37 ára tilraun sem mistókst Georg Eiður Arnarson skrifar 30. ágúst 2021 17:00 Langafi minn kom til Eyja í upphafi síðustu aldar og gerðist útgerðamaður. Þá var allt með öðrum brag en í dag og lífsbaráttan hörð en ef maður ber saman fiskveiðar fyrir 100 árum síðan og svo aftur fiskveiðar í dag og sömuleiðis kvótakerfið, þá var veiðifyrirkomulagið mjög einfalt í gamla daga þó aðbúnaður sjómanna hafi verið skelfilegur. Á þessum tíma fengu menn að fiska eins vel og þeir mögulega gátu og góð vertíð reddaði oft málunum á erfiðum tímum og þó það sé kannski hæpið að líkja þessu saman við þessi öflugu skip sem við höfum í dag. En það má svo sannarlega bera saman afla og aflabrögð. Stærsta hluta síðustu aldar voru veidd 4-500 þúsund tonn af þorski ár eftir ár án þess að högg sæi á vatni. Til samanburðar þá erum við ekki einu sinni hálfdrættingar á við það sem þá var. Fyrir næsta fiskveiðiár er verið að úthluta 220 þúsund tonnum af þorkskvóta. Hvert fór allur þessi fiskur? Í dag búum við við afleiðingar tilraunar sem staðið hefur í 37 ár. Tilraunin hefur algjörlega mistekist, en enn er verið að berja höfðinu við steinninn. Fyrir 37 árum síðan var úthlutað 220 þúsund tonna þorskkvóta og við erum í nákvæmlega sömu stöðu í dag því núna verið að úthluta 220 þúsund tonna af þorskkvóta fyrir næsta filskveiðiár og ef tekið er mið er tekið af nýjustu útreikningum Hafró, þá er enn frekari niðurskurður fyrirsjáanlegur á næstu árum. Hvert fór allur þessi fiskur? Þetta er staðan eftir „vísindalega stjórnun“ á fiskveiðum í nær 40 ár. Er ekki ljóst að eitthvað hafi misfarist og að skoða þurfi útreikninga vísindamannanna sem oftar en ekki eru á skjön við það sem sjómenn, sem eru úti á sjó í tengslum við náttúruna, sjá og skynja. Þessi staða mála gengur ekki upp og miklir hagsmunir í húfi að rétt sé að verki staðið. Kvótinn og handfæraveiðar Ég ætla ekki djúpt í þá umræðu hér, en framsal kvóta er eitt það versta böl sem lagt hefur verið á sjómenn hér á landi. Það ætti engin að eiga kvóta sem ekki ætlar að nýta hann sjálfur. Kvótinn á að fara milliliðalaust til þeirra sem ætla að veiða, þeirra sem leggja í þann kostnað sem útgerð krefst. Útgerðarmenn eiga að kaupa kvótann fyrir sanngjarnt verð af ríkinu, þannig að þjóðin fái sitt og útgerðarmaðurinn geti vel við unað. Handfæra- og strandveiðar eiga að sjálfsögðu að vera algjörlega frjálsar enda hafa þær lítil sem engin áhrif á hið stóra samhengi hlutanna á sama tíma og þær geta gert kraftsverk fyrir afkomu sjávarbyggða og sjómanna víða um land. Þarna á fólkið í landinu að njóta vafans en ekki sérhagsmunir fárra eins og nú er. Frjálsar handfæraveiðar lykilatriði Ég verð í 2. sæti á lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi og það er ekkert leyndarmál að stefna flokksins í sjávarútvegsmálum réð úrslitum um þá ákvörðun mína að bjóða mig fram. Félagar mínir í Flokki fólksins eru einhuga um það að berjast fyrir frjálsum handfæraveiðum. Þetta er lykilatriði í stefnu flokksins og á því verður ekki gefinn neinn afsláttur. Krafa stórútgerðarinnar um óbreytt fyrirkomulag og í síðustu viku voru strandveiðar illu heilli stoppaðar, enda áhrif stórutgerðarinnar óumdeild og augljós í núverandi ríkisstjórn. Ég skrifaði í grein í byrjun ársins (trillukarlar í stórsjó) um að með óbreyttri ríkisstjórn verði smábátaveiðar smátt og smátt lagðar af og stend algjörlega við það sem ég sagði þar. Það hefði verið auðvelt fyrir núverandi ráðherra að bæta aðeins í og auka svigrúmið til handfæraveiða til þess að klára sumarið. Það er staðreynd að þúsundir tonna í hinum ýmsu tegundum eru að brenna inni m.a. ufsi, keila, blálanga, litli karfi, gullax og fleiri tegundir(?) m.a. vegna reglna um tilfærslu, en því verður að breyta. Auk þess þá vita allir sem vilja vita að frjálsar handfæraveiðar yfir vetrarmánuðina, þar sem veður og vindar stjórna því hversu mikið er hægt að róa myndu aldrei gera annað en að koma í veg fyrir að menn þurfi jafnvel að skrá sig á atvinnuleysisbætur eða leita eftir annari vinnu í því atvinnuleysis ástandi sem hér ríkir um þessar mundir. Uppsjávarveiðar Einnig þarf að fara yfir samninga okkar við norðmenn um loðnuveiðar og spurning hvort ekki sé orðið tímabært, vegna óvissu um loðnuveiðar ár eftir ár, að setja á t.d. lágmarksúthlutun til þriggja ára og tryggja þar með útgerðinni, vinnslunni og kaupendum ákveðið öryggi. Einnig er spurning vegna mikils meðafla í formi síldar í makrílveiðunum, hvort ekki væri rétt að síldin sem er afar léleg teldist aðeins til hálfs í kvóta? Lykilatriði er þó að þær veiðar, sem og aðrar, séu með verðmyndun sem er í samræmi við markaðsverð. Þetta er fullreynt og virkar ekki Núverandi sjávarútvegsstefna með öllum sínum höftum, kvótum og sérhagsmunum virkar ekki. Það er fullreynt. Kvótinn minnkar sífellt of afkoma sjómanna hefur farið stöðugt versnandi síðustu ár á meðan stórútgerðir maka krókinn. Þjóðin hefur verið svikin af auðlindum sínum og þær seldar framhjá henni til órfárra útvaldra sem fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Það er nóg komið! Hjálpaðu okkur að breyta þessu. Settu X við F. Höfundur situr í 2. sæti Flokks fólksins í suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Langafi minn kom til Eyja í upphafi síðustu aldar og gerðist útgerðamaður. Þá var allt með öðrum brag en í dag og lífsbaráttan hörð en ef maður ber saman fiskveiðar fyrir 100 árum síðan og svo aftur fiskveiðar í dag og sömuleiðis kvótakerfið, þá var veiðifyrirkomulagið mjög einfalt í gamla daga þó aðbúnaður sjómanna hafi verið skelfilegur. Á þessum tíma fengu menn að fiska eins vel og þeir mögulega gátu og góð vertíð reddaði oft málunum á erfiðum tímum og þó það sé kannski hæpið að líkja þessu saman við þessi öflugu skip sem við höfum í dag. En það má svo sannarlega bera saman afla og aflabrögð. Stærsta hluta síðustu aldar voru veidd 4-500 þúsund tonn af þorski ár eftir ár án þess að högg sæi á vatni. Til samanburðar þá erum við ekki einu sinni hálfdrættingar á við það sem þá var. Fyrir næsta fiskveiðiár er verið að úthluta 220 þúsund tonnum af þorkskvóta. Hvert fór allur þessi fiskur? Í dag búum við við afleiðingar tilraunar sem staðið hefur í 37 ár. Tilraunin hefur algjörlega mistekist, en enn er verið að berja höfðinu við steinninn. Fyrir 37 árum síðan var úthlutað 220 þúsund tonna þorskkvóta og við erum í nákvæmlega sömu stöðu í dag því núna verið að úthluta 220 þúsund tonna af þorskkvóta fyrir næsta filskveiðiár og ef tekið er mið er tekið af nýjustu útreikningum Hafró, þá er enn frekari niðurskurður fyrirsjáanlegur á næstu árum. Hvert fór allur þessi fiskur? Þetta er staðan eftir „vísindalega stjórnun“ á fiskveiðum í nær 40 ár. Er ekki ljóst að eitthvað hafi misfarist og að skoða þurfi útreikninga vísindamannanna sem oftar en ekki eru á skjön við það sem sjómenn, sem eru úti á sjó í tengslum við náttúruna, sjá og skynja. Þessi staða mála gengur