Fullyrða að Ronaldo sé launahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 16:02 Ronaldo á EM í sumar. Alex Livesey/Getty Images Það er meira an aðeins nostalgía eða sú þrá að koma Manchester United aftur í hóp bestu liða Evrópu sem dró Cristiano Ronaldo „heim“ til Manchester, heim á Old Trafford. Portúgalinn fær einnig ágætlega borgað fyrir að spila með félaginu. Síðustu dagar hafa verið einkar áhugaverðir þegar horft er til Manchester-borgar í Englandi. Ofurstjarnan Cristiano Ronaldo virtist um stund vera á leið frá Juventus til Manchester City en ákvað svo að skrifa undir hjá sínu gamla félagi, Manchester United. Stuðningsfólk Man United virtist vart vita hvert það ætlaði er fréttirnar bárust enda Ronaldo enn goðsögn hjá félaginu. Hann var aðalmaðurinn bakvið það að liðið vann Meistaradeild Evrópu árið 2008 og komst í úrslit ári síðar. Ronaldo er nú snúinn aftur á Old Trafford en ástæðurnar eru margar. Hann er vissulega aðdáandi félagsins, langar að koma því aftur á toppinn en hann fær einnig ágætlega vel borgað fyrir þjónustu sína. Raunar er það svoleiðis að Ronaldo er launahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar samkvæmt heimildum Telegraph Sport. Talið er að hinn 36 ára gamli Ronaldo fái meira en 560 þúsund pund á viku fyrir að spila með Manchester United. Það er upphæðin sem Alexis Sanchez fékk á sínum tíma hjá félaginu. Forráðamenn Man Utd vonast þó til að Ronaldo standi sig betur en Sanchez sem stóð engan veginn undir væntingum. Raphaël Varane, samherji Ronaldo hjá Man Utd, var um stutta stund launahæstur með 400 þúsund pund á viku en Ronaldo hefur skotið honum ref fyrir rass. Hvorugur þeirra er þó nálægt Lionel Messi í launum en hann fær slétta milljón punda á viku fyrir að spila með París Saint-Germain. Cristiano Ronaldo has completed his medical as new Manchester United player in Portugal. The contract has been signed. Deal until June 2023. Visa process started. #MUFCHis salary could change depending on the many add-ons included in the contract with Man Utd. #Ronaldo— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 30, 2021 Ronaldo skrifaði undir tveggja ára samning við Manchester United með möguleika á ári til viðbótar að því loknu. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort hann sé peninganna virði. Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið einkar áhugaverðir þegar horft er til Manchester-borgar í Englandi. Ofurstjarnan Cristiano Ronaldo virtist um stund vera á leið frá Juventus til Manchester City en ákvað svo að skrifa undir hjá sínu gamla félagi, Manchester United. Stuðningsfólk Man United virtist vart vita hvert það ætlaði er fréttirnar bárust enda Ronaldo enn goðsögn hjá félaginu. Hann var aðalmaðurinn bakvið það að liðið vann Meistaradeild Evrópu árið 2008 og komst í úrslit ári síðar. Ronaldo er nú snúinn aftur á Old Trafford en ástæðurnar eru margar. Hann er vissulega aðdáandi félagsins, langar að koma því aftur á toppinn en hann fær einnig ágætlega vel borgað fyrir þjónustu sína. Raunar er það svoleiðis að Ronaldo er launahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar samkvæmt heimildum Telegraph Sport. Talið er að hinn 36 ára gamli Ronaldo fái meira en 560 þúsund pund á viku fyrir að spila með Manchester United. Það er upphæðin sem Alexis Sanchez fékk á sínum tíma hjá félaginu. Forráðamenn Man Utd vonast þó til að Ronaldo standi sig betur en Sanchez sem stóð engan veginn undir væntingum. Raphaël Varane, samherji Ronaldo hjá Man Utd, var um stutta stund launahæstur með 400 þúsund pund á viku en Ronaldo hefur skotið honum ref fyrir rass. Hvorugur þeirra er þó nálægt Lionel Messi í launum en hann fær slétta milljón punda á viku fyrir að spila með París Saint-Germain. Cristiano Ronaldo has completed his medical as new Manchester United player in Portugal. The contract has been signed. Deal until June 2023. Visa process started. #MUFCHis salary could change depending on the many add-ons included in the contract with Man Utd. #Ronaldo— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 30, 2021 Ronaldo skrifaði undir tveggja ára samning við Manchester United með möguleika á ári til viðbótar að því loknu. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort hann sé peninganna virði.
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira