Komin aftur til Íslands frá Afganistan: „Framtíðin er dökk“ Atli Ísleifsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 26. ágúst 2021 14:45 Fjölskyldan dvelur nú á sóttkvíarhóteli í Þórunnartúni. „Framtíðin er dökk. Hún er ekki björt, en við sjáum til hvað gerist,“ segir Fazal Omar sem flúði frá afgönsku höfuðborginni Kabúl með fjölskyldunni og kom til Íslands fyrr í vikunni. Fazal ræddi við fréttastofu fyrir utan sóttkvíarhótel í Þórunnartúni í Reykjavík um tvöleytið í dag. Hann dvelur nú þar ásamt eiginkonu sinni og fjórum börnum. Hann kom fyrst til Íslands árið 2001 þegar hann flúði frá Afganistan í kjölfar uppgangs talibana í landinu. Hann hefur starfað í Afganistan að friðaruppbyggingu fyrir samökin DHSA síðustu misserin. Aðspurður um hvernig fjölskyldan hafi hagað málum eftir að talibanar lögðu Kabúl undir sig nú segir hann það hafa verið mjög erfitt. „Þegar þeir komu fórum við ekki út. Höfðum hljótt. Ég sagðist vinna að friðaruppbyggingu í landinu.“ Fazal segir fjölskylduna hafa fylgst með fréttum á meðan þau hafi verið í samskiptum við starfsmenn utanríkisráðuneytisins á meðan færis var beðið að komast úr landi. Hann hafi hafið vinnu við að komast úr landi í júlí og er hann mjög þakklátur starfsmönnum ráðuneytisins fyrir þeirra vinnu og aðstoð. Fazal Omar fyrir utan sótthvíarhótel í Þórunnartúni í dag.Vísir/Sigurjón Hann segir börnin að vissu leyti hrygg að hafa þurft að yfirgefa vini sína í Kabúl og það umhverfi sem þau þekkja. „En þegar þau sjá hvernig ástandið er þar þá róast þau. Þegar talibanarnir komu þá gátum við ekki sofið í tvær, þrjár nætur.“ Nánar verður rætt við Fazal Omar í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30. Afganistan Tengdar fréttir Íslensku fjölskyldurnar þrjár allar komnar heim frá Afganistan Þrjár íslenskar fjölskyldur sem dvalið hafa í Afganistan eru komnar heilar á höldnu heim til Íslands. Fólkið komst frá Afganistan með flugi sem stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi skipulögðu. 24. ágúst 2021 18:05 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Sjá meira
Fazal ræddi við fréttastofu fyrir utan sóttkvíarhótel í Þórunnartúni í Reykjavík um tvöleytið í dag. Hann dvelur nú þar ásamt eiginkonu sinni og fjórum börnum. Hann kom fyrst til Íslands árið 2001 þegar hann flúði frá Afganistan í kjölfar uppgangs talibana í landinu. Hann hefur starfað í Afganistan að friðaruppbyggingu fyrir samökin DHSA síðustu misserin. Aðspurður um hvernig fjölskyldan hafi hagað málum eftir að talibanar lögðu Kabúl undir sig nú segir hann það hafa verið mjög erfitt. „Þegar þeir komu fórum við ekki út. Höfðum hljótt. Ég sagðist vinna að friðaruppbyggingu í landinu.“ Fazal segir fjölskylduna hafa fylgst með fréttum á meðan þau hafi verið í samskiptum við starfsmenn utanríkisráðuneytisins á meðan færis var beðið að komast úr landi. Hann hafi hafið vinnu við að komast úr landi í júlí og er hann mjög þakklátur starfsmönnum ráðuneytisins fyrir þeirra vinnu og aðstoð. Fazal Omar fyrir utan sótthvíarhótel í Þórunnartúni í dag.Vísir/Sigurjón Hann segir börnin að vissu leyti hrygg að hafa þurft að yfirgefa vini sína í Kabúl og það umhverfi sem þau þekkja. „En þegar þau sjá hvernig ástandið er þar þá róast þau. Þegar talibanarnir komu þá gátum við ekki sofið í tvær, þrjár nætur.“ Nánar verður rætt við Fazal Omar í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.
Afganistan Tengdar fréttir Íslensku fjölskyldurnar þrjár allar komnar heim frá Afganistan Þrjár íslenskar fjölskyldur sem dvalið hafa í Afganistan eru komnar heilar á höldnu heim til Íslands. Fólkið komst frá Afganistan með flugi sem stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi skipulögðu. 24. ágúst 2021 18:05 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Sjá meira
Íslensku fjölskyldurnar þrjár allar komnar heim frá Afganistan Þrjár íslenskar fjölskyldur sem dvalið hafa í Afganistan eru komnar heilar á höldnu heim til Íslands. Fólkið komst frá Afganistan með flugi sem stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi skipulögðu. 24. ágúst 2021 18:05