Auglýsingar og sjónvarpspallur taka 500 sæti á Laugardalsvelli Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2021 11:40 Stúkurnar á Laugardalsvelli hafa ekki verið fylltar síðan árið 2019, vegna kórónuveirufaraldursins. Getty/Oliver Hardt Gera þarf talsverðar breytingar á Laugardalsvelli og fórna 500 sætum vegna stórrar útsendingar þýskrar sjónvarpsstöðvar frá leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM karla í fótbolta í næsta mánuði. Ísland á fyrir höndum þrjá heimaleiki dagana 2.-8. september, gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Lengi hefur verið bent á að Laugardalsvöllur standist ekki nútímakröfur og nú bætist við sú staðreynd að á velli sem tekur 9.800 manns fara 500 sæti í að sjónvarpsútsending sé með fullnægjandi hætti að mati gestanna. Von er á yfir 100 þýskum sjónvarpsstarfsmönnum vegna leiksins við Þýskaland. Útsending Þjóðverjanna verður aðskilin útsendingu RÚV og þarf að byggja sérstakan sjónvarpspall í austurstúkunni til að koma fyrir myndavélum. Við það hverfa 200-250 sæti, sem vegna samkomutakmarkana kemur minna að sök en ella. Auglýsingaskilti byrgja sýn Á vesturstúkunni fá Þjóðverjarnir svo að stilla upp stórum LED auglýsingaskiltum sem byrgja myndu áhorfendum í neðstu röðum sýn, ef selt yrði í þau sæti. Þannig hverfa því önnur 250 sæti eða svo, segir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið verði að byggja upp aðstöðu fyrir Þjóðverjana vegna sjónvarpsréttarsamninga: „Þjóðverjarnir borga ekki neitt aukalega fyrir þetta en KSÍ fær háar tekjur almennt vegna sölu útsendingarréttar frá leikjum. Þeirri sölu fylgir krafa um ákveðna aðstöðu sem ekki er gert ráð fyrir á Laugardalsvelli og þarf því að koma upp,“ segir Klara. Ekki verður hægt að selja í 500 sæti vegna útsendingarinnar og KSÍ fær engar bætur vegna þess. Á móti kemur að miðað við núgildandi samkomutakmarkanir verður kannski ekki hægt að selja nema 2.300 miða á hvern leik. „Við gerum okkur hins vegar vonir um að fá að minnsta kosti meirihluta kostnaðar við uppsetningu endurgreiddan frá UEFA,“ segir Klara. HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur KSÍ Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Sjá meira
Ísland á fyrir höndum þrjá heimaleiki dagana 2.-8. september, gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Lengi hefur verið bent á að Laugardalsvöllur standist ekki nútímakröfur og nú bætist við sú staðreynd að á velli sem tekur 9.800 manns fara 500 sæti í að sjónvarpsútsending sé með fullnægjandi hætti að mati gestanna. Von er á yfir 100 þýskum sjónvarpsstarfsmönnum vegna leiksins við Þýskaland. Útsending Þjóðverjanna verður aðskilin útsendingu RÚV og þarf að byggja sérstakan sjónvarpspall í austurstúkunni til að koma fyrir myndavélum. Við það hverfa 200-250 sæti, sem vegna samkomutakmarkana kemur minna að sök en ella. Auglýsingaskilti byrgja sýn Á vesturstúkunni fá Þjóðverjarnir svo að stilla upp stórum LED auglýsingaskiltum sem byrgja myndu áhorfendum í neðstu röðum sýn, ef selt yrði í þau sæti. Þannig hverfa því önnur 250 sæti eða svo, segir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið verði að byggja upp aðstöðu fyrir Þjóðverjana vegna sjónvarpsréttarsamninga: „Þjóðverjarnir borga ekki neitt aukalega fyrir þetta en KSÍ fær háar tekjur almennt vegna sölu útsendingarréttar frá leikjum. Þeirri sölu fylgir krafa um ákveðna aðstöðu sem ekki er gert ráð fyrir á Laugardalsvelli og þarf því að koma upp,“ segir Klara. Ekki verður hægt að selja í 500 sæti vegna útsendingarinnar og KSÍ fær engar bætur vegna þess. Á móti kemur að miðað við núgildandi samkomutakmarkanir verður kannski ekki hægt að selja nema 2.300 miða á hvern leik. „Við gerum okkur hins vegar vonir um að fá að minnsta kosti meirihluta kostnaðar við uppsetningu endurgreiddan frá UEFA,“ segir Klara.
HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur KSÍ Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Sjá meira