Sósíalisti kallar formann kærunefndar útlendingamála „nasista“ Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2021 13:08 María Lilja Þrastardóttir (t.v.) sakar Þorstein Gunnarsson (t.h.) um að vera nasista í tísti um skipan hans sem formanns kærunefndar útlendingamála. Sósíalistaflokkurinn/dómsmálaráðuneytið Frambjóðandi Sósíalistaflokksins í Reykjavík kallar Þorstein Gunnarsson, nýskipaðan formann kærunefndar útlendingamála „nasista“ í færslu á samfélagsmiðli. Þorsteinn var áður staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefði skipað Þorstein formann kærunefndar útlendingamála frá og með mánaðamótum á föstudag. Þorsteinn hefur starfað um árabil hjá Útlendingastofnun, meðal annars sem staðgengill forstjóra og á tímabili sem settur forstjóri. Sem slíkur hefur Þorsteinn oft haft orð fyrir Útlendingastofnun í umdeildum málum, ekki síst varðandi málefni hælisleitenda sem íslensk stjórnvöld hafa vísað úr landi undanfarin misseri og ár. Skipan Þorsteins yfir áfrýjunarnefnd sem tekur til úrskurðar mál frá stofnuninni sem hann stýrði áður hefur því vakið gagnrýni. Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris, hjálparsamtaka hælisleitenda á Íslandi, sagði skipun Þorsteins koma á óvart í ljósi þess að hann hefði verið í forsvari fyrir „mjög harkalega og fólksfjandsamlega stefnu“ Útlendingastofnunar. Harkalegustu viðbrögðin við skipan Þorsteins komu þó frá Maríu Lilju Þrastardóttur, fyrrverandi blaðamanni og frambjóðanda í þriðja sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. „Nú munu kærur v. ÚTL [innskot blm. vegna Útlendingastofnunar] vera í höndum nasista,“ tísti María Lilja um að Áslaug Arna hefði skipað Þorsteinn í embættið í gær. Hvatti hún fólk meðal annars til þess að muna andlit Þorsteins og fyrri verk. Áslaug Arna skipaði Þorstein Gunnarsson formann Kærunefndar útlendingamála. Nú munu kærur v. ÚTL vera í höndum nasista. Hann ráðstafar fé, stýrir afgreiðslu kærumála og tekur ákvarðanir um rannsókn og gagnaöflun. Sanngjarnt?Munið andlit hans og fyrri verk. pic.twitter.com/BP1obCxa53— María Lilja (@1312Mayhem) August 29, 2021 Með tístinu fylgdu skjáskot af fyrirsögnum frétta fjölmiðla þar sem Þorsteinn ver aðgerðir og stefnu Útlendingastofnunar undanfarin ár. Spyr María Lilja hvort það sé sanngjarnt að Þorsteinn ráðstafi fé, stýrir afgreiðslu kærumála og taki ákvarðanir um gagnaöflun. Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem hefur það hlutverk að rannsaka og úrskurða í kærumálum sem falla undir útlendingalög, sérstaklega hvað varðar dvöl og búsetu útlendinga á Íslandi og rétt til alþjóðlegrar verndar. Nefndin hefur ekki umönnun umsækjenda um alþjóðlega vernd á sinni könnu og Útlendingastofnun og ríkislögreglustjóri sjá um að framkvæma úrskurði hennar. Nasistar voru fasísk samtök öfgaþjóðernissinna sem komust til valda í Þýskalandi á millistríðsárunum á síðustu öld. Undir stjórn Adolfs Hitler, leiðtoga síns, hófu nasistar ofsóknir gegn gyðingum, kommúnistum, samkynheigðum og ýmsum minnihlutahópum. Þær náðu hámarki sínu í helförinni, kerfisbundinni útrýmingu gyðinga í útrýmingarbúðum í Þýskalandi og Póllandi í síðari heimsstyrjöldinni. Áætlað er að nasistar og samverkamenn þeirra hafi tekið um sex milljónir gyðinga af lífi á stríðsárunum. Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Flóttafólk á Íslandi Stjórnsýsla Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið tilkynnti að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefði skipað Þorstein formann kærunefndar útlendingamála frá og með mánaðamótum á föstudag. Þorsteinn hefur starfað um árabil hjá Útlendingastofnun, meðal annars sem staðgengill forstjóra og á tímabili sem settur forstjóri. Sem slíkur hefur Þorsteinn oft haft orð fyrir Útlendingastofnun í umdeildum málum, ekki síst varðandi málefni hælisleitenda sem íslensk stjórnvöld hafa vísað úr landi undanfarin misseri og ár. Skipan Þorsteins yfir áfrýjunarnefnd sem tekur til úrskurðar mál frá stofnuninni sem hann stýrði áður hefur því vakið gagnrýni. Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris, hjálparsamtaka hælisleitenda á Íslandi, sagði skipun Þorsteins koma á óvart í ljósi þess að hann hefði verið í forsvari fyrir „mjög harkalega og fólksfjandsamlega stefnu“ Útlendingastofnunar. Harkalegustu viðbrögðin við skipan Þorsteins komu þó frá Maríu Lilju Þrastardóttur, fyrrverandi blaðamanni og frambjóðanda í þriðja sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. „Nú munu kærur v. ÚTL [innskot blm. vegna Útlendingastofnunar] vera í höndum nasista,“ tísti María Lilja um að Áslaug Arna hefði skipað Þorsteinn í embættið í gær. Hvatti hún fólk meðal annars til þess að muna andlit Þorsteins og fyrri verk. Áslaug Arna skipaði Þorstein Gunnarsson formann Kærunefndar útlendingamála. Nú munu kærur v. ÚTL vera í höndum nasista. Hann ráðstafar fé, stýrir afgreiðslu kærumála og tekur ákvarðanir um rannsókn og gagnaöflun. Sanngjarnt?Munið andlit hans og fyrri verk. pic.twitter.com/BP1obCxa53— María Lilja (@1312Mayhem) August 29, 2021 Með tístinu fylgdu skjáskot af fyrirsögnum frétta fjölmiðla þar sem Þorsteinn ver aðgerðir og stefnu Útlendingastofnunar undanfarin ár. Spyr María Lilja hvort það sé sanngjarnt að Þorsteinn ráðstafi fé, stýrir afgreiðslu kærumála og taki ákvarðanir um gagnaöflun. Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem hefur það hlutverk að rannsaka og úrskurða í kærumálum sem falla undir útlendingalög, sérstaklega hvað varðar dvöl og búsetu útlendinga á Íslandi og rétt til alþjóðlegrar verndar. Nefndin hefur ekki umönnun umsækjenda um alþjóðlega vernd á sinni könnu og Útlendingastofnun og ríkislögreglustjóri sjá um að framkvæma úrskurði hennar. Nasistar voru fasísk samtök öfgaþjóðernissinna sem komust til valda í Þýskalandi á millistríðsárunum á síðustu öld. Undir stjórn Adolfs Hitler, leiðtoga síns, hófu nasistar ofsóknir gegn gyðingum, kommúnistum, samkynheigðum og ýmsum minnihlutahópum. Þær náðu hámarki sínu í helförinni, kerfisbundinni útrýmingu gyðinga í útrýmingarbúðum í Þýskalandi og Póllandi í síðari heimsstyrjöldinni. Áætlað er að nasistar og samverkamenn þeirra hafi tekið um sex milljónir gyðinga af lífi á stríðsárunum.
Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Flóttafólk á Íslandi Stjórnsýsla Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent