Sjáðu þegar þessi mamma áttaði sig á því að hún var miklu sterkari en hún hélt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2021 08:01 Svipurinn á Anníe Mist eftir að hún hafði klárað lyftuna var einstakur og sagði svo margt um það sem hún hafði sigrast á. Skjámynd/IG/crossfitgames Endurkoman hjá Anníe Mist Þórisdóttir í hóp hraustustu CrossFit kvenna heims hefur vakið athygli í erlendum fjölmiðlum og þar á meðal hjá Today Show á NBC sjónvarpsstöðinni. Heimasíða Today Show fjallaði um bronsið hjá Anníe Mist sem fór um hálsinn á henni áður en dóttir hennar, Freyja Mist, hélt upp á eins árs afmælið sitt. View this post on Instagram A post shared by TODAY (@todayshow) Fyrirsögnin á greininni er tengd því þegar Anníe lyfti 200 pundum í snörun á heimsleikunum í tólftu grein leikanna sem eru 90,7 kíló. Anníe Mist var mjög hissa á því að lyfta þessari þyngd og það náðist skemmtilega á mynd. Fyrirsögnin er: Sjáðu þegar þessi mamma áttaði sig á því að hún var miklu sterkari en hún hélt. Það má sjá Instagram færslu Today þáttarins hér fyrir neðan. Undirfyrirsögnin er líka dramatísk: „Eftir að Anníe Þórisdóttir eignaðist dóttur sína árið 2020 þá vissi hún ekki hvort hún gæti keppt aftur í CrossFit“ en þar er vísað í það að læknir talaði um það við Anníe að það gæti vel orðið raunin. „Fæðingin var erfið og ég missti mikið blóð. Ég kom talsvert meidd út úr fæðingunni. Ég fór úr því að vera sjálfstæð og í besta formi lífsins í það að þekkja ekki líkamann minn og að finnast ég ekki vera ég,“ sagði Anníe í viðtalinu við Kait Hanson. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) „Markmiðið var ekki beint að keppa á heimsleikunum í CrossFit heldur að finna sjálfa mig á ný,“ sagði Anníe. „Læknirinn vissi að ég væri atvinnumaður í íþróttum og hún sagði við mig: Þú getur mögulega ekki orðið nóg sterk aftur í mjaðmagrindinni,“ sagði Anníe. „Ég hata það þegar læknar segja svona. Sem manneskjur þá erum við aldrei að leita eftir því að verða þau sömu og áður heldur ætlum við okkur að vera betri,“ sagði Anníe. Blaðamaður Today Show hefur það líka eftir Justin Bergh, sem er varaforseti hjá CrossFit fyrirtækinu, að endurkoma Anníe hafi verið nokkurs konar kraftaverk. Þá var komið að snöruninni í grein tólf á heimsleikunum. Anníe mistókst í fyrstu tilraun og hafði ekki langan tíma til að reyna aftur. „Þegar hún klikkaði á fyrstu tilrauninni þá hafði hún bara nokkrar sekúndur til að reyna aftur. Tíu þúsund áhorfendur í stúkunni öskruðu hana áfram og hún nýtti sér meira en áratugar reynslu sem atvinnuíþróttamaður og náði þyngdinni upp rétt áður en flautan gall,“ sagði Justin Bergh. Úr varð einstakur svipur hjá Anníe Mist sem er þegar búinn að fá sinn sess í CrossFit sögunni. „Ég var bara svo ótrúlega hissa og svo spennt að hafa náð þessari þyngd upp. Mér leið eins og öll þessi mikla vinna hafði skilað mér þessu á þessari stundu. Ég hafði ákveðin markmið fyrir heimsleikana og þetta toppaði allt á listanum,“ sagði Anníe Mist en það má lesa allt viðtalið við hana hér. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) CrossFit Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira
Heimasíða Today Show fjallaði um bronsið hjá Anníe Mist sem fór um hálsinn á henni áður en dóttir hennar, Freyja Mist, hélt upp á eins árs afmælið sitt. View this post on Instagram A post shared by TODAY (@todayshow) Fyrirsögnin á greininni er tengd því þegar Anníe lyfti 200 pundum í snörun á heimsleikunum í tólftu grein leikanna sem eru 90,7 kíló. Anníe Mist var mjög hissa á því að lyfta þessari þyngd og það náðist skemmtilega á mynd. Fyrirsögnin er: Sjáðu þegar þessi mamma áttaði sig á því að hún var miklu sterkari en hún hélt. Það má sjá Instagram færslu Today þáttarins hér fyrir neðan. Undirfyrirsögnin er líka dramatísk: „Eftir að Anníe Þórisdóttir eignaðist dóttur sína árið 2020 þá vissi hún ekki hvort hún gæti keppt aftur í CrossFit“ en þar er vísað í það að læknir talaði um það við Anníe að það gæti vel orðið raunin. „Fæðingin var erfið og ég missti mikið blóð. Ég kom talsvert meidd út úr fæðingunni. Ég fór úr því að vera sjálfstæð og í besta formi lífsins í það að þekkja ekki líkamann minn og að finnast ég ekki vera ég,“ sagði Anníe í viðtalinu við Kait Hanson. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) „Markmiðið var ekki beint að keppa á heimsleikunum í CrossFit heldur að finna sjálfa mig á ný,“ sagði Anníe. „Læknirinn vissi að ég væri atvinnumaður í íþróttum og hún sagði við mig: Þú getur mögulega ekki orðið nóg sterk aftur í mjaðmagrindinni,“ sagði Anníe. „Ég hata það þegar læknar segja svona. Sem manneskjur þá erum við aldrei að leita eftir því að verða þau sömu og áður heldur ætlum við okkur að vera betri,“ sagði Anníe. Blaðamaður Today Show hefur það líka eftir Justin Bergh, sem er varaforseti hjá CrossFit fyrirtækinu, að endurkoma Anníe hafi verið nokkurs konar kraftaverk. Þá var komið að snöruninni í grein tólf á heimsleikunum. Anníe mistókst í fyrstu tilraun og hafði ekki langan tíma til að reyna aftur. „Þegar hún klikkaði á fyrstu tilrauninni þá hafði hún bara nokkrar sekúndur til að reyna aftur. Tíu þúsund áhorfendur í stúkunni öskruðu hana áfram og hún nýtti sér meira en áratugar reynslu sem atvinnuíþróttamaður og náði þyngdinni upp rétt áður en flautan gall,“ sagði Justin Bergh. Úr varð einstakur svipur hjá Anníe Mist sem er þegar búinn að fá sinn sess í CrossFit sögunni. „Ég var bara svo ótrúlega hissa og svo spennt að hafa náð þessari þyngd upp. Mér leið eins og öll þessi mikla vinna hafði skilað mér þessu á þessari stundu. Ég hafði ákveðin markmið fyrir heimsleikana og þetta toppaði allt á listanum,“ sagði Anníe Mist en það má lesa allt viðtalið við hana hér. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
CrossFit Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira