Ólympíumeistarinn byrjar vel á opna breska hjá konunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2021 10:59 Nelly Korda bítur í Ólympíugullið sem hún vann á dögunum á leikunum í Tókýó. AP/Andy Wong Bandaríski kylfingurinn Nelly Korda var ein af þremur kylfingum sem léku best á fyrsta degi á opna breska meistaramótinu í golfi. Korda þykir eiga möguleika á að verða það sem Tiger Woods var fyrir karlagolfið en hún er efst á heimslistanum í golfi og varð Ólympíumeistari á dögunum í Tókýó. Það verður gaman að fylgjast með henni í framhaldinu en risamótið er i beinni á Stöð 2 Golf. World number one Nelly Korda, Madelene Sagstrom and Kim Sui-young share the clubhouse lead after the opening round of the Women's Open at Carnoustie.#bbcgolf— BBC Sport (@BBCSport) August 19, 2021 Korda lék á fimm höggum undir pari á fyrsta hring og deildi efsta sætinu með Madelene Sagstrom frá Svíþjóð og Kim Sei-young frá Suður Kóreu. Korda er aðeins 23 ára gömul og vann sitt fyrsta risamót í júní þegar hún lék best allra á PGA meistaramótinu. Skoski áhugamaðurinn Louise Duncan spilaði mjög vel á fyrstu átján holunum og var aðeins einu höggi á eftir efstu konum. Hún er á heimavelli en spilað er á Carnoustie vellinum í Skotlandi. The leaderboard after round one of the AIG Women's Open!What a day we have in store tomorrow!#WorldClass pic.twitter.com/OczhU3icsR— AIG Women s Open (@AIGWomensOpen) August 19, 2021 Englendingurinn Georgia Hall, sem vann opna breska meistaramótið árið 2018, átti möguleika á að vera í efsta sætinu en fékk skolla á lokaholu gærdagsins og endaði einu höggi á eftir Korda og félögum. Opna breska meistaramótið fer nú fram í 45. skiptið en það er spilað á fyrrnefndum Carnoustie golfvelli sem er við austurströnd Skotlands. Þetta er í annað skiptið sem mótið fer fram á þessum velli en það var líka spilað þar fyrir tíu árum síðan. Stöð 2 Golf sýnir beint frá mótinu. Útsendingin hófst klukkan 10.00 og stendur yfir til klukkan 17.00. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Opna breska Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Korda þykir eiga möguleika á að verða það sem Tiger Woods var fyrir karlagolfið en hún er efst á heimslistanum í golfi og varð Ólympíumeistari á dögunum í Tókýó. Það verður gaman að fylgjast með henni í framhaldinu en risamótið er i beinni á Stöð 2 Golf. World number one Nelly Korda, Madelene Sagstrom and Kim Sui-young share the clubhouse lead after the opening round of the Women's Open at Carnoustie.#bbcgolf— BBC Sport (@BBCSport) August 19, 2021 Korda lék á fimm höggum undir pari á fyrsta hring og deildi efsta sætinu með Madelene Sagstrom frá Svíþjóð og Kim Sei-young frá Suður Kóreu. Korda er aðeins 23 ára gömul og vann sitt fyrsta risamót í júní þegar hún lék best allra á PGA meistaramótinu. Skoski áhugamaðurinn Louise Duncan spilaði mjög vel á fyrstu átján holunum og var aðeins einu höggi á eftir efstu konum. Hún er á heimavelli en spilað er á Carnoustie vellinum í Skotlandi. The leaderboard after round one of the AIG Women's Open!What a day we have in store tomorrow!#WorldClass pic.twitter.com/OczhU3icsR— AIG Women s Open (@AIGWomensOpen) August 19, 2021 Englendingurinn Georgia Hall, sem vann opna breska meistaramótið árið 2018, átti möguleika á að vera í efsta sætinu en fékk skolla á lokaholu gærdagsins og endaði einu höggi á eftir Korda og félögum. Opna breska meistaramótið fer nú fram í 45. skiptið en það er spilað á fyrrnefndum Carnoustie golfvelli sem er við austurströnd Skotlands. Þetta er í annað skiptið sem mótið fer fram á þessum velli en það var líka spilað þar fyrir tíu árum síðan. Stöð 2 Golf sýnir beint frá mótinu. Útsendingin hófst klukkan 10.00 og stendur yfir til klukkan 17.00. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Opna breska Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira