Búin undir að fá þúsundir á Laugardalsvöll ef Svandís gefur grænt ljós Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2021 13:01 Ísland náði í sín fyrstu stig í undankeppni HM með 4-1 sigri gegn Liechtenstein í mars, eftir töp gegn Armeníu og Þýskalandi. Getty Eins og staðan er núna gætu 2.300 áhorfendur mætt á hvern af leikjum Íslands við Þýskaland, Rúmeníu og Norður-Makedóníu, í undankeppni HM karla í fótbolta. Vonir standa hins vegar til þess að fleiri fái að mæta á Laugardalsvöll. Ísland mætir Rúmeníu eftir tæpar tvær vikur, fimmtudagskvöldið 2. september, því næst Norður-Makedóníu 5. september og loks fyrrverandi heims- og Evrópumeisturum Þýskalands 8. september. Núgildandi reglugerð um takmörkun á samkomum rennur út eftir viku. Í henni segir að hámarksfjöldi í sama rými skuli vera 200 manns. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að hægt sé að útbúa 12 sóttvarnahólf á Laugardalsvelli og koma þar fyrir 2.300 áhorfendum, miðað við núgildandi reglugerð. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, frá 11. ágúst, stingur Þórólfur upp á að stærri viðburðir gætu verið leyfðir gegn því að gestir sýni fram á neikvætt PCR/antigen hraðpróf. Það mæti ekki vera eldra en 24-48 klukkustunda gamalt. Tilbúin að hrinda öllu í framkvæmd með mjög stuttum fyrirvara Klara segir að KSÍ hafi engin svör fengið um það hvort að með notkun hraðprófa verði hægt að fá fleiri áhorfendur á komandi landsleiki. Sambandið sé hins vegar undir það búið að fylla stúkurnar verði það leyft: „Við erum að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni, og vonumst auðvitað til þess að fá heimild fyrir fleiri en 200 manns í hólf. Eins og staðan er núna sjáum við ekki fram á að geta haft fleiri en 2.300 áhorfendur en við vonumst að sjálfsögðu eftir heimild fyrir fleirum. Það er allt tilbúið hjá okkur og þarf bara að ýta á Enter til að hefja miðasölu, en við þurfum að vita hvað við getum selt fyrir marga,“ segir Klara. Í minnisblaði Þórólfs bendir hann á reynslu Dana af því að hleypa fleira fólki á viðburði. Í Danmörku hafa áhorfendur getað fjölmennt á fótboltaleiki gegn því að sýna bólusetningarvottorð eða vottorð um neikvætt sýni. „Við höfum verið að horfa til allra þessara möguleika – hvort að bólusetningarskírteini dugi, hraðpróf eða hitamælingar. Við erum tilbúin að hrinda öllu í framkvæmd með mjög stuttum fyrirvara. En það verður að koma í ljós hvað kemur frá heilbrigðisráðuneytinu. Við bíðum átekta en erum undirbúin fyrir alla möguleika. Ef það yrði allt gefið frjálst þá gætum við hafið miðasölu með klukkutíma fyrirvara,“ segir Klara. Ísland með þrjú stig fyrir fyrstu heimaleikina Ísland er með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í undankeppni HM. Liðið lék fyrstu þrjá leiki sína á útivelli í mars en nú taka við fimm heimaleikir í röð; þrír í september og tveir í október. Ísland tapaði gegn Þýskalandi og Armeníu en vann Liechtenstein. Armenía er efst í riðlinum með 9 stig, Þýskaland og Norður-Makedónía eru með 6, Rúmenía og Ísland 3, og Liechtenstein 0. HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur KSÍ Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Ísland mætir Rúmeníu eftir tæpar tvær vikur, fimmtudagskvöldið 2. september, því næst Norður-Makedóníu 5. september og loks fyrrverandi heims- og Evrópumeisturum Þýskalands 8. september. Núgildandi reglugerð um takmörkun á samkomum rennur út eftir viku. Í henni segir að hámarksfjöldi í sama rými skuli vera 200 manns. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að hægt sé að útbúa 12 sóttvarnahólf á Laugardalsvelli og koma þar fyrir 2.300 áhorfendum, miðað við núgildandi reglugerð. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, frá 11. ágúst, stingur Þórólfur upp á að stærri viðburðir gætu verið leyfðir gegn því að gestir sýni fram á neikvætt PCR/antigen hraðpróf. Það mæti ekki vera eldra en 24-48 klukkustunda gamalt. Tilbúin að hrinda öllu í framkvæmd með mjög stuttum fyrirvara Klara segir að KSÍ hafi engin svör fengið um það hvort að með notkun hraðprófa verði hægt að fá fleiri áhorfendur á komandi landsleiki. Sambandið sé hins vegar undir það búið að fylla stúkurnar verði það leyft: „Við erum að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni, og vonumst auðvitað til þess að fá heimild fyrir fleiri en 200 manns í hólf. Eins og staðan er núna sjáum við ekki fram á að geta haft fleiri en 2.300 áhorfendur en við vonumst að sjálfsögðu eftir heimild fyrir fleirum. Það er allt tilbúið hjá okkur og þarf bara að ýta á Enter til að hefja miðasölu, en við þurfum að vita hvað við getum selt fyrir marga,“ segir Klara. Í minnisblaði Þórólfs bendir hann á reynslu Dana af því að hleypa fleira fólki á viðburði. Í Danmörku hafa áhorfendur getað fjölmennt á fótboltaleiki gegn því að sýna bólusetningarvottorð eða vottorð um neikvætt sýni. „Við höfum verið að horfa til allra þessara möguleika – hvort að bólusetningarskírteini dugi, hraðpróf eða hitamælingar. Við erum tilbúin að hrinda öllu í framkvæmd með mjög stuttum fyrirvara. En það verður að koma í ljós hvað kemur frá heilbrigðisráðuneytinu. Við bíðum átekta en erum undirbúin fyrir alla möguleika. Ef það yrði allt gefið frjálst þá gætum við hafið miðasölu með klukkutíma fyrirvara,“ segir Klara. Ísland með þrjú stig fyrir fyrstu heimaleikina Ísland er með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í undankeppni HM. Liðið lék fyrstu þrjá leiki sína á útivelli í mars en nú taka við fimm heimaleikir í röð; þrír í september og tveir í október. Ísland tapaði gegn Þýskalandi og Armeníu en vann Liechtenstein. Armenía er efst í riðlinum með 9 stig, Þýskaland og Norður-Makedónía eru með 6, Rúmenía og Ísland 3, og Liechtenstein 0.
HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur KSÍ Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira