Rannsókn að ljúka í fimm kannabismálum: Málin tengjast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 15:00 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fimm málum sem tengjast skipulagðri kannabisframleiðslu, lýkur á næstu tveimur vikum. Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fimm málum sem tengjast skipulagðri kannabisframleiðslu, lýkur á næstu tveimur vikum. Fimm hafa réttarstöðu sakbornings. Málin tengjast öll með einum eða öðrum hætti að sögn yfirlögregluþjóns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í sumar upprætt fimm stórar ræktanir af kannabisplöntunni í íbúðar-og iðnaðarhúsnæði. Alls fundust um 800 plöntur og götuvirði þeirra, þ.e. af tilbúnu efni er metið á um níutíu milljónir króna. Þá var lagt hald á búnað og tæki. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir rannsókn málanna á lokastigum. „Við erum að klára þessi mál og sendum þau til ákærusviðsins á næstu tveimur vikum. Í þessum málum hafa fimm aðilar réttarstöðu sakbornings en þau með þeim stærri sem við höfum fengist við um nokkurt skeið,“ segir Margeir. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir rannsókn málanna á lokastigum.Vísir/Egill Hann segir að málin fimm tengist með einum eða öðrum hætti. „Almennt eru þessi mál þannig að einhverjir einstaklingar taka sig saman og hefja framleiðslu á kannabis. Svo byrjar einhver úr upphaflega hópnum á nýrri framleiðslu í samstarfi við nýja aðila. Þá er ekkert víst að upphaflegi hópurinn viti af nýja hópnum eða öfugt. Þannig að þetta tengist allt saman með beinum eða óbeinum hætti,“ segir Margeir. Aðspurður hvort einhver einn höfuðpaur sé í málunum fimm svarar Margeir á almennum nótum. „Stundum er einn höfuðpaur og stundum ekki. Oftast er það þó þannig að einn aðili stjórnar starfseminni,“ segir Margeir. Aðspurður hvort lögreglan nái að anna öllum þeim fjölda mála sem berast til hennar, svarar Margeir: „ Miðað við þær upplýsingar um brotastarfsemi sem við höfum og þau mál sem við þurfum að sinna þá vantar okkur meiri mannskap. Meðan hann er ekki nægur þurfum við að forgangsraða og það er staðan hjá okkur í dag.“ Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í sumar upprætt fimm stórar ræktanir af kannabisplöntunni í íbúðar-og iðnaðarhúsnæði. Alls fundust um 800 plöntur og götuvirði þeirra, þ.e. af tilbúnu efni er metið á um níutíu milljónir króna. Þá var lagt hald á búnað og tæki. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir rannsókn málanna á lokastigum. „Við erum að klára þessi mál og sendum þau til ákærusviðsins á næstu tveimur vikum. Í þessum málum hafa fimm aðilar réttarstöðu sakbornings en þau með þeim stærri sem við höfum fengist við um nokkurt skeið,“ segir Margeir. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir rannsókn málanna á lokastigum.Vísir/Egill Hann segir að málin fimm tengist með einum eða öðrum hætti. „Almennt eru þessi mál þannig að einhverjir einstaklingar taka sig saman og hefja framleiðslu á kannabis. Svo byrjar einhver úr upphaflega hópnum á nýrri framleiðslu í samstarfi við nýja aðila. Þá er ekkert víst að upphaflegi hópurinn viti af nýja hópnum eða öfugt. Þannig að þetta tengist allt saman með beinum eða óbeinum hætti,“ segir Margeir. Aðspurður hvort einhver einn höfuðpaur sé í málunum fimm svarar Margeir á almennum nótum. „Stundum er einn höfuðpaur og stundum ekki. Oftast er það þó þannig að einn aðili stjórnar starfseminni,“ segir Margeir. Aðspurður hvort lögreglan nái að anna öllum þeim fjölda mála sem berast til hennar, svarar Margeir: „ Miðað við þær upplýsingar um brotastarfsemi sem við höfum og þau mál sem við þurfum að sinna þá vantar okkur meiri mannskap. Meðan hann er ekki nægur þurfum við að forgangsraða og það er staðan hjá okkur í dag.“
Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira