Þessi 22 ára framherji á enn eitt ár eftir af samningi sínum við PSG, en hann hefur ekki enn samþykkt að skrifa undir nýjan samning við frönsku risana.
PSG hefur ekki enn svarað tilboðinu, en búist er við því að þessu fyrsta boði verði hafnað. Einhverjir ganga svo langt að segja að fari Mbappé til Real Madrid, opni það á þann möguleika fyrir PSG að krækja Cristiano Ronaldo frá Juventus.
Mbappé hefur sjálfur sagt forsvarsmönnum liðsins að draumur hans sé að spila fyrir Real Madrid og hann hefur verið orðaður við Madrídinga stærstan part sumars.
Þrátt fyrir að í morgun hafi borist fregnir af því að enskt lið hafi gert tilboð í franska framherjann, segir íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano að ekkert enskt lið sé í kapphlaupinu um þjónustu hans.
Kylian Mbappé wants to join Real Madrid. This summer or next summer as free agent, he wants to make his childhood dream come true. That s why he s turning down PSG new contract bids. #Mbappé
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 24, 2021
NO English clubs in the race. Real offered 160m. NO green light from PSG as of now. pic.twitter.com/TS82SsTOl8