Mikael Uhre kom gestunum yfir eftir aðeins fjögurra mínútna leik eftir stoðsendingu frá Josip Radosevic. Uhre var svo aftur á ferðinni tveim mínútum fyrir hálfleik þegar hann tvöfaldaði forystu gestanna.
Emmanuel Sabbi minnkaði muninn fyri OB á 55. mínútu en það var Mart Lieder sem tryggði OB stig þegar hann jafnaði metin rúmum fimm mínútum fyrir leikslok.
OB situr í sjöunda sæti deildarinnar með sex stig eftir sex leiki. Brøndby hefur ekki enn unni leik, en er þó aðeins einu sæti neðar með fjögur stig eftir fjögur jafntefli og tvö töp.