Róbert synti á 1:10,12 mínútum en Íslandsmet hans í greininni er 1:10,10 mínútur.
Hann var fimmti af sex keppendum í sínum riðli í undanrásunum og komst ekki í úrslit. Naohide Yamaguchi frá Japan var með besta tímann í undanrásunum, 1:04,45 mínútur sem er nýtt Ólympíumet.
Í viðtali við RÚV eftir sundið kvaðst Róbert ganga nokkuð sáttur frá borði.
„Ég er ekki mikil bringusundsmanneskja þannig að synda hérna er fínt. Ég er virkilega sáttur með að ég gerði þetta. Aðaláherslan var ekki á bringuna, ég tók flugsundið mikið á æfingum, þannig að vera svona nálægt er bara virkilega gott. Ég var reyndar að vonast til að komast undir 1:10 mínútur en það er bara næst,“ sagði Róbert.
Hann verður næst á ferðinni á þriðjudaginn þegar hann keppir í 200 metra fjórsundi.