Stærsta U-beygjan um helgina Einar A. Brynjólfsson skrifar 30. ágúst 2021 12:01 Stjórnmálaflokkar landsins kynna nú hver af öðrum áherslur sínar fyrir næsta kjörtímabil. Fæst af þessum áherslumálum koma á óvart, a.m.k. þeim sem fylgjast vel með stjórnmálum, þó alltaf megi auðvitað búast við einhverju bitastæðu. Stærstu tíðindin hljóta að vera þau sem urðu á landsfundi Vinstri grænna sem lauk um liðna helgi, en í ályktun fundarins segir m.a.: Halda þarf áfram endurskoðun stjórnarskrárinnar. Löngu er tímabært að ný ákvæði um auðlindir í þjóðareign og umhverfis- og náttúruvernd hljóti afgreiðslu Alþingis en einnig þarf að ráðast í tímabærar breytingar á öðrum köflum. Endurskoða þarf mannréttindakafla stjórnarskrárinnar meðal annars með hliðsjón af réttinum til menntunar, heilbrigðis og lífsviðurværis. Ef stefna flokksins fyrir kosningarnar 2016 og 2017 er skoðuð sést berlega að hér er um algera kúvendingu að ræða, en þá hljómaði stefnan svona: „Ljúkum þeirri vinnu sem hófst með þjóðfundinum 2010 og klárum nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum Stjórnlagaráðs.“ Flokkurinn sem kom að því að setja Stjórnlagaráð á laggirnar gefur nú skít í Stjórnlagaráð. Þau vilja frekar halda áfram með bútasauminn sem hefur viðgengist í tæp 80 ár og hafa þannig lýðræðislegan vilja að engu. Þetta eru sorgleg tíðindi fyrir öll sem vilja að ný stjórnarskrá sem byggir á tillögum Stjórnlagaráðs verði lögfest hér á landi. Nú er blekkingarleiknum lokið. Vinstri græn hafa hent nýju stjórnarskránni. Getur hugsast að henni hafi verið fórnað fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarf? Höfundur er oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar A. Brynjólfsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Stjórnarskrá Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar landsins kynna nú hver af öðrum áherslur sínar fyrir næsta kjörtímabil. Fæst af þessum áherslumálum koma á óvart, a.m.k. þeim sem fylgjast vel með stjórnmálum, þó alltaf megi auðvitað búast við einhverju bitastæðu. Stærstu tíðindin hljóta að vera þau sem urðu á landsfundi Vinstri grænna sem lauk um liðna helgi, en í ályktun fundarins segir m.a.: Halda þarf áfram endurskoðun stjórnarskrárinnar. Löngu er tímabært að ný ákvæði um auðlindir í þjóðareign og umhverfis- og náttúruvernd hljóti afgreiðslu Alþingis en einnig þarf að ráðast í tímabærar breytingar á öðrum köflum. Endurskoða þarf mannréttindakafla stjórnarskrárinnar meðal annars með hliðsjón af réttinum til menntunar, heilbrigðis og lífsviðurværis. Ef stefna flokksins fyrir kosningarnar 2016 og 2017 er skoðuð sést berlega að hér er um algera kúvendingu að ræða, en þá hljómaði stefnan svona: „Ljúkum þeirri vinnu sem hófst með þjóðfundinum 2010 og klárum nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum Stjórnlagaráðs.“ Flokkurinn sem kom að því að setja Stjórnlagaráð á laggirnar gefur nú skít í Stjórnlagaráð. Þau vilja frekar halda áfram með bútasauminn sem hefur viðgengist í tæp 80 ár og hafa þannig lýðræðislegan vilja að engu. Þetta eru sorgleg tíðindi fyrir öll sem vilja að ný stjórnarskrá sem byggir á tillögum Stjórnlagaráðs verði lögfest hér á landi. Nú er blekkingarleiknum lokið. Vinstri græn hafa hent nýju stjórnarskránni. Getur hugsast að henni hafi verið fórnað fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarf? Höfundur er oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar