Hvað nú? Harpa Þorsteinsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 12:02 Hvar liggja rætur jafnréttis innan knattspyrnuhreyfingarinnar er spurning sem ég hvet fólk til þess að spyrja sig að í ljósi þeirra umræðna sem eiga sér stað í samfélaginu. Umræðan er hávær og umræðan er allskonar en þó eru skilaboðin þessi: nú segjum við stopp! Það er erfitt að horfa upp á þá stöðu sem er uppi innan hreyfingarinnar. Málin eru alvarleg og ljóst er að sambandið þarf að gangast í viðamiklar aðgerðir til þess að tryggja það að mál af þessum toga séu tekin föstum tökum. Það er krafa um að skilaboðin séu skýr - við tökum afstöðu gegn ofbeldi, hvort sem það er af kynferðislegum toga eða ekki - um það erum við flest og vonandi öll sammála. Nú í umræðunni hafa spjótin beinst að þeirri menningu sem viðgengst í hreyfingunni almennt. Hvað eru margar konur í stjórn. Það er svo erfitt að fá konur til þess að vinna í knattspyrnuhreyfingunni. Konur hafa ekki áhuga á að taka þátt. Það er vonlaust að fá konur til þess að starfa innan félaganna. Þessum staðhæfingum er skellt fram og jafnan fylgir með : “…hvað svo sem veldur því”. Svarið er kannski ekki einfalt en í grunnin er það þetta: Konur kunna ekki að meta hrútalyktina sem viðgengst víða í hreyfingunni. Þá eru hagsmunasamtök félaga efstu deilda karla og kvenna, ÍTF með sex í stjórn og tvo starfsmenn, allt karlmenn. Það er hark í mörgum félögum að vera kona, hvort sem hún er iðkandi eða í vinnu fyrir félagið. Menningin er oft svo rótgróin að það er erfitt að uppræta eða koma jafnvel auga á hana nema þá auðvitað ef vilji er fyrir hendi, þá er það ekkert mál! Ef við viljum raunverulega sjá viðsnúning á áherslum innan hreyfingarinnar þá þarf að byrja á byrjuninni, það þarf að sjá pýramídann eins og hann snýr og byggja stoðir svo sterkