Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 22:52 Harris er nú komin til Hanoi í Víetnam eftir nokkurra klukkustunda töf. Getty/Carlos Tischler Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. Fyrstu tilfelli heilkennisins komu upp í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu árið 2016 og talið er að það orsakist af örbylgjugeislun. Harris var stödd í Singapúr fyrr í dag og átti hún að fljúga til Hanoi, höfuðborgar Víetnam, síðdegis. Flugferðinni var hins vegar frestað þegar grunur kom upp um mögulegt tilfelli heilkennisins. Ekki liggur fyrir hver það er sem talið er að hrjáist af heilkenninu. Fréttastofa CBS greinir frá. Samkvæmt fréttinni líkist tilfellið í Hanoi verulega þeim sem komu upp í Havana á sínum tíma og meðal starfsmanna Bandaríska sendiráðsins í Austurríki, sem fengu heilkennið fyrr á þessu ári. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði í yfirlýsingu í dag að eftir ítarlega skoðun hafi verið ákveðið að Harris og fylgdarmenn hennar skyldu halda til Hanoi, þar sem hún lenti fyrir einhverju síðan. Samkvæmt heimildamanni CBS í ráðuneytinu var opinber starfsmaður í Hanoi fluttur þaðan með sjúkraflugi um helgina. Þetta sé þá ekki fyrsta tilfelli heilkennisins sem komið hafi upp í Víetnam. Síðan greint var frá fyrstu tilfellunum af heilkenninu árið 2016 hefur fjöldi tilfella verið skráður, þar á meðal í Kína og síðast í Austurríki. Hundruð diplómata, njósnara og annarra opinberra starfsmanna Bandaríkjanna hafa hrjáðst af heilkenninu, en helstu einkenni þess eru heyrnartruflanir, alvarlegir höfuðverkir og ógleði. Niðurstöður bandarískrar rannsóknar frá árinu 2019 bentu til þess að heilastarfsemi diplómatanna, sem fengu heilkennið í Kúbu árið 2016, væri óeðlileg. Bandaríkin Víetnam Tengdar fréttir Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56 Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Fyrstu tilfelli heilkennisins komu upp í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu árið 2016 og talið er að það orsakist af örbylgjugeislun. Harris var stödd í Singapúr fyrr í dag og átti hún að fljúga til Hanoi, höfuðborgar Víetnam, síðdegis. Flugferðinni var hins vegar frestað þegar grunur kom upp um mögulegt tilfelli heilkennisins. Ekki liggur fyrir hver það er sem talið er að hrjáist af heilkenninu. Fréttastofa CBS greinir frá. Samkvæmt fréttinni líkist tilfellið í Hanoi verulega þeim sem komu upp í Havana á sínum tíma og meðal starfsmanna Bandaríska sendiráðsins í Austurríki, sem fengu heilkennið fyrr á þessu ári. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði í yfirlýsingu í dag að eftir ítarlega skoðun hafi verið ákveðið að Harris og fylgdarmenn hennar skyldu halda til Hanoi, þar sem hún lenti fyrir einhverju síðan. Samkvæmt heimildamanni CBS í ráðuneytinu var opinber starfsmaður í Hanoi fluttur þaðan með sjúkraflugi um helgina. Þetta sé þá ekki fyrsta tilfelli heilkennisins sem komið hafi upp í Víetnam. Síðan greint var frá fyrstu tilfellunum af heilkenninu árið 2016 hefur fjöldi tilfella verið skráður, þar á meðal í Kína og síðast í Austurríki. Hundruð diplómata, njósnara og annarra opinberra starfsmanna Bandaríkjanna hafa hrjáðst af heilkenninu, en helstu einkenni þess eru heyrnartruflanir, alvarlegir höfuðverkir og ógleði. Niðurstöður bandarískrar rannsóknar frá árinu 2019 bentu til þess að heilastarfsemi diplómatanna, sem fengu heilkennið í Kúbu árið 2016, væri óeðlileg.
Bandaríkin Víetnam Tengdar fréttir Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56 Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Rannsaka möguleg tilfelli „Havana-heilkennis“ í Austurríki Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú röð heilsufarstengdra atvika hjá erindrekum sínum í Vín, höfuðborg Austurríkis, og öðru starfsfólki á vegum utanríkisþjónustu Bandaríkjanna þar. 17. júlí 2021 16:56
Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. 30. apríl 2021 10:11