Í tilkynningu kemur fram að Hjalti hafi verið viðloðandi vefmál og stafræna markaðssetningu í yfir tuttugu ár.
„Hjalti kemur frá ferðaþjónustufyrirtækinu Nordic Visitor en þar hefur hann starfað síðustu 12 ár sem forstöðumaður markaðssviðs og setið í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Hjalti leiddi markaðssetningu og vefmál fyrirtækisins, tók þátt í uppbyggingu vörumerkisins á alþjóðamarkaði og tók virkan þátt í vexti þess á alþjóðavísu.
Hjalti er með MS gráðu í upplýsingatækni og rafrænum viðskiptum frá IT Universitetet í Kaupmannahöfn og Bachelor-gráðu í stjórnun og framleiðslu miðla frá Den Grafiske Höjskole í Kaupmannahöfn. Hjalti hefur setið í stjórn Samtaka vefiðnaðarins, í faghópi vefstjórnenda hjá SKÝ og í stjórn körfuknattleiksdeildar KR.“
Datera sérhæfir sig í ráðgjöf í gagnadrifinni stafrænni markaðssetningu og birtingum.