Sér ekki hvernig hefði verið hægt að komast hjá ringulreið á flugvellinum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. ágúst 2021 00:01 Biden segir að um 50 til 65 þúsund Afganar vilji flýja land með fjölskyldur sínar með hjálp Bandaríkjamanna. getty/Anna Moneymaker Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að það sé vel hugsanlegt að bandarískir hermenn verði lengur í Afganistan en til 31. ágúst ef ekki hefur tekist að koma öllum Bandaríkjamönnum úr landinu fyrir þann tíma. Hann sér ekki hvernig hægt hefði verið að komast hjá ringulreið á flugvellinum í Kabúl síðasta mánudag. Forsetinn sagði í viðtali hjá miðlinum ABC í dag að hann væri staðráðinn í því að koma öllum borgurum sínum frá landinu eftir valdatöku talibana. Spurður hvort Bandaríkjamenn úti geti þá reiknað með að bandarískt herlið verði úti fram í september sagði Biden: „Nei, Bandaríkjamenn verða að skilja að við erum að reyna að klára brottflutning allra fyrir 31. ágúst. Ef það verða enn bandarískir ríkisborgarar eftir þá verðum við að bíða og ná þeim öllum burtu.“ Óljóst er hvort þetta nái einnig til þeirra Afgana sem hafa unnið náið með Bandaríkjamönnum í stríðinu en Biden segist gera ráð fyrir því að um 50 til 65 þúsund Afganar séu að reyna að komast úr landi með fjölskyldur sínar. Til að hægt verði að koma þeim öllum burt fyrir lok mánaðar segir hann að Bandaríkjamenn verði að auka í ferðir sínar til og frá flugvellinum. Hann var þá spurður í viðtalinu hvað hefði farið úrskeiðis á flugvellinum á mánudag þegar upplausn greip um sig. Um 640 Afganar tróðu sér þá til dæmis í C-17 herflutningavél Bandaríkjamanna sem ákváðu að taka á loft með þá um borð í stað þess að reyna að reka þá út. Einhverjir reyndu að hanga utan á vélinni en féllu til jarðar skömmu eftir flugtak og létu lífið. „Ég held ekki að þetta hafi verið nein mistök,“ sagði Biden og bætti svo við síðar í viðtalinu þegar hann var spurður nánar út í þetta: „Nei, ég held ekki að það hefði verið hægt að gera neitt betur þarna. Hugmyndin um að það hefði verið hægt að komast burt án þess að það gripi um sig ringulreið… ég sé ekki hvernig það hefði átt að gerast.“ Afganistan Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Vonsvikinn og leitar svara um móttöku afgansks flóttafólks Afgani sem er búsettur hér á landi tekur lítið mark á yfirlýsingum Talibana um betrun. Hann kallar eftir að íslensk stjórnvöld marki skýra stefnu í móttöku flóttafólks og segist alls staðar hafa komið að lokuðum dyrum hjá íslenskum stjórnvöldum. 18. ágúst 2021 18:31 Heilagir nemendur í þrjátíu ár Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001. 18. ágúst 2021 06:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Forsetinn sagði í viðtali hjá miðlinum ABC í dag að hann væri staðráðinn í því að koma öllum borgurum sínum frá landinu eftir valdatöku talibana. Spurður hvort Bandaríkjamenn úti geti þá reiknað með að bandarískt herlið verði úti fram í september sagði Biden: „Nei, Bandaríkjamenn verða að skilja að við erum að reyna að klára brottflutning allra fyrir 31. ágúst. Ef það verða enn bandarískir ríkisborgarar eftir þá verðum við að bíða og ná þeim öllum burtu.“ Óljóst er hvort þetta nái einnig til þeirra Afgana sem hafa unnið náið með Bandaríkjamönnum í stríðinu en Biden segist gera ráð fyrir því að um 50 til 65 þúsund Afganar séu að reyna að komast úr landi með fjölskyldur sínar. Til að hægt verði að koma þeim öllum burt fyrir lok mánaðar segir hann að Bandaríkjamenn verði að auka í ferðir sínar til og frá flugvellinum. Hann var þá spurður í viðtalinu hvað hefði farið úrskeiðis á flugvellinum á mánudag þegar upplausn greip um sig. Um 640 Afganar tróðu sér þá til dæmis í C-17 herflutningavél Bandaríkjamanna sem ákváðu að taka á loft með þá um borð í stað þess að reyna að reka þá út. Einhverjir reyndu að hanga utan á vélinni en féllu til jarðar skömmu eftir flugtak og létu lífið. „Ég held ekki að þetta hafi verið nein mistök,“ sagði Biden og bætti svo við síðar í viðtalinu þegar hann var spurður nánar út í þetta: „Nei, ég held ekki að það hefði verið hægt að gera neitt betur þarna. Hugmyndin um að það hefði verið hægt að komast burt án þess að það gripi um sig ringulreið… ég sé ekki hvernig það hefði átt að gerast.“
Afganistan Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Vonsvikinn og leitar svara um móttöku afgansks flóttafólks Afgani sem er búsettur hér á landi tekur lítið mark á yfirlýsingum Talibana um betrun. Hann kallar eftir að íslensk stjórnvöld marki skýra stefnu í móttöku flóttafólks og segist alls staðar hafa komið að lokuðum dyrum hjá íslenskum stjórnvöldum. 18. ágúst 2021 18:31 Heilagir nemendur í þrjátíu ár Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001. 18. ágúst 2021 06:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Vonsvikinn og leitar svara um móttöku afgansks flóttafólks Afgani sem er búsettur hér á landi tekur lítið mark á yfirlýsingum Talibana um betrun. Hann kallar eftir að íslensk stjórnvöld marki skýra stefnu í móttöku flóttafólks og segist alls staðar hafa komið að lokuðum dyrum hjá íslenskum stjórnvöldum. 18. ágúst 2021 18:31
Heilagir nemendur í þrjátíu ár Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001. 18. ágúst 2021 06:00