Guðni Bergsson segir af sér Árni Sæberg og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 29. ágúst 2021 16:52 Guðni Bergsson hefur sagt af sér. vísir/vilhelm Guðni Bergsson hefur sagt starfi sínu sem formaður KSÍ lausu. Hann var kosinn formaður fyrst árið 2017. KSÍ tilkynnti afsögn Guðna á Twitter rétt í þessu. Tilkynning: Guðni Bergsson hefur ákveðið að hætta sem formaður KSÍ. Frekari upplýsinga er að vænta frá KSÍ síðar í dag.— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 29, 2021 Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu ákvað Guðni sjálfur að stíga til hliðar. Stjórn KSÍ hefur fundað frá klukkan tíu í morgun. Sannkallaður maraþonfundur var hjá stjórninni í gær um ofbeldismál sem stóð með hléum frá hádegi fram til kvölds. Fundað hefur verið vegna frétta af meintri hylmingu sambandsins yfir kynferðisbrot landsliðsmanna. Heimildir fréttastofu herma að lögð hafi verið fram tillaga um að halda auka ársþing til að kjósa nýja stjórn, en að sú tillaga hafi verið felld. Hvað gerðist? Rúmar tvær vikur eru síðan Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennari skrifaði harðorðan pistil á Vísi undir yfirskriftinni Um KSÍ og kvenfyrirlitningu. Þá sá enginn fyrir að formaður KSÍ þyrfti að segja af sér tveimur vikum síðar. Viðbrögð KSÍ við pistlinum voru að segja Hönnu fara með dylgjur. Hanna svaraði með öðrum pistli sem leiddi til þess að Guðni Bergsson fór í viðtal við fréttastofu Stöðvar 2 um málið. Í framhaldi fór hann í Kastljós þar sem hann sagði engar tilkynningar um ofbeldi hafa komið inn á borð sambandsins síðan hann tók við sem formaður 2017. Í framhaldinu steig ung kona fram í viðtali í kvöldfréttum RÚV á föstudagskvöldið og upplýsti að KSÍ hefði verið meðvitað um miskabótagreiðslur landsliðsmanns til sín fyrir ofbeldisbrot haustið 2017. Guðni sagðist hafa misminnt. Hann hefði haldið að um ofbeldismál hefði verið að ræða en ekki kynferðisofbeldi. Síðan hefur komið fram hávær krafa um afsögn hans og breytingar innan KSÍ. Meðal annars frá Hönnu Björgu sem var boðuð á fund með stjórn KSÍ í dag. Nú er Guðni hættur og spurning hvað tekur við í framhaldinu. Von er á tilkynningu frá KSÍ. Þeir sem vilja kafa dýpra geta kynnt sér ásakanir og önnur leiðindamál sem snerta leikmenn landsliðsins, staðfestar og óstaðfestar sögur, sem hafa skotið upp kollinum reglulega undanfarin ár. Fréttin verður uppfærð. KSÍ Kynferðisofbeldi Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
KSÍ tilkynnti afsögn Guðna á Twitter rétt í þessu. Tilkynning: Guðni Bergsson hefur ákveðið að hætta sem formaður KSÍ. Frekari upplýsinga er að vænta frá KSÍ síðar í dag.— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 29, 2021 Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu ákvað Guðni sjálfur að stíga til hliðar. Stjórn KSÍ hefur fundað frá klukkan tíu í morgun. Sannkallaður maraþonfundur var hjá stjórninni í gær um ofbeldismál sem stóð með hléum frá hádegi fram til kvölds. Fundað hefur verið vegna frétta af meintri hylmingu sambandsins yfir kynferðisbrot landsliðsmanna. Heimildir fréttastofu herma að lögð hafi verið fram tillaga um að halda auka ársþing til að kjósa nýja stjórn, en að sú tillaga hafi verið felld. Hvað gerðist? Rúmar tvær vikur eru síðan Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennari skrifaði harðorðan pistil á Vísi undir yfirskriftinni Um KSÍ og kvenfyrirlitningu. Þá sá enginn fyrir að formaður KSÍ þyrfti að segja af sér tveimur vikum síðar. Viðbrögð KSÍ við pistlinum voru að segja Hönnu fara með dylgjur. Hanna svaraði með öðrum pistli sem leiddi til þess að Guðni Bergsson fór í viðtal við fréttastofu Stöðvar 2 um málið. Í framhaldi fór hann í Kastljós þar sem hann sagði engar tilkynningar um ofbeldi hafa komið inn á borð sambandsins síðan hann tók við sem formaður 2017. Í framhaldinu steig ung kona fram í viðtali í kvöldfréttum RÚV á föstudagskvöldið og upplýsti að KSÍ hefði verið meðvitað um miskabótagreiðslur landsliðsmanns til sín fyrir ofbeldisbrot haustið 2017. Guðni sagðist hafa misminnt. Hann hefði haldið að um ofbeldismál hefði verið að ræða en ekki kynferðisofbeldi. Síðan hefur komið fram hávær krafa um afsögn hans og breytingar innan KSÍ. Meðal annars frá Hönnu Björgu sem var boðuð á fund með stjórn KSÍ í dag. Nú er Guðni hættur og spurning hvað tekur við í framhaldinu. Von er á tilkynningu frá KSÍ. Þeir sem vilja kafa dýpra geta kynnt sér ásakanir og önnur leiðindamál sem snerta leikmenn landsliðsins, staðfestar og óstaðfestar sögur, sem hafa skotið upp kollinum reglulega undanfarin ár. Fréttin verður uppfærð.
KSÍ Kynferðisofbeldi Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira