Stjórnmál eru leiðinleg og koma mér ekki við Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar 26. ágúst 2021 10:01 Þetta heyrir maður mjög oft þegar talið berst að stjórnmálum. Fólki finnst stjórnmálaumræða leiðinleg, flókin og óskiljanleg. Mörgum finnst þeir líka hafa engin raunveruleg áhrif eða völd yfir stjórnmálunum og þar af leiðandi sé best að vera ekkert að skipta sér af þeim enda skipti stjórnmálin eða stjórnmálamennirnir sér ekkert af þeim. Það gæti hins vegar varla verið fjarri sannleikanum. Stjórnmálin skipta sér af öllu sem snýr að okkar daglega lífi. Í gegnum stjórnmálin er ákveðið eftir hvaða lögum okkur er ætlað að lifa og hver lífskjör okkar eru. Stjórnmálin ráða því hvaða vöruúrval er í búðunum sem við verslum í, hvað við þurfum að borga af húsnæðinu okkar, hvort við höfum aðgang að heilsugæslu og læknum, hvað það kostar að setja eldsneyti á bílinn, hvaða menntun er í boði fyrir börnin okkar og hvort við fáum öldrunarþjónustu við hæfi svo við getum átt áhyggjulaust ævikvöld. Svona væri lengi hægt að telja. Stjórnmálin skipta sér af öllu sem þú gerir hvort sem þér líkar það betur eða verr. Þess vegna er það nauðsynlegt að allir skipti sér af stjórnmálunum. Lýðræðið virkar ekki nema sem flestir taki þátt, kynni sér hvað fólk og flokkar standa fyrir og kjósi samkvæmt því sem það tengir best við. Kjósi með hjartanu eins og stundum er sagt. Allir stjórnmálamenn eru óheiðarlegir svikarar. Þetta heyrist líka stundum sagt og þarf af leiðandi skipti engu máli hvað sé kosið og því sé best að sleppa því. Ég get vel skilið að fólki finnist það oft á tíðum en með virkri þátttöku sem flestra kjósenda er hægt að veita fólki sem er í stjórnmálum aðhald. Það er hreint og beint skylda kjósenda og þeirra hlutverk að veita þeim sem hafa orðið uppvísir að óheiðarleika að kjósa þá burt. Það versta sem gerist og hefur því miður lengi viðgengist er að kjósendur fari að styðja ákveðinn flokk eða framboð eins og uppáhalds íþróttaliðið sitt, sama hvernig gengur. Munurinn er sá að það skiptir engu máli fyrir lífskjör fólks hvernig uppáhalds íþróttaliðinu þeirra gengur en öllu máli hvaða ákvarðanir eru teknar af stjórnmálaflokknum eða stjórnmálamönnunum sem það styður. „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“ Ágætt dæmi um það þegar fólk styður í blindi ákveðin stjórnmálaflokk eins og uppáhalds íþróttaliðið sitt er samtal sem ég átti við kunningja minn á eftirlaunaaldri varðandi stjórnmál, en í því samtali varpaði hann fram þessari yfirlýsingu hér fyrir ofan. Ég sagðist skilja að hann og einhverjir af hans kynslóð hefðu á einhverjum tíma átt samleið með sjálfstæðisflokknum en sem ellilífeyrisþegi gæti það varla átt við lengur og minnti hann á bréfið fræga frá Bjarna Ben í aðdraganda kosninganna 2013 þar sem Bjarni lofaði ellilífeyrisþegum öllu fögru í skiptum fyrir atkvæði þeirra. Fram á þennan dag hafi efndirnar hins vegar verið litlar sem engar og mörgum ellilífeyrisþegum finnst þeir hafa verið illa sviknir. Hann horfði á mig í smástund, fékk sér sopa af kaffinu sínu, lagði svo frá sér bollann, leit í augun á mér og endurtók blákalt: „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“. Ég vissi varla hvort ég ætti að hlægja eða gráta. Gefum okkur sjálfum og framtíðinni tækifæri. Nú þegar rétt um mánuður er fram að næstu alþingiskosningum langar mig að hvetja alla kjósendur að gefa sér tíma til að setja sig inn í stjórnmálaumræðuna og mynda sér skoðun á því sem hinir ólíku flokkar og frambjóðendur standa fyrir. Mig langar að hvetja fólk til að skipta sér af stjórnmálunum og láta vilja sinn í ljós, gefa sjálfu sér, börnunum sínum og framtíðinni tækifæri. Ég trúi á frelsi, mannréttindi, jöfn tækifæri og réttlæti fyrir alla. Þess vegna er ég í stjórnmálum. Á hvað trúir þú og í hvernig samfélagi vilt þú búa? Höfundar skipa 3. sæti Viðreisn í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Suðurkjördæmi Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta heyrir maður mjög oft þegar talið berst að stjórnmálum. Fólki finnst stjórnmálaumræða leiðinleg, flókin og óskiljanleg. Mörgum finnst þeir líka hafa engin raunveruleg áhrif eða völd yfir stjórnmálunum og þar af leiðandi sé best að vera ekkert að skipta sér af þeim enda skipti stjórnmálin eða stjórnmálamennirnir sér ekkert af þeim. Það gæti hins vegar varla verið fjarri sannleikanum. Stjórnmálin skipta sér af öllu sem snýr að okkar daglega lífi. Í gegnum stjórnmálin er ákveðið eftir hvaða lögum okkur er ætlað að lifa og hver lífskjör okkar eru. Stjórnmálin ráða því hvaða vöruúrval er í búðunum sem við verslum í, hvað við þurfum að borga af húsnæðinu okkar, hvort við höfum aðgang að heilsugæslu og læknum, hvað það kostar að setja eldsneyti á bílinn, hvaða menntun er í boði fyrir börnin okkar og hvort við fáum öldrunarþjónustu við hæfi svo við getum átt áhyggjulaust ævikvöld. Svona væri lengi hægt að telja. Stjórnmálin skipta sér af öllu sem þú gerir hvort sem þér líkar það betur eða verr. Þess vegna er það nauðsynlegt að allir skipti sér af stjórnmálunum. Lýðræðið virkar ekki nema sem flestir taki þátt, kynni sér hvað fólk og flokkar standa fyrir og kjósi samkvæmt því sem það tengir best við. Kjósi með hjartanu eins og stundum er sagt. Allir stjórnmálamenn eru óheiðarlegir svikarar. Þetta heyrist líka stundum sagt og þarf af leiðandi skipti engu máli hvað sé kosið og því sé best að sleppa því. Ég get vel skilið að fólki finnist það oft á tíðum en með virkri þátttöku sem flestra kjósenda er hægt að veita fólki sem er í stjórnmálum aðhald. Það er hreint og beint skylda kjósenda og þeirra hlutverk að veita þeim sem hafa orðið uppvísir að óheiðarleika að kjósa þá burt. Það versta sem gerist og hefur því miður lengi viðgengist er að kjósendur fari að styðja ákveðinn flokk eða framboð eins og uppáhalds íþróttaliðið sitt, sama hvernig gengur. Munurinn er sá að það skiptir engu máli fyrir lífskjör fólks hvernig uppáhalds íþróttaliðinu þeirra gengur en öllu máli hvaða ákvarðanir eru teknar af stjórnmálaflokknum eða stjórnmálamönnunum sem það styður. „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“ Ágætt dæmi um það þegar fólk styður í blindi ákveðin stjórnmálaflokk eins og uppáhalds íþróttaliðið sitt er samtal sem ég átti við kunningja minn á eftirlaunaaldri varðandi stjórnmál, en í því samtali varpaði hann fram þessari yfirlýsingu hér fyrir ofan. Ég sagðist skilja að hann og einhverjir af hans kynslóð hefðu á einhverjum tíma átt samleið með sjálfstæðisflokknum en sem ellilífeyrisþegi gæti það varla átt við lengur og minnti hann á bréfið fræga frá Bjarna Ben í aðdraganda kosninganna 2013 þar sem Bjarni lofaði ellilífeyrisþegum öllu fögru í skiptum fyrir atkvæði þeirra. Fram á þennan dag hafi efndirnar hins vegar verið litlar sem engar og mörgum ellilífeyrisþegum finnst þeir hafa verið illa sviknir. Hann horfði á mig í smástund, fékk sér sopa af kaffinu sínu, lagði svo frá sér bollann, leit í augun á mér og endurtók blákalt: „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“. Ég vissi varla hvort ég ætti að hlægja eða gráta. Gefum okkur sjálfum og framtíðinni tækifæri. Nú þegar rétt um mánuður er fram að næstu alþingiskosningum langar mig að hvetja alla kjósendur að gefa sér tíma til að setja sig inn í stjórnmálaumræðuna og mynda sér skoðun á því sem hinir ólíku flokkar og frambjóðendur standa fyrir. Mig langar að hvetja fólk til að skipta sér af stjórnmálunum og láta vilja sinn í ljós, gefa sjálfu sér, börnunum sínum og framtíðinni tækifæri. Ég trúi á frelsi, mannréttindi, jöfn tækifæri og réttlæti fyrir alla. Þess vegna er ég í stjórnmálum. Á hvað trúir þú og í hvernig samfélagi vilt þú búa? Höfundar skipa 3. sæti Viðreisn í Suðurkjördæmi.
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar