Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Eiður Þór Árnason skrifar 18. ágúst 2021 16:13 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vill fara hægt í sakirnar. Vísir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. Nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi var afhent fjölmiðlum í dag. Þar leggur Þórólfur til að 200 manna samkomubann og eins metra regla muni gilda næstu mánuðina hið minnsta, og að innanlandsaðgerðum verði ekki aflétt á meðan Covid-19 geisar enn í heiminum. Vilja taka eitt skref í einu Svandís sat fyrir svörum um framtíð sóttvarnaaðgerða í Pallborðinu á Vísi í dag ásamt Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Aðspurð um hvort 200 manna samkomubann verði raunin næstu misseri sagði Svandís að minnisblaðið væri bara eitt af þeim gögnum sem ríkisstjórnin væri með til skoðunar á meðan hún ræðir framtíðarfyrirkomulag takmarkana. „Við erum ekki að taka afstöðu til þess á þessum tímapunkti. Núna erum við með 200 manna samkomubann og næsta skref er að spyrja okkur hvernig við ætlum að ljúka þessari bylgju. Þessar tillögur Þórólfs snúast um það hvernig við ætlum að fara inn í lengri framtíð en ekki hvernig við ætlum að stemma stigu við akkúrat þessari bylgju sem við erum að glíma við í dag.“ „Hann er að senda mér þetta sem sitt innlegg til lengri framtíðar. Þannig að þessar tillögur eru ekki til þess að afgreiða þær með samþykkt eða synjun akkúrat á þessum tímapunkti heldur miklu frekar til þess að þær séu partur af samtalinu,“ sagði Svandís jafnframt um minnisblaðið. Verði að fylgja sóttvarnalögum Núgildandi innanlandstakmarkanir gilda til og með 27. ágúst en Svandís leggur áherslu á að um sé að ræða óvenjulegt minnisblað sem verði ekki lagt til grundvallar næstu aðgerðum. „Eins og málin liggja þá sendir sóttvarnarlæknir mér tillögur sem lúta að næstu aðgerðum á grundvelli sóttvarnalaga en þarna er hann að meira að koma með tillögur sínar um framtíðarsýn inn í næstu mánuði og misseri.“ Samkvæmt lögum verði stjórnvöld ávallt að taka ákvarðanir sem eru byggðar á þeirri lýðheilsuógn sem blasi við á hverjum tíma. „Á grundvelli sóttvarnalaga getum við ekki sett einhverjar takmarkanir inn í mánuði, misseri og ég tala nú ekki um lengri tíma. En hins vegar þurfa stjórnvöld og samfélagið að stilla saman strengi um það hvernig við sjáum þetta fyrir okkur. Er möguleiki að partur af þeirri framtíðarsýn sé að vera með takmarkanir af þessu tagi? Mér finnst það vera eitt að því sem við þurfum að ræða um.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ræddi minnisblaðið í þættinum Pallborðið á Vísi í dag. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Tengdar fréttir Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27 Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi var afhent fjölmiðlum í dag. Þar leggur Þórólfur til að 200 manna samkomubann og eins metra regla muni gilda næstu mánuðina hið minnsta, og að innanlandsaðgerðum verði ekki aflétt á meðan Covid-19 geisar enn í heiminum. Vilja taka eitt skref í einu Svandís sat fyrir svörum um framtíð sóttvarnaaðgerða í Pallborðinu á Vísi í dag ásamt Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Aðspurð um hvort 200 manna samkomubann verði raunin næstu misseri sagði Svandís að minnisblaðið væri bara eitt af þeim gögnum sem ríkisstjórnin væri með til skoðunar á meðan hún ræðir framtíðarfyrirkomulag takmarkana. „Við erum ekki að taka afstöðu til þess á þessum tímapunkti. Núna erum við með 200 manna samkomubann og næsta skref er að spyrja okkur hvernig við ætlum að ljúka þessari bylgju. Þessar tillögur Þórólfs snúast um það hvernig við ætlum að fara inn í lengri framtíð en ekki hvernig við ætlum að stemma stigu við akkúrat þessari bylgju sem við erum að glíma við í dag.“ „Hann er að senda mér þetta sem sitt innlegg til lengri framtíðar. Þannig að þessar tillögur eru ekki til þess að afgreiða þær með samþykkt eða synjun akkúrat á þessum tímapunkti heldur miklu frekar til þess að þær séu partur af samtalinu,“ sagði Svandís jafnframt um minnisblaðið. Verði að fylgja sóttvarnalögum Núgildandi innanlandstakmarkanir gilda til og með 27. ágúst en Svandís leggur áherslu á að um sé að ræða óvenjulegt minnisblað sem verði ekki lagt til grundvallar næstu aðgerðum. „Eins og málin liggja þá sendir sóttvarnarlæknir mér tillögur sem lúta að næstu aðgerðum á grundvelli sóttvarnalaga en þarna er hann að meira að koma með tillögur sínar um framtíðarsýn inn í næstu mánuði og misseri.“ Samkvæmt lögum verði stjórnvöld ávallt að taka ákvarðanir sem eru byggðar á þeirri lýðheilsuógn sem blasi við á hverjum tíma. „Á grundvelli sóttvarnalaga getum við ekki sett einhverjar takmarkanir inn í mánuði, misseri og ég tala nú ekki um lengri tíma. En hins vegar þurfa stjórnvöld og samfélagið að stilla saman strengi um það hvernig við sjáum þetta fyrir okkur. Er möguleiki að partur af þeirri framtíðarsýn sé að vera með takmarkanir af þessu tagi? Mér finnst það vera eitt að því sem við þurfum að ræða um.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ræddi minnisblaðið í þættinum Pallborðið á Vísi í dag. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Tengdar fréttir Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27 Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27
Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26