkert gert þetta. Við gátum ekki haldið bili við annað fólk,“ sagði Jón. „Þetta var ekki bara einhver ferðatöf, þetta var bara ógnandi, ofboðslega óþægilegt.“ Hann segist losna úr einangrun á næstu dögum, framundan spennandi dagar þangað til. „Ég ætla að reyna að borða annan tómat á morgun. Jafn vel kannski fara í bað í kvöld. Annars bara horfa á sjónvarpið sko.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Matur Tengdar fréttir Jón Gnarr er kominn með Covid-19 Jón Gnarr er einn þeirra 130 sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Hann segist ekki vita hvar hann smitaðist en þó telur hann ekki ólíklegt að það hafi verið í Leifsstöð. 13. ágúst 2021 16:34 Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. 7. ágúst 2021 17:40 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Sjá meira
Jón Gnarr er kominn með Covid-19 Jón Gnarr er einn þeirra 130 sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Hann segist ekki vita hvar hann smitaðist en þó telur hann ekki ólíklegt að það hafi verið í Leifsstöð. 13. ágúst 2021 16:34
Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. 7. ágúst 2021 17:40