Millilandaflug fer úr skorðum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. ágúst 2021 11:48 Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur að Isavia hafi sýnt fagleg vinnubrögð. Vísir/Isavia Millilandaflug á Keflavíkurflugvelli fer úr skorðum á þriðjudag eftir viku þegar allt flug til og frá landinu á þriðjudagsmorgun fellur niður takist ríkissáttasemjara ekki að sætta Isavia og flugumferðarstjóra fyrir þann tíma. Verkfall þeirra hefur ekki áhrif á innanlandsflug. Flugumferðarstjórar boðuðu verkfallið í gær og hefst það klukkan fimm á þriðjudagsmorgun eftir viku og stendur í fimm klukkustundir, til klukkan tíu. Það mun aðeins taka til flugumferðarstjóra á Keflavíkurflugvelli og hefur því eingöngu áhrif á millilandaflug en ekki á innanlandsflug eða alþjóðlegt yfirflug. Vilja ekki beita verkfallsvopninu en telja sig þurfa þess Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), segir það vonbrigði að ekki hafi tekist að ná samningum hjá ríkissáttasemjara í gær. „Já, það eru alltaf vonbrigði og verkfallsvopnið er ekki eitthvað sem við viljum nota, þetta er eitthvað sem við teljum okkur þurfa að nota. Við erum með það mikinn meirihluta félagsmanna á bak við þetta verkfall og þetta var síðasta verkfallið af þeim sem búið var að greiða atkvæði um og það var ákveðið á þeim forsendum að boða verkfallið í gærkvöldi,“ segir Arnar. Sjúkra- og neyðarflug og flug Landhelgisgæslunnar er þá með undanþágu frá verkfallinu. Bjartsýnn þó síðustu fundir gefi ekki tilefni til En það er vika til stefnu fyrir samninganefndirnar þó ríkissáttasemjari hafi ekki enn boðað til annars fundar í deilunni. „Það er svo sem bara í höndum ríkissáttasemjara að boða næsta fund, þar sem deilan er hjá honum. Ég er svo sem bara bjartsýnn á að það verði að minnsta kosti fleiri fundir og ég ætla bara að leyfa mér að vera bjartsýnn á að það þurfi ekki að koma til þessa verkfalls,“ segir Arnar. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.FÍF Spurður hvort það sem fram hafi komið á síðustu fundum gefi honum tilefni til slíkrar bjartsýni segir hann: „Ekkert frekar, nei. Það ber talsvert í milli enn þá. En það var ákveðið að reyna ákveðna leið síðustu tvo daga og það náðist ekki lending í henni. Þannig við þurfum svolítið að byrja upp á nýtt,“ segir hann. Ágreiningurinn snýst nú fyrst og fremst um samhengi milli samningslengdar og launahækkana flugumferðarstjóra á tímabilinu. Einnig eru útfærslur á vinnutíma til skoðunar en Arnar segir að þær liggi nú í meginatriðum fyrir. Samgöngur Kjaramál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Félag íslenskra flugumferðastjóra boðar til verkfalls Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var slitið upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Fundað hafði verið frá klukkan eitt í dag en samkomulag náðist ekki milli aðila og því hefur verið boðað til verkfalls. 24. ágúst 2021 00:11 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Flugumferðarstjórar boðuðu verkfallið í gær og hefst það klukkan fimm á þriðjudagsmorgun eftir viku og stendur í fimm klukkustundir, til klukkan tíu. Það mun aðeins taka til flugumferðarstjóra á Keflavíkurflugvelli og hefur því eingöngu áhrif á millilandaflug en ekki á innanlandsflug eða alþjóðlegt yfirflug. Vilja ekki beita verkfallsvopninu en telja sig þurfa þess Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), segir það vonbrigði að ekki hafi tekist að ná samningum hjá ríkissáttasemjara í gær. „Já, það eru alltaf vonbrigði og verkfallsvopnið er ekki eitthvað sem við viljum nota, þetta er eitthvað sem við teljum okkur þurfa að nota. Við erum með það mikinn meirihluta félagsmanna á bak við þetta verkfall og þetta var síðasta verkfallið af þeim sem búið var að greiða atkvæði um og það var ákveðið á þeim forsendum að boða verkfallið í gærkvöldi,“ segir Arnar. Sjúkra- og neyðarflug og flug Landhelgisgæslunnar er þá með undanþágu frá verkfallinu. Bjartsýnn þó síðustu fundir gefi ekki tilefni til En það er vika til stefnu fyrir samninganefndirnar þó ríkissáttasemjari hafi ekki enn boðað til annars fundar í deilunni. „Það er svo sem bara í höndum ríkissáttasemjara að boða næsta fund, þar sem deilan er hjá honum. Ég er svo sem bara bjartsýnn á að það verði að minnsta kosti fleiri fundir og ég ætla bara að leyfa mér að vera bjartsýnn á að það þurfi ekki að koma til þessa verkfalls,“ segir Arnar. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.FÍF Spurður hvort það sem fram hafi komið á síðustu fundum gefi honum tilefni til slíkrar bjartsýni segir hann: „Ekkert frekar, nei. Það ber talsvert í milli enn þá. En það var ákveðið að reyna ákveðna leið síðustu tvo daga og það náðist ekki lending í henni. Þannig við þurfum svolítið að byrja upp á nýtt,“ segir hann. Ágreiningurinn snýst nú fyrst og fremst um samhengi milli samningslengdar og launahækkana flugumferðarstjóra á tímabilinu. Einnig eru útfærslur á vinnutíma til skoðunar en Arnar segir að þær liggi nú í meginatriðum fyrir.
Samgöngur Kjaramál Vinnumarkaður Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Félag íslenskra flugumferðastjóra boðar til verkfalls Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var slitið upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Fundað hafði verið frá klukkan eitt í dag en samkomulag náðist ekki milli aðila og því hefur verið boðað til verkfalls. 24. ágúst 2021 00:11 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Félag íslenskra flugumferðastjóra boðar til verkfalls Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var slitið upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Fundað hafði verið frá klukkan eitt í dag en samkomulag náðist ekki milli aðila og því hefur verið boðað til verkfalls. 24. ágúst 2021 00:11