Læknar sögðu hann heppinn að vera á lífi en hann er mættur aftur í ensku deildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2021 09:01 Raul Jimenez liggur í grasinu eftir atvikið en sem betur fer fór allt vel. EPA-EFE/John Walton Endurkoma framherja Úlfanna var ein af stóru fréttunum frá fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Raul Jimenez talaði um það að honum liði nú eins og leikmanni á ný eftir að hafa spilað sinn fyrsta úrvalsdeildarleik síðan í nóvember þegar hann höfuðkúpubrotnaði í leik á móti Arsenal. Raúl Jiménez: The doctors told me it was a miracle to still be there | interview by @Paul_Doyle https://t.co/89U2I8RmUt— Guardian sport (@guardian_sport) August 17, 2021 Jimenez spilaði allar níutíu mínúturnar þegar Wolves tapaði 1-0 á útivelli á móti Leicester City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Breska ríkisútvarpið ræddi við kappann um endurkomuna. „Ég hélt alltaf að ég færi aftur að gera það sem ég elska þegar ég myndi ná mér. Ég velti því aldrei fyrir mér að leggja skóna á hilluna. Það var möguleiki en ég hafði alltaf trú á endurkomu,“ sagði Raul Jimenez í viðtalinu. Jimenez má alveg skalla boltann á æfingum sem og auðvitað í leikjum. Félagið heldur þó utan um það hversu oft hann skallar boltann. Doctors told Raul Jimenez he was lucky to be alive after his skull fracture.Now he's back playing football again pic.twitter.com/g87aeiLLeA— B/R Football (@brfootball) August 18, 2021 Jimenez man ekki eftir atvikinu en það síðasta sem hann man er að ganga frá fötunum sínum í búningsklefanum fyrir leikinn. Það næsta sem hann man er að vakna upp á sjúkrahúsinu. Þess vegna getur hann kannski horft aftur á atvikið frá því í nóvember í fyrra. Í raun var hann mjög heppinn að ekki fór verr. „Læknarnir sögðu við mig að það væri kraftaverk að ég væri hér enn,“ sagði Jimenez í viðtali við Guardian en höfuðkúpan brotnaði og það blæddi aðeins inn á heilann. „Blæðingin þrýsti á heilann og því varð ég að komast sem fyrst í aðgerð. Læknarnir gerðu vel,“ sagði Jimenez Læknarnir vöruðu hann við því eftir aðgerðina að svo gæti farið að hann spilaði ekki fótbolta aftur. „Læknarnir sögðu mér frá áhættunni. Af því að þeir eru læknar þá verða þeir að segja manni sannleikann og þú verður bara að sætta þig við hann. Höfuðkúpubrotið tók aðeins lengri tíma að græða en það er sannkallað kraftaverk að ég er farinn að spila fótbolta aftur,“ sagði Jimenez. Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Raul Jimenez talaði um það að honum liði nú eins og leikmanni á ný eftir að hafa spilað sinn fyrsta úrvalsdeildarleik síðan í nóvember þegar hann höfuðkúpubrotnaði í leik á móti Arsenal. Raúl Jiménez: The doctors told me it was a miracle to still be there | interview by @Paul_Doyle https://t.co/89U2I8RmUt— Guardian sport (@guardian_sport) August 17, 2021 Jimenez spilaði allar níutíu mínúturnar þegar Wolves tapaði 1-0 á útivelli á móti Leicester City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Breska ríkisútvarpið ræddi við kappann um endurkomuna. „Ég hélt alltaf að ég færi aftur að gera það sem ég elska þegar ég myndi ná mér. Ég velti því aldrei fyrir mér að leggja skóna á hilluna. Það var möguleiki en ég hafði alltaf trú á endurkomu,“ sagði Raul Jimenez í viðtalinu. Jimenez má alveg skalla boltann á æfingum sem og auðvitað í leikjum. Félagið heldur þó utan um það hversu oft hann skallar boltann. Doctors told Raul Jimenez he was lucky to be alive after his skull fracture.Now he's back playing football again pic.twitter.com/g87aeiLLeA— B/R Football (@brfootball) August 18, 2021 Jimenez man ekki eftir atvikinu en það síðasta sem hann man er að ganga frá fötunum sínum í búningsklefanum fyrir leikinn. Það næsta sem hann man er að vakna upp á sjúkrahúsinu. Þess vegna getur hann kannski horft aftur á atvikið frá því í nóvember í fyrra. Í raun var hann mjög heppinn að ekki fór verr. „Læknarnir sögðu við mig að það væri kraftaverk að ég væri hér enn,“ sagði Jimenez í viðtali við Guardian en höfuðkúpan brotnaði og það blæddi aðeins inn á heilann. „Blæðingin þrýsti á heilann og því varð ég að komast sem fyrst í aðgerð. Læknarnir gerðu vel,“ sagði Jimenez Læknarnir vöruðu hann við því eftir aðgerðina að svo gæti farið að hann spilaði ekki fótbolta aftur. „Læknarnir sögðu mér frá áhættunni. Af því að þeir eru læknar þá verða þeir að segja manni sannleikann og þú verður bara að sætta þig við hann. Höfuðkúpubrotið tók aðeins lengri tíma að græða en það er sannkallað kraftaverk að ég er farinn að spila fótbolta aftur,“ sagði Jimenez.
Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira