Messi enn fjarverandi er PSG fagnaði sigri Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2021 21:00 Mbappé skoraði í kvöld. AP Photo/Francois Mori Paris Saint-Germain er með fullt hús stiga á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 4-2 útisigur á Brest í kvöld. Liðið þurfti að hafa fyrir sigrinum. Messi var ekki í leikmannahópi Parísarliðsins en hann er enn að koma sér í form fyrir komandi leiktíð eftir langt sumar með Argentínu í Suður-Ameríkukeppninni. Sergio Ramos var sömuleiðis fjarverandi en hann verður frá í einn til tvo mánuði vegna kálfameiðsla. Landi Ramosar, Ander Herrera, kom PSG yfir í kvöld með marki á 23. mínútu leiksins. Kylian Mbappé tvöfaldaði forystuna á 36. mínútu en Franck Honorat minnkaði muninn sex mínútum síðar. 2-1 stóð í hléi en Senegalinn Idrissa Gana Gueye endurnýjaði tveggja marka forskot PSG eftir stoðsendingu varamannsins Julians Draxler á 73. mínútu. Benínmaðurinn Steve Mounié, fyrrum framherji Huddersfield á Englandi, minnkaði muninn á ný fyrir Brest fimm mínútum fyrir leikslok en Ángel Di María, sem var að spila sinn fyrsta leik á tímabilinu, innsiglaði 4-2 sigur PSG eftir stoðsendingu frá nýliðanum Achraf Hakimi í uppbótartíma. Paris er með níu stig eftir fyrstu þrjá leikina á toppi deildarinnar en Angers og Clermont Foot geta jafnað þá að stigum vinnist þeirra leikir um helgina. Brest er með tvö stig og leitar enn síns fyrsta sigurs í vetur. Franski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Messi var ekki í leikmannahópi Parísarliðsins en hann er enn að koma sér í form fyrir komandi leiktíð eftir langt sumar með Argentínu í Suður-Ameríkukeppninni. Sergio Ramos var sömuleiðis fjarverandi en hann verður frá í einn til tvo mánuði vegna kálfameiðsla. Landi Ramosar, Ander Herrera, kom PSG yfir í kvöld með marki á 23. mínútu leiksins. Kylian Mbappé tvöfaldaði forystuna á 36. mínútu en Franck Honorat minnkaði muninn sex mínútum síðar. 2-1 stóð í hléi en Senegalinn Idrissa Gana Gueye endurnýjaði tveggja marka forskot PSG eftir stoðsendingu varamannsins Julians Draxler á 73. mínútu. Benínmaðurinn Steve Mounié, fyrrum framherji Huddersfield á Englandi, minnkaði muninn á ný fyrir Brest fimm mínútum fyrir leikslok en Ángel Di María, sem var að spila sinn fyrsta leik á tímabilinu, innsiglaði 4-2 sigur PSG eftir stoðsendingu frá nýliðanum Achraf Hakimi í uppbótartíma. Paris er með níu stig eftir fyrstu þrjá leikina á toppi deildarinnar en Angers og Clermont Foot geta jafnað þá að stigum vinnist þeirra leikir um helgina. Brest er með tvö stig og leitar enn síns fyrsta sigurs í vetur.
Franski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira