Olivier Giroud leiddi framlínu AC Milan í sínum fyrsta deildarleik fyrir félagið en hann kom frá Chelsea á Englandi í sumar. Zlatan Ibrahimovic glímir við meiðsli og var ekki með ítalska liðinu.
Sigurmark AC Milan kom eftir aðeins níu mínútna leik en þar var að verki Spánverjinn Brahim Díaz sem skoraði eftir stoðsendingu bakvarðarins Davide Calabria.
AC Milan hefur mótið því á sigri og er með þrjú stig í deildinni.