Íslenski boltinn

Tveimur leikjum ÍBV frestað vegna smita

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikjum ÍBV gegn Þór og Fjölni hefur verið frestað.
Leikjum ÍBV gegn Þór og Fjölni hefur verið frestað. MYND/@ÍBV.FC

Næstu tveimur leikjum ÍBV í Lengjudeild karla hefur verið frestað vegna fjögurra kórónuveirusmita sem greindust innan liðsins fyrr í dag.

Vísir greindi frá því fyrr í dag að fjórir lykilmenn karlaliðs ÍBV hefðu greinst með kórónaveiruna.

Í framhaldi af því staðfesti Daníel Geir Moritz, formaður ÍBV, í samtali við fótbolti.net að næstu tveimur leikjum liðsins í Lengjudeildinni hafi verið frestað.

Grunur leikur á að fleiri innan hópsins gætu verið smitaðir, og því er allt liðið komið í sóttkví.

Leikirnir tveir sem frestað hefur verið eru útileikir gegn Þór annars vegar, og hinsvegar gegn Fjölni. Eyjamenn eru í harðri baráttu um sæti í Pepsi Max deildinni á næsta tímabili. Liðið er í öðru sæti, sjö stigum fyrir ofan Kórdrengi í því þriðja, sem eiga þó leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×