Fyrstu mánuðir Maríu hjá Man. United voru þeir erfiðustu á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2021 09:01 María Þórisdóttir í leik með liði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Visionhaus Norsk-íslenska knattspyrnukonan María Þórisdóttir hefur gert upp fyrstu mánuði sína sem leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United. María Þórisdóttir yfirgaf Chelsea á miðju síðasta tímabili og samdi við Manchester United. Hún spilaði fyrsta leikinn með United liðinu 7. febrúar. María ræddi þessa fyrstu mánuði hjá United í viðtali við Verdens Gang og þessi 28 ára gamli miðvörður viðurkenndi að þetta hafi ekki verið auðveld byrjun. Thorisdottir har lagt bak seg den vonde tiden https://t.co/dJwHso8IXd— VG Sporten (@vgsporten) August 17, 2021 „Þetta var erfitt og erfiðasti tíminn á mínum ferli. Ég kom á miðju tímabili, kórónuveiran var í gangi og ég hafði ekki séð fjölskyldu mína í heila eilífð,“ sagði María í viðtalinu við VG en hún er dóttir íslenska handboltaþjálfarans Þóris Hergeirssonar og hinnar norsku Kirsten Gaard. „Ég var ekki ég sjálf hvað varðar fótboltann og það var fullt af hlutum sem gengu ekki upp hjá mér,“ sagði María. María gekk í gegnum erfiða tíma hjá Manchester UNited í fyrra.Getty/Robbie Jay Barratt María komst heim til Jæren í Noregi í sumar og hefur fundið sig sjálfa á ný. „Ég náði að hlaða batteríin og núna vil ég sýna öllum hver ég er. Þeir hjá United hafa ekki séð þá útgáfu af Maríu,“ sagði María. „Nú þekki ég liðið betur og er meira inn í æfingaaðferðunum. Ég veit hvað er í gangi og minn tími byrjar núna,“ sagði María. María spilaði með Chelsea frá 2017 til 2021 en hún hefur líka leikið 49 landsleiki fyrir Noreg. Manchester United liðið endaði í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en María segir að liðið ætli sér að berjast við titilinn á nýju tímabilið við Chelsea, Manchester City og Arsenal. „Við höfum misst nokkra leikmenn en við höfum líka fengið góða leikmenn í staðinn. Ég held að við getum verið mjög góðar. Við erum með sterkara lið en í fyrra. Ég veit líka að félagið ætlar sér að ná í fleiri leikmenn,“ sagði María. „Það eru fleiri lið sem hafa náð í nýja leikmenn og ekki bara toppliðin. Þess vegna held ég að enska úrvalsdeildin hafi aldrei verið betri. Þetta verður mjög spennandi tímabil,“ sagði María. Enjoying pre season camp with my norwegian friend pic.twitter.com/tup8HTXDCu— Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) August 17, 2021 Enski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sjá meira
María Þórisdóttir yfirgaf Chelsea á miðju síðasta tímabili og samdi við Manchester United. Hún spilaði fyrsta leikinn með United liðinu 7. febrúar. María ræddi þessa fyrstu mánuði hjá United í viðtali við Verdens Gang og þessi 28 ára gamli miðvörður viðurkenndi að þetta hafi ekki verið auðveld byrjun. Thorisdottir har lagt bak seg den vonde tiden https://t.co/dJwHso8IXd— VG Sporten (@vgsporten) August 17, 2021 „Þetta var erfitt og erfiðasti tíminn á mínum ferli. Ég kom á miðju tímabili, kórónuveiran var í gangi og ég hafði ekki séð fjölskyldu mína í heila eilífð,“ sagði María í viðtalinu við VG en hún er dóttir íslenska handboltaþjálfarans Þóris Hergeirssonar og hinnar norsku Kirsten Gaard. „Ég var ekki ég sjálf hvað varðar fótboltann og það var fullt af hlutum sem gengu ekki upp hjá mér,“ sagði María. María gekk í gegnum erfiða tíma hjá Manchester UNited í fyrra.Getty/Robbie Jay Barratt María komst heim til Jæren í Noregi í sumar og hefur fundið sig sjálfa á ný. „Ég náði að hlaða batteríin og núna vil ég sýna öllum hver ég er. Þeir hjá United hafa ekki séð þá útgáfu af Maríu,“ sagði María. „Nú þekki ég liðið betur og er meira inn í æfingaaðferðunum. Ég veit hvað er í gangi og minn tími byrjar núna,“ sagði María. María spilaði með Chelsea frá 2017 til 2021 en hún hefur líka leikið 49 landsleiki fyrir Noreg. Manchester United liðið endaði í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en María segir að liðið ætli sér að berjast við titilinn á nýju tímabilið við Chelsea, Manchester City og Arsenal. „Við höfum misst nokkra leikmenn en við höfum líka fengið góða leikmenn í staðinn. Ég held að við getum verið mjög góðar. Við erum með sterkara lið en í fyrra. Ég veit líka að félagið ætlar sér að ná í fleiri leikmenn,“ sagði María. „Það eru fleiri lið sem hafa náð í nýja leikmenn og ekki bara toppliðin. Þess vegna held ég að enska úrvalsdeildin hafi aldrei verið betri. Þetta verður mjög spennandi tímabil,“ sagði María. Enjoying pre season camp with my norwegian friend pic.twitter.com/tup8HTXDCu— Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) August 17, 2021
Enski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL Sport ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sjá meira