ekki upp og miklir hagsmunir í húfi að rétt sé að verki staðið. Kvótinn og handfæraveiðar Ég ætla ekki djúpt í þá umræðu hér, en framsal kvóta er eitt það versta böl sem lagt hefur verið á sjómenn hér á landi. Það ætti engin að eiga kvóta sem ekki ætlar að nýta hann sjálfur. Kvótinn á að fara milliliðalaust til þeirra sem ætla að veiða, þeirra sem leggja í þann kostnað sem útgerð krefst. Útgerðarmenn eiga að kaupa kvótann fyrir sanngjarnt verð af ríkinu, þannig að þjóðin fái sitt og útgerðarmaðurinn geti vel við unað. Handfæra- og strandveiðar eiga að sjálfsögðu að vera algjörlega frjálsar enda hafa þær lítil sem engin áhrif á hið stóra samhengi hlutanna á sama tíma og þær geta gert kraftsverk fyrir afkomu sjávarbyggða og sjómanna víða um land. Þarna á fólkið í landinu að njóta vafans en ekki sérhagsmunir fárra eins og nú er. Frjálsar handfæraveiðar lykilatriði Ég verð í 2. sæti á lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi og það er ekkert leyndarmál að stefna flokksins í sjávarútvegsmálum réð úrslitum um þá ákvörðun mína að bjóða mig fram. Félagar mínir í Flokki fólksins eru einhuga um það að berjast fyrir frjálsum handfæraveiðum. Þetta er lykilatriði í stefnu flokksins og á því verður ekki gefinn neinn afsláttur. Krafa stórútgerðarinnar um óbreytt fyrirkomulag og í síðustu viku voru strandveiðar illu heilli stoppaðar, enda áhrif stórutgerðarinnar óumdeild og augljós í núverandi ríkisstjórn. Ég skrifaði í grein í byrjun ársins (trillukarlar í stórsjó) um að með óbreyttri ríkisstjórn verði smábátaveiðar smátt og smátt lagðar af og stend algjörlega við það sem ég sagði þar. Það hefði verið auðvelt fyrir núverandi ráðherra að bæta aðeins í og auka svigrúmið til handfæraveiða til þess að klára sumarið. Það er staðreynd að þúsundir tonna í hinum ýmsu tegundum eru að brenna inni m.a. ufsi, keila, blálanga, litli karfi, gullax og fleiri tegundir(?) m.a. vegna reglna um tilfærslu, en því verður að breyta. Auk þess þá vita allir sem vilja vita að frjálsar handfæraveiðar yfir vetrarmánuðina, þar sem veður og vindar stjórna því hversu mikið er hægt að róa myndu aldrei gera annað en að koma í veg fyrir að menn þurfi jafnvel að skrá sig á atvinnuleysisbætur eða leita eftir annari vinnu í því atvinnuleysis ástandi sem hér ríkir um þessar mundir. Uppsjávarveiðar Einnig þarf að fara yfir samninga okkar við norðmenn um loðnuveiðar og spurning hvort ekki sé orðið tímabært, vegna óvissu um loðnuveiðar ár eftir ár, að setja á t.d. lágmarksúthlutun til þriggja ára og tryggja þar með útgerðinni, vinnslunni og kaupendum ákveðið öryggi. Einnig er spurning vegna mikils meðafla í formi síldar í makrílveiðunum, hvort ekki væri rétt að síldin sem er afar léleg teldist aðeins til hálfs í kvóta? Lykilatriði er þó að þær veiðar, sem og aðrar, séu með verðmyndun sem er í samræmi við markaðsverð. Þetta er fullreynt og virkar ekki Núverandi sjávarútvegsstefna með öllum sínum höftum, kvótum og sérhagsmunum virkar ekki. Það er fullreynt. Kvótinn minnkar sífellt of afkoma sjómanna hefur farið stöðugt versnandi síðustu ár á meðan stórútgerðir maka krókinn. Þjóðin hefur verið svikin af auðlindum sínum og þær seldar framhjá henni til órfárra útvaldra sem fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Það er nóg komið! Hjálpaðu okkur að breyta þessu. Settu X við F. Höfundur situr í 2. sæti Flokks fólksins í suðurkjördæmi.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun