Ákvörðun stjórnvalda vonbrigði fyrir afganska Íslendinga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. ágúst 2021 19:44 Navid Nouri, afganskur Íslendingur og aðstandandi samstöðufundar á Austurvelli í gær, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar ganga of skammt. Vísir/Sigurjón Ríkisstjórnin samþykkti í dag að taka á móti allt að 120 afgönskum flóttamönnum eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Afganskur Íslendingur sem berst fyrir að fjölskyldum Afgana á Íslandi verði bjargað er ósáttur og segir niðurstöðuna vonbrigði. Eins og segir í tilkynningu verða fyrstu viðbrögð stjórnvalda að taka á móti starfsfólki NATO, fyrrverandi nemendum við jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem og að aðstoða þá Afgana sem eiga rétt á fjölskyldusameiningu. Navid Nouri, afganskur Íslendingur, stóð fyrir samstöðufundi á Austurvelli í gær þar sem þess var krafist að fjölskyldum afganskra Íslendinga verði komið til landsins. Navid segir ákvörðun stjórnvalda vonbrigði. Aðgerðirnar gangi of skammt. „Þetta voru vonbrigði. Ég veit að aðrir afganskir Íslendingar eru vonsviknir. Er þetta allt sem stjórnvöld geta gert fyrir fjölskyldur þeirra?“ spyr Navid. Hann segir að ekki sé horft sérstaklega til þeirra sem búa nú við afar skert mannréttindi. Þá hafi stór hluti þeirra sem til stendur að sækja á grundvelli fjölskyldusameiningar nú þegar átt rétt á að koma til landsins og unnið hafi verið að því áður, segir Navid. Reglurnar um fjölskyldusameiningu séu strangar. „Ef maður á bróður eða systur sem er eldri en átján, er viðkomandi sem sagt nógu gamall til að deyja? Hvað á það að þýða? Er þetta eins og á einhverju kjúklingabýli? Mér finnst þetta vanhugsað,“ segir Navid og heldur áfram: „Ef maður lítur til þess sem önnur ríki eru að gera má sjá að þau aðstoðuðu allavega þau sem hafa starfað fyrir afganska herinn. Ríkisstjórnin minntist ekkert á það fólk, konur eða minnihlutahópa. Ég held að Ísland geti gert meira. Þetta dugar ekki til.“ Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við fréttina. Fólk er beðið um að halda sig við málefnalega umræðu. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Afganistan Tengdar fréttir Íslensku fjölskyldurnar þrjár allar komnar heim frá Afganistan Þrjár íslenskar fjölskyldur sem dvalið hafa í Afganistan eru komnar heilar á höldnu heim til Íslands. Fólkið komst frá Afganistan með flugi sem stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi skipulögðu. 24. ágúst 2021 18:05 Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Kröfðust aðgerða og aðstoðar á Austurvelli Afganar með íslenskan ríkisborgararétt krefjast þess að stjórnvöld bjargi ættingjum sínum frá Afganistan. Navid Nouri, afganskur Íslendingur, boðaði til samstöðufundar á Austurvelli í dag og segir að bjarga eigi fjölskyldum afganska Íslendinga rétt eins og gert væri fyrir innfædda. 23. ágúst 2021 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Eins og segir í tilkynningu verða fyrstu viðbrögð stjórnvalda að taka á móti starfsfólki NATO, fyrrverandi nemendum við jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem og að aðstoða þá Afgana sem eiga rétt á fjölskyldusameiningu. Navid Nouri, afganskur Íslendingur, stóð fyrir samstöðufundi á Austurvelli í gær þar sem þess var krafist að fjölskyldum afganskra Íslendinga verði komið til landsins. Navid segir ákvörðun stjórnvalda vonbrigði. Aðgerðirnar gangi of skammt. „Þetta voru vonbrigði. Ég veit að aðrir afganskir Íslendingar eru vonsviknir. Er þetta allt sem stjórnvöld geta gert fyrir fjölskyldur þeirra?“ spyr Navid. Hann segir að ekki sé horft sérstaklega til þeirra sem búa nú við afar skert mannréttindi. Þá hafi stór hluti þeirra sem til stendur að sækja á grundvelli fjölskyldusameiningar nú þegar átt rétt á að koma til landsins og unnið hafi verið að því áður, segir Navid. Reglurnar um fjölskyldusameiningu séu strangar. „Ef maður á bróður eða systur sem er eldri en átján, er viðkomandi sem sagt nógu gamall til að deyja? Hvað á það að þýða? Er þetta eins og á einhverju kjúklingabýli? Mér finnst þetta vanhugsað,“ segir Navid og heldur áfram: „Ef maður lítur til þess sem önnur ríki eru að gera má sjá að þau aðstoðuðu allavega þau sem hafa starfað fyrir afganska herinn. Ríkisstjórnin minntist ekkert á það fólk, konur eða minnihlutahópa. Ég held að Ísland geti gert meira. Þetta dugar ekki til.“ Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við fréttina. Fólk er beðið um að halda sig við málefnalega umræðu.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Afganistan Tengdar fréttir Íslensku fjölskyldurnar þrjár allar komnar heim frá Afganistan Þrjár íslenskar fjölskyldur sem dvalið hafa í Afganistan eru komnar heilar á höldnu heim til Íslands. Fólkið komst frá Afganistan með flugi sem stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi skipulögðu. 24. ágúst 2021 18:05 Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Kröfðust aðgerða og aðstoðar á Austurvelli Afganar með íslenskan ríkisborgararétt krefjast þess að stjórnvöld bjargi ættingjum sínum frá Afganistan. Navid Nouri, afganskur Íslendingur, boðaði til samstöðufundar á Austurvelli í dag og segir að bjarga eigi fjölskyldum afganska Íslendinga rétt eins og gert væri fyrir innfædda. 23. ágúst 2021 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Íslensku fjölskyldurnar þrjár allar komnar heim frá Afganistan Þrjár íslenskar fjölskyldur sem dvalið hafa í Afganistan eru komnar heilar á höldnu heim til Íslands. Fólkið komst frá Afganistan með flugi sem stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi skipulögðu. 24. ágúst 2021 18:05
Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22
Kröfðust aðgerða og aðstoðar á Austurvelli Afganar með íslenskan ríkisborgararétt krefjast þess að stjórnvöld bjargi ættingjum sínum frá Afganistan. Navid Nouri, afganskur Íslendingur, boðaði til samstöðufundar á Austurvelli í dag og segir að bjarga eigi fjölskyldum afganska Íslendinga rétt eins og gert væri fyrir innfædda. 23. ágúst 2021 19:00