Leiðtogi Proud Boys í fimm mánaða fangelsi Elma Rut Valtýsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 24. ágúst 2021 07:20 Hinn 37 ára gamli Enrique Tarrio játaði á sig verknaðinn fyrir dómstólum í síðasta mánuði. Getty Leiðtogi bandaríska hægriöfgahópsins Proud Boys var í gær dæmdur í rúmlega fimm mánaða fangelsi fyrir að ólöglegan vopnaburð og að brenna Black Lives Matter fána sem liðsmenn hópsins höfðu stolið. Atvikið átti sér stað í þegar hópurinn ögraði Black Lives Matter mótmælendum tveimur dögum áður en ráðist var inn í þinghúsið í bandarísku höfuðborginni Washington í desember á síðasta ári. Hinn 37 ára gamli Enrique Tarrio játaði á sig verknaðinn fyrir dómstólum í síðasta mánuði. Þegar dómur var kveðinn upp í gær, baðst Tarrio afsökunar og sagði að gjörðir sínar væru óréttlætanlegar. Dómara í málinu þótti iðrun Tarrio þó afar ótrúverðug og taldi að óverknaðurinn hafi verið framinn af miklum ásetningi. Tarrio hefur leitt hægriöfgahópinn síðan árið 2018. Tarrio og fleiri meðlimir hópsins eru sagðir hafa tekið Black Lives Matter fánann þar sem hann stóð fyrir framan Asbury United meþódistakirkjuna og kveikt svo í honum. En atvikið var hluti af mótmælum hópsins eftir kosningasigur Joes Biden í nóvember á síðasta ári. Nokkrum dögum síðar viðurkenndi Tarrio verknaðinn í viðtali við Washington Post. Við handtöku í janúar fann lögregla skotvopn í bifreið Tarrios sem varð til þess að hann fékk á sig aðra ákæru en hann hefur játað sekt sína á báðum brotunum. Tarrio mun hefja afplánun sína þann 6. september næstkomandi en hann var dæmdur til 155 daga fangelsisvistar fyrir brotin tvö. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Black Lives Matter Tengdar fréttir Leiðtogi öfgahóps uppljóstrari lögreglu um árabil Enrique Tarrio, leiðtogi bandaríska öfgahópsins Proud Boys, hefur um árabil verið uppljóstrari fyrir lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum. Hann tók eftir að hann var handtekinn árið 2012 ítrekað þátt í rannsóknum með því að veita lögreglu upplýsingar á laun. 27. janúar 2021 17:23 Leiðtogi Proud Boys handtekinn fyrir að kveikja í Black Lives Matter fána Lögregla í bandarísku höfuðborginni Washington DC handtók í gær leiðtoga hægriöfgahópsins Proud Boys fyrir að hafa borið eld að Black Lives Matter fána í síðasta mánuði. 5. janúar 2021 07:41 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Fleiri fréttir Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Sjá meira
Atvikið átti sér stað í þegar hópurinn ögraði Black Lives Matter mótmælendum tveimur dögum áður en ráðist var inn í þinghúsið í bandarísku höfuðborginni Washington í desember á síðasta ári. Hinn 37 ára gamli Enrique Tarrio játaði á sig verknaðinn fyrir dómstólum í síðasta mánuði. Þegar dómur var kveðinn upp í gær, baðst Tarrio afsökunar og sagði að gjörðir sínar væru óréttlætanlegar. Dómara í málinu þótti iðrun Tarrio þó afar ótrúverðug og taldi að óverknaðurinn hafi verið framinn af miklum ásetningi. Tarrio hefur leitt hægriöfgahópinn síðan árið 2018. Tarrio og fleiri meðlimir hópsins eru sagðir hafa tekið Black Lives Matter fánann þar sem hann stóð fyrir framan Asbury United meþódistakirkjuna og kveikt svo í honum. En atvikið var hluti af mótmælum hópsins eftir kosningasigur Joes Biden í nóvember á síðasta ári. Nokkrum dögum síðar viðurkenndi Tarrio verknaðinn í viðtali við Washington Post. Við handtöku í janúar fann lögregla skotvopn í bifreið Tarrios sem varð til þess að hann fékk á sig aðra ákæru en hann hefur játað sekt sína á báðum brotunum. Tarrio mun hefja afplánun sína þann 6. september næstkomandi en hann var dæmdur til 155 daga fangelsisvistar fyrir brotin tvö.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Black Lives Matter Tengdar fréttir Leiðtogi öfgahóps uppljóstrari lögreglu um árabil Enrique Tarrio, leiðtogi bandaríska öfgahópsins Proud Boys, hefur um árabil verið uppljóstrari fyrir lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum. Hann tók eftir að hann var handtekinn árið 2012 ítrekað þátt í rannsóknum með því að veita lögreglu upplýsingar á laun. 27. janúar 2021 17:23 Leiðtogi Proud Boys handtekinn fyrir að kveikja í Black Lives Matter fána Lögregla í bandarísku höfuðborginni Washington DC handtók í gær leiðtoga hægriöfgahópsins Proud Boys fyrir að hafa borið eld að Black Lives Matter fána í síðasta mánuði. 5. janúar 2021 07:41 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Fleiri fréttir Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Sjá meira
Leiðtogi öfgahóps uppljóstrari lögreglu um árabil Enrique Tarrio, leiðtogi bandaríska öfgahópsins Proud Boys, hefur um árabil verið uppljóstrari fyrir lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum. Hann tók eftir að hann var handtekinn árið 2012 ítrekað þátt í rannsóknum með því að veita lögreglu upplýsingar á laun. 27. janúar 2021 17:23
Leiðtogi Proud Boys handtekinn fyrir að kveikja í Black Lives Matter fána Lögregla í bandarísku höfuðborginni Washington DC handtók í gær leiðtoga hægriöfgahópsins Proud Boys fyrir að hafa borið eld að Black Lives Matter fána í síðasta mánuði. 5. janúar 2021 07:41