Vilja að farið verði varlega í fulla bólusetningu á börnum Eiður Þór Árnason skrifar 21. ágúst 2021 15:37 Fyrirhugað er að bjóða upp á bólusetningu fyrir börn á aldrinum 12 til 15 ára á næstu dögum. Vísir/vilhelm Tveir hjartalæknar leggja til að varlega verði farið í fulla bólusetningu hjá börnum. Þeir skora á sóttvarnayfirvöld að gefa ekki fleiri skammta af bóluefnum en nauðsynlegt er með tilliti til ávinnings og áhættu. Vísa læknarnir til þess að heilbrigð börn án alvarlegra undirliggjandi sjúkdóma séu í afar lítilli áhættu á að veikjast alvarlega í kjölfar kórónuveirusýkinga. Áhætta bólusetningar sé sömuleiðis lítil en ekki hverfandi. Þetta kemur fram í grein hjartalæknanna Sigfúsar Örvars Gizurarsonar og Kristjáns Guðmundssonar sem birtist í Morgunblaðinu. „Þannig hafa ungmenni á Íslandi greinst með hjartavöðvabólgu og bólgu í gollurshúsi eftir bólusetningar. Oft er um að ræða væg einkenni og sjúkdóm, en slíkir sjúkdómar geta valdið varanlegum skaða á hjartavöðvann og áhrifin koma oft ekki fram til fulls fyrr en mörgum árum síðar. Af gögnum frá Bandaríkjunum virðast þessir fylgikvillar koma fram mun oftar eftir seinni bólusetningu. Einnig sýna gögn að drengir og ungir karlmenn séu í sérstaklega mikilli áhættu fyrir þessum fylgikvilla.“ Foreldrar kynni sér málin vel Sigfús og Kristján árétta að með þessu sé ekki á neinn hátt hallað á ávinning af fullri bólusetningu hjá fullorðnum sem hafi ekki fyrri sögu um kórónuveirusmit. Þar sé ávinningurinn langt umfram áhættu. „Foreldrar barna og ungmenna ættu að kynna sér vel ávinning og áhættu af bólusetningu og við óvissu er rétt að bíða og sjá hvað setur. Ef foreldrar hafa góðar ástæður fyrir bólusetningu ætti að íhuga að þiggja bara fyrri bólusetningu meðan frekari gagna er aflað.“ Einnig telja læknarnir hæpið að hvetja ungmenni sem hafa fengið bóluefni Janssen að fá örvunarskammt af öðru bóluefni. „Þetta er að okkar mati hæpið þar sem ávinningur hjá þessum hóp er mjög lítill, og hætta á fylgikvillum er til staðar og getur vegið á móti litlum ávinningi. Þessi hópur þarf að fá mjög skýrar upplýsingar þar sem þessi aðgerð hefur ekki formlega hlotið nægjanlega rannsókn. Sér í lagi gildir þetta um ungmenni sem eru ekki í áhættuhópum,“ segir í grein þeirra í Morgunblaðinu. Þá gagnrýna Sigfús og Kristján að ungmenni sem hafi áður greinst með kórónuveirusýkingu hafi verið boðuð í tvær bólusetningar þó gögn sýni að þau séu í lítilli áhættu fyrir alvarlegri sýkingu. Hjá þessum hópi sé afar ólíklegt að tvær bólusetningar hafi ávinning umfram einn bólusetningarskammt. „Til að það mikla traust sem almenningur ber til sóttvarnaraðgerða glatist ekki er mikilvægt að ekki sé of geyst farið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Sjá meira
Vísa læknarnir til þess að heilbrigð börn án alvarlegra undirliggjandi sjúkdóma séu í afar lítilli áhættu á að veikjast alvarlega í kjölfar kórónuveirusýkinga. Áhætta bólusetningar sé sömuleiðis lítil en ekki hverfandi. Þetta kemur fram í grein hjartalæknanna Sigfúsar Örvars Gizurarsonar og Kristjáns Guðmundssonar sem birtist í Morgunblaðinu. „Þannig hafa ungmenni á Íslandi greinst með hjartavöðvabólgu og bólgu í gollurshúsi eftir bólusetningar. Oft er um að ræða væg einkenni og sjúkdóm, en slíkir sjúkdómar geta valdið varanlegum skaða á hjartavöðvann og áhrifin koma oft ekki fram til fulls fyrr en mörgum árum síðar. Af gögnum frá Bandaríkjunum virðast þessir fylgikvillar koma fram mun oftar eftir seinni bólusetningu. Einnig sýna gögn að drengir og ungir karlmenn séu í sérstaklega mikilli áhættu fyrir þessum fylgikvilla.“ Foreldrar kynni sér málin vel Sigfús og Kristján árétta að með þessu sé ekki á neinn hátt hallað á ávinning af fullri bólusetningu hjá fullorðnum sem hafi ekki fyrri sögu um kórónuveirusmit. Þar sé ávinningurinn langt umfram áhættu. „Foreldrar barna og ungmenna ættu að kynna sér vel ávinning og áhættu af bólusetningu og við óvissu er rétt að bíða og sjá hvað setur. Ef foreldrar hafa góðar ástæður fyrir bólusetningu ætti að íhuga að þiggja bara fyrri bólusetningu meðan frekari gagna er aflað.“ Einnig telja læknarnir hæpið að hvetja ungmenni sem hafa fengið bóluefni Janssen að fá örvunarskammt af öðru bóluefni. „Þetta er að okkar mati hæpið þar sem ávinningur hjá þessum hóp er mjög lítill, og hætta á fylgikvillum er til staðar og getur vegið á móti litlum ávinningi. Þessi hópur þarf að fá mjög skýrar upplýsingar þar sem þessi aðgerð hefur ekki formlega hlotið nægjanlega rannsókn. Sér í lagi gildir þetta um ungmenni sem eru ekki í áhættuhópum,“ segir í grein þeirra í Morgunblaðinu. Þá gagnrýna Sigfús og Kristján að ungmenni sem hafi áður greinst með kórónuveirusýkingu hafi verið boðuð í tvær bólusetningar þó gögn sýni að þau séu í lítilli áhættu fyrir alvarlegri sýkingu. Hjá þessum hópi sé afar ólíklegt að tvær bólusetningar hafi ávinning umfram einn bólusetningarskammt. „Til að það mikla traust sem almenningur ber til sóttvarnaraðgerða glatist ekki er mikilvægt að ekki sé of geyst farið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Sjá meira