Þetta staðfestir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Fjölskyldurnar eru báðar annað hvort með íslenskan ríkisborgararétt eða tengsl við Ísland.
Þar með eru allar fjölskyldurnar sem utanríkisráðuneytið hefur reynt að koma til Íslands eftir að Talibanar náðu völdum farnar frá landinu.
Á sunnudag var greint frá því að íslensk fjölskylda sem var í Afganistan hafi verið flogið frá Islamabad í Pakistan til Kaupmannahafnar. Fólkið kom til Íslands í gær og er nú í sóttkví.