Harmar misskilning og býður fólki að kjósa aftur Snorri Másson skrifar 18. ágúst 2021 12:42 Sigríður Kristinsdóttir er sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Aðsend mynd Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu harmar misskilning sem varð á milli starfsmanns embættisins og kjósanda í Reykjavík þegar sá ætlaði að kjósa í þingkosningum utan kjörfundar í vikunni. Misskilningurinn virðist að sögn sýslumannsins hafa verið kjósandans, sem vildi vita hvaða listabókstaf Sósíalistaflokkurinn hefði á kjörseðlinum í ár. Kjósendur þurfa enda núna að skrifa sjálfir listabókstaf þann sem atkvæði þeirra á að fara til. Kjósandanum var afhentur listi yfir listabókstafi ólíkra framboða, en þar er Sósíalistaflokkurinn hafður í neðri flokk nýrra framboða, ásamt tveimur öðrum framboðum sem bæst hafa við flóruna frá því að síðustu kosningar fóru fram. Kjósandinn segir síðan að honum hafi verið sagt að framboð Sósíalista hafi ekki verið skráð, skráning þess væri gömul og ekki gild. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður segir hins vegar að umræddur starfsmaður kveðist ekki hafa gefið umræddar upplýsingar. „Við teljum að það hafi ekki verið þannig. Ég kannast ekki við það en hafi það verið gert harma ég það, enda ekki réttar upplýsingar. Það hefur orðið misskilningur, sem ég harma, en vil benda fólkinu á að það geti kosið aftur,“ segir Sigríður. Fólk sem kýs utan kjörfundar má kjósa eins oft og það vill og yngsta atkvæði gildir. Ráðuneyti Áslaugar Örnu hafi ekki gætt að jafnræðisgrundvelli framboða Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.Vísir Gunnar Smári Egilsson, oddviti sósíalista í Reykjavík norður, sendi sýslumanni og ráðuneyti athugasemd þar sem hann sagði að framsetningin á listanum gæfi til kynna að sósíalistar væru í öðrum flokki en aðrir stjórnmálaflokkar. Sigríður segist ekki vera sammála Gunnari. „Við afhendum bara auglýsingu sem hefur birst í Stjórnartíðindum,“ segir Sigríður. Hún fellst þó á að auglýsingin geti verið ruglandi enda standi til dæmis ekki að Sósíalistaflokkurinn sé í framboði til þings. Það er þó ekki enn staðfest stjórnsýslulega enda framboðsfrestur enn ekki liðinn. Að sönnu hefur flokknum þó verið úthlutað listabókstaf. Gunnar Smári segir í samtali við fréttastofu að ekkert sé öðruvísi við framboð sósíalista miðað við önnur framboð. Því sé fráleitt að bera það fram með fyrirvara við kjósendur. Auglýsingin sem fólki er rétt ef það biður um listabókstafi flokkanna.Stjórnartíðindi „Þessi aðgreining býður upp á alls kyns misskilning eða mistúlkun, sem kjósendurnir eru að vísa til. Það er grundvallaratriði í frjálsum kosningum að allir valkostir séu bornir fram á jafnræðisgrundvelli. Dómsmálaráðuneyti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur hefur ekki gætt að því,“ segir Gunnar Smári. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september. 12. ágúst 2021 17:07 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Misskilningurinn virðist að sögn sýslumannsins hafa verið kjósandans, sem vildi vita hvaða listabókstaf Sósíalistaflokkurinn hefði á kjörseðlinum í ár. Kjósendur þurfa enda núna að skrifa sjálfir listabókstaf þann sem atkvæði þeirra á að fara til. Kjósandanum var afhentur listi yfir listabókstafi ólíkra framboða, en þar er Sósíalistaflokkurinn hafður í neðri flokk nýrra framboða, ásamt tveimur öðrum framboðum sem bæst hafa við flóruna frá því að síðustu kosningar fóru fram. Kjósandinn segir síðan að honum hafi verið sagt að framboð Sósíalista hafi ekki verið skráð, skráning þess væri gömul og ekki gild. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður segir hins vegar að umræddur starfsmaður kveðist ekki hafa gefið umræddar upplýsingar. „Við teljum að það hafi ekki verið þannig. Ég kannast ekki við það en hafi það verið gert harma ég það, enda ekki réttar upplýsingar. Það hefur orðið misskilningur, sem ég harma, en vil benda fólkinu á að það geti kosið aftur,“ segir Sigríður. Fólk sem kýs utan kjörfundar má kjósa eins oft og það vill og yngsta atkvæði gildir. Ráðuneyti Áslaugar Örnu hafi ekki gætt að jafnræðisgrundvelli framboða Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.Vísir Gunnar Smári Egilsson, oddviti sósíalista í Reykjavík norður, sendi sýslumanni og ráðuneyti athugasemd þar sem hann sagði að framsetningin á listanum gæfi til kynna að sósíalistar væru í öðrum flokki en aðrir stjórnmálaflokkar. Sigríður segist ekki vera sammála Gunnari. „Við afhendum bara auglýsingu sem hefur birst í Stjórnartíðindum,“ segir Sigríður. Hún fellst þó á að auglýsingin geti verið ruglandi enda standi til dæmis ekki að Sósíalistaflokkurinn sé í framboði til þings. Það er þó ekki enn staðfest stjórnsýslulega enda framboðsfrestur enn ekki liðinn. Að sönnu hefur flokknum þó verið úthlutað listabókstaf. Gunnar Smári segir í samtali við fréttastofu að ekkert sé öðruvísi við framboð sósíalista miðað við önnur framboð. Því sé fráleitt að bera það fram með fyrirvara við kjósendur. Auglýsingin sem fólki er rétt ef það biður um listabókstafi flokkanna.Stjórnartíðindi „Þessi aðgreining býður upp á alls kyns misskilning eða mistúlkun, sem kjósendurnir eru að vísa til. Það er grundvallaratriði í frjálsum kosningum að allir valkostir séu bornir fram á jafnræðisgrundvelli. Dómsmálaráðuneyti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur hefur ekki gætt að því,“ segir Gunnar Smári.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september. 12. ágúst 2021 17:07 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september. 12. ágúst 2021 17:07