Sér ekki hvernig hefði verið hægt að komast hjá ringulreið á flugvellinum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. ágúst 2021 00:01 Biden segir að um 50 til 65 þúsund Afganar vilji flýja land með fjölskyldur sínar með hjálp Bandaríkjamanna. getty/Anna Moneymaker Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að það sé vel hugsanlegt að bandarískir hermenn verði lengur í Afganistan en til 31. ágúst ef ekki hefur tekist að koma öllum Bandaríkjamönnum úr landinu fyrir þann tíma. Hann sér ekki hvernig hægt hefði verið að komast hjá ringulreið á flugvellinum í Kabúl síðasta mánudag. Forsetinn sagði í viðtali hjá miðlinum ABC í dag að hann væri staðráðinn í því að koma öllum borgurum sínum frá landinu eftir valdatöku talibana. Spurður hvort Bandaríkjamenn úti geti þá reiknað með að bandarískt herlið verði úti fram í september sagði Biden: „Nei, Bandaríkjamenn verða að skilja að við erum að reyna að klára brottflutning allra fyrir 31. ágúst. Ef það verða enn bandarískir ríkisborgarar eftir þá verðum við að bíða og ná þeim öllum burtu.“ Óljóst er hvort þetta nái einnig til þeirra Afgana sem hafa unnið náið með Bandaríkjamönnum í stríðinu en Biden segist gera ráð fyrir því að um 50 til 65 þúsund Afganar séu að reyna að komast úr landi með fjölskyldur sínar. Til að hægt verði að koma þeim öllum burt fyrir lok mánaðar segir hann að Bandaríkjamenn verði að auka í ferðir sínar til og frá flugvellinum. Hann var þá spurður í viðtalinu hvað hefði farið úrskeiðis á flugvellinum á mánudag þegar upplausn greip um sig. Um 640 Afganar tróðu sér þá til dæmis í C-17 herflutningavél Bandaríkjamanna sem ákváðu að taka á loft með þá um borð í stað þess að reyna að reka þá út. Einhverjir reyndu að hanga utan á vélinni en féllu til jarðar skömmu eftir flugtak og létu lífið. „Ég held ekki að þetta hafi verið nein mistök,“ sagði Biden og bætti svo við síðar í viðtalinu þegar hann var spurður nánar út í þetta: „Nei, ég held ekki að það hefði verið hægt að gera neitt betur þarna. Hugmyndin um að það hefði verið hægt að komast burt án þess að það gripi um sig ringulreið… ég sé ekki hvernig það hefði átt að gerast.“ Afganistan Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Vonsvikinn og leitar svara um móttöku afgansks flóttafólks Afgani sem er búsettur hér á landi tekur lítið mark á yfirlýsingum Talibana um betrun. Hann kallar eftir að íslensk stjórnvöld marki skýra stefnu í móttöku flóttafólks og segist alls staðar hafa komið að lokuðum dyrum hjá íslenskum stjórnvöldum. 18. ágúst 2021 18:31 Heilagir nemendur í þrjátíu ár Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001. 18. ágúst 2021 06:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira
Forsetinn sagði í viðtali hjá miðlinum ABC í dag að hann væri staðráðinn í því að koma öllum borgurum sínum frá landinu eftir valdatöku talibana. Spurður hvort Bandaríkjamenn úti geti þá reiknað með að bandarískt herlið verði úti fram í september sagði Biden: „Nei, Bandaríkjamenn verða að skilja að við erum að reyna að klára brottflutning allra fyrir 31. ágúst. Ef það verða enn bandarískir ríkisborgarar eftir þá verðum við að bíða og ná þeim öllum burtu.“ Óljóst er hvort þetta nái einnig til þeirra Afgana sem hafa unnið náið með Bandaríkjamönnum í stríðinu en Biden segist gera ráð fyrir því að um 50 til 65 þúsund Afganar séu að reyna að komast úr landi með fjölskyldur sínar. Til að hægt verði að koma þeim öllum burt fyrir lok mánaðar segir hann að Bandaríkjamenn verði að auka í ferðir sínar til og frá flugvellinum. Hann var þá spurður í viðtalinu hvað hefði farið úrskeiðis á flugvellinum á mánudag þegar upplausn greip um sig. Um 640 Afganar tróðu sér þá til dæmis í C-17 herflutningavél Bandaríkjamanna sem ákváðu að taka á loft með þá um borð í stað þess að reyna að reka þá út. Einhverjir reyndu að hanga utan á vélinni en féllu til jarðar skömmu eftir flugtak og létu lífið. „Ég held ekki að þetta hafi verið nein mistök,“ sagði Biden og bætti svo við síðar í viðtalinu þegar hann var spurður nánar út í þetta: „Nei, ég held ekki að það hefði verið hægt að gera neitt betur þarna. Hugmyndin um að það hefði verið hægt að komast burt án þess að það gripi um sig ringulreið… ég sé ekki hvernig það hefði átt að gerast.“
Afganistan Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Vonsvikinn og leitar svara um móttöku afgansks flóttafólks Afgani sem er búsettur hér á landi tekur lítið mark á yfirlýsingum Talibana um betrun. Hann kallar eftir að íslensk stjórnvöld marki skýra stefnu í móttöku flóttafólks og segist alls staðar hafa komið að lokuðum dyrum hjá íslenskum stjórnvöldum. 18. ágúst 2021 18:31 Heilagir nemendur í þrjátíu ár Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001. 18. ágúst 2021 06:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira
Vonsvikinn og leitar svara um móttöku afgansks flóttafólks Afgani sem er búsettur hér á landi tekur lítið mark á yfirlýsingum Talibana um betrun. Hann kallar eftir að íslensk stjórnvöld marki skýra stefnu í móttöku flóttafólks og segist alls staðar hafa komið að lokuðum dyrum hjá íslenskum stjórnvöldum. 18. ágúst 2021 18:31
Heilagir nemendur í þrjátíu ár Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001. 18. ágúst 2021 06:00