Bretar gefa leyfi fyrir mótefnalyfi gegn Covid sem á að létta álag á spítölum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. ágúst 2021 07:00 Evrópusambandið hefur keypt 55 þúsund skammta af lyfinu til prófana. getty/Paul Hennessy/SOPA Images Lyfjastofnun Bretlands hefur veitt leyfi fyrir notkun mótefnalyfsins Ronapreve í meðferð við Covid-19. Lyfið er það fyrsta sinnar tegundar sem fær leyfi í Evrópu en Japanir samþykktu notkun þess fyrir rúmum mánuði. Menn binda vonir við að lyfið geti létt álag á breskum spítölum. Sé það gefið nógu snemma eftir að fólk fer að finna fyrir einkennum Covid-19 getur það dregið úr líkum á spítalainnlögn um allt að 70 prósent. Lyfið er það sama og Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fékk gefið þegar hann veiktist af Covid-19 í fyrra. Framleiðandi lyfsins er bandaríska líftæknifyrirtækið Regeneron en það er blanda úr tveimur gerðum mótefnis sem festast á prótein kórónuveirunnar og eiga að hjálpa líkamanum við að hindra veiruna í að dreifa sér. Þannig á lyfið að geta aðstoðað við að hreinsa líkamann fyrr af veirunni en ella. Prófanir bresku lyfjastofnunarinnar á mótefnalyfinu, Ronapreve, sýndu fram á góða virkni þess. Samkvæmt frétt The Guardian um mótefnalyfið er talið að það geti gagnast þeim vel sem eru viðkvæmastir fyrir veirunni og eiga í mestri hættu á að þurfa á spítalainnlögn að halda. Þá er sérstaklega horft til þeirra sem nota ónæmisbæld lyf og hafa fyrir vikið ekki tekið nægilega vel við bóluefnum. Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir þetta mikil gleðitíðindi og vonar að hægt verði að taka lyfið í notkun á opinberum spítölum sem fyrst. Evrópusambandið skoðar lyfið Evrópusambandið keypti 55 þúsund skammta af lyfinu í júní og er með það í prófunum, samkvæmt frétt Reuters. Óljóst er hvort íslensk yfirvöld séu með lyfið til skoðunar og hvort þau hyggist þá fylgja Evrópusambandinu að málinu, eins og gert var við kaup á bóluefnum, eða fara sjálf í rannsóknir og kaup á mótefnalyfinu. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Lyf Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Sjá meira
Sé það gefið nógu snemma eftir að fólk fer að finna fyrir einkennum Covid-19 getur það dregið úr líkum á spítalainnlögn um allt að 70 prósent. Lyfið er það sama og Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fékk gefið þegar hann veiktist af Covid-19 í fyrra. Framleiðandi lyfsins er bandaríska líftæknifyrirtækið Regeneron en það er blanda úr tveimur gerðum mótefnis sem festast á prótein kórónuveirunnar og eiga að hjálpa líkamanum við að hindra veiruna í að dreifa sér. Þannig á lyfið að geta aðstoðað við að hreinsa líkamann fyrr af veirunni en ella. Prófanir bresku lyfjastofnunarinnar á mótefnalyfinu, Ronapreve, sýndu fram á góða virkni þess. Samkvæmt frétt The Guardian um mótefnalyfið er talið að það geti gagnast þeim vel sem eru viðkvæmastir fyrir veirunni og eiga í mestri hættu á að þurfa á spítalainnlögn að halda. Þá er sérstaklega horft til þeirra sem nota ónæmisbæld lyf og hafa fyrir vikið ekki tekið nægilega vel við bóluefnum. Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir þetta mikil gleðitíðindi og vonar að hægt verði að taka lyfið í notkun á opinberum spítölum sem fyrst. Evrópusambandið skoðar lyfið Evrópusambandið keypti 55 þúsund skammta af lyfinu í júní og er með það í prófunum, samkvæmt frétt Reuters. Óljóst er hvort íslensk yfirvöld séu með lyfið til skoðunar og hvort þau hyggist þá fylgja Evrópusambandinu að málinu, eins og gert var við kaup á bóluefnum, eða fara sjálf í rannsóknir og kaup á mótefnalyfinu.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Lyf Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Sjá meira