Sósíalisti kallar formann kærunefndar útlendingamála „nasista“ Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2021 13:08 María Lilja Þrastardóttir (t.v.) sakar Þorstein Gunnarsson (t.h.) um að vera nasista í tísti um skipan hans sem formanns kærunefndar útlendingamála. Sósíalistaflokkurinn/dómsmálaráðuneytið Frambjóðandi Sósíalistaflokksins í Reykjavík kallar Þorstein Gunnarsson, nýskipaðan formann kærunefndar útlendingamála „nasista“ í færslu á samfélagsmiðli. Þorsteinn var áður staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefði skipað Þorstein formann kærunefndar útlendingamála frá og með mánaðamótum á föstudag. Þorsteinn hefur starfað um árabil hjá Útlendingastofnun, meðal annars sem staðgengill forstjóra og á tímabili sem settur forstjóri. Sem slíkur hefur Þorsteinn oft haft orð fyrir Útlendingastofnun í umdeildum málum, ekki síst varðandi málefni hælisleitenda sem íslensk stjórnvöld hafa vísað úr landi undanfarin misseri og ár. Skipan Þorsteins yfir áfrýjunarnefnd sem tekur til úrskurðar mál frá stofnuninni sem hann stýrði áður hefur því vakið gagnrýni. Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris, hjálparsamtaka hælisleitenda á Íslandi, sagði skipun Þorsteins koma á óvart í ljósi þess að hann hefði verið í forsvari fyrir „mjög harkalega og fólksfjandsamlega stefnu“ Útlendingastofnunar. Harkalegustu viðbrögðin við skipan Þorsteins komu þó frá Maríu Lilju Þrastardóttur, fyrrverandi blaðamanni og frambjóðanda í þriðja sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. „Nú munu kærur v. ÚTL [innskot blm. vegna Útlendingastofnunar] vera í höndum nasista,“ tísti María Lilja um að Áslaug Arna hefði skipað Þorsteinn í embættið í gær. Hvatti hún fólk meðal annars til þess að muna andlit Þorsteins og fyrri verk. Áslaug Arna skipaði Þorstein Gunnarsson formann Kærunefndar útlendingamála. Nú munu kærur v. ÚTL vera í höndum nasista. Hann ráðstafar fé, stýrir afgreiðslu kærumála og tekur ákvarðanir um rannsókn og gagnaöflun. Sanngjarnt?Munið andlit hans og fyrri verk. pic.twitter.com/BP1obCxa53— María Lilja (@1312Mayhem) August 29, 2021 Með tístinu fylgdu skjáskot af fyrirsögnum frétta fjölmiðla þar sem Þorsteinn ver aðgerðir og stefnu Útlendingastofnunar undanfarin ár. Spyr María Lilja hvort það sé sanngjarnt að Þorsteinn ráðstafi fé, stýrir afgreiðslu kærumála og taki ákvarðanir um gagnaöflun. Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem hefur það hlutverk að rannsaka og úrskurða í kærumálum sem falla undir útlendingalög, sérstaklega hvað varðar dvöl og búsetu útlendinga á Íslandi og rétt til alþjóðlegrar verndar. Nefndin hefur ekki umönnun umsækjenda um alþjóðlega vernd á sinni könnu og Útlendingastofnun og ríkislögreglustjóri sjá um að framkvæma úrskurði hennar. Nasistar voru fasísk samtök öfgaþjóðernissinna sem komust til valda í Þýskalandi á millistríðsárunum á síðustu öld. Undir stjórn Adolfs Hitler, leiðtoga síns, hófu nasistar ofsóknir gegn gyðingum, kommúnistum, samkynheigðum og ýmsum minnihlutahópum. Þær náðu hámarki sínu í helförinni, kerfisbundinni útrýmingu gyðinga í útrýmingarbúðum í Þýskalandi og Póllandi í síðari heimsstyrjöldinni. Áætlað er að nasistar og samverkamenn þeirra hafi tekið um sex milljónir gyðinga af lífi á stríðsárunum. Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Flóttafólk á Íslandi Stjórnsýsla Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið tilkynnti að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefði skipað Þorstein formann kærunefndar útlendingamála frá og með mánaðamótum á föstudag. Þorsteinn hefur starfað um árabil hjá Útlendingastofnun, meðal annars sem staðgengill forstjóra og á tímabili sem settur forstjóri. Sem slíkur hefur Þorsteinn oft haft orð fyrir Útlendingastofnun í umdeildum málum, ekki síst varðandi málefni hælisleitenda sem íslensk stjórnvöld hafa vísað úr landi undanfarin misseri og ár. Skipan Þorsteins yfir áfrýjunarnefnd sem tekur til úrskurðar mál frá stofnuninni sem hann stýrði áður hefur því vakið gagnrýni. Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris, hjálparsamtaka hælisleitenda á Íslandi, sagði skipun Þorsteins koma á óvart í ljósi þess að hann hefði verið í forsvari fyrir „mjög harkalega og fólksfjandsamlega stefnu“ Útlendingastofnunar. Harkalegustu viðbrögðin við skipan Þorsteins komu þó frá Maríu Lilju Þrastardóttur, fyrrverandi blaðamanni og frambjóðanda í þriðja sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. „Nú munu kærur v. ÚTL [innskot blm. vegna Útlendingastofnunar] vera í höndum nasista,“ tísti María Lilja um að Áslaug Arna hefði skipað Þorsteinn í embættið í gær. Hvatti hún fólk meðal annars til þess að muna andlit Þorsteins og fyrri verk. Áslaug Arna skipaði Þorstein Gunnarsson formann Kærunefndar útlendingamála. Nú munu kærur v. ÚTL vera í höndum nasista. Hann ráðstafar fé, stýrir afgreiðslu kærumála og tekur ákvarðanir um rannsókn og gagnaöflun. Sanngjarnt?Munið andlit hans og fyrri verk. pic.twitter.com/BP1obCxa53— María Lilja (@1312Mayhem) August 29, 2021 Með tístinu fylgdu skjáskot af fyrirsögnum frétta fjölmiðla þar sem Þorsteinn ver aðgerðir og stefnu Útlendingastofnunar undanfarin ár. Spyr María Lilja hvort það sé sanngjarnt að Þorsteinn ráðstafi fé, stýrir afgreiðslu kærumála og taki ákvarðanir um gagnaöflun. Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem hefur það hlutverk að rannsaka og úrskurða í kærumálum sem falla undir útlendingalög, sérstaklega hvað varðar dvöl og búsetu útlendinga á Íslandi og rétt til alþjóðlegrar verndar. Nefndin hefur ekki umönnun umsækjenda um alþjóðlega vernd á sinni könnu og Útlendingastofnun og ríkislögreglustjóri sjá um að framkvæma úrskurði hennar. Nasistar voru fasísk samtök öfgaþjóðernissinna sem komust til valda í Þýskalandi á millistríðsárunum á síðustu öld. Undir stjórn Adolfs Hitler, leiðtoga síns, hófu nasistar ofsóknir gegn gyðingum, kommúnistum, samkynheigðum og ýmsum minnihlutahópum. Þær náðu hámarki sínu í helförinni, kerfisbundinni útrýmingu gyðinga í útrýmingarbúðum í Þýskalandi og Póllandi í síðari heimsstyrjöldinni. Áætlað er að nasistar og samverkamenn þeirra hafi tekið um sex milljónir gyðinga af lífi á stríðsárunum.
Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Flóttafólk á Íslandi Stjórnsýsla Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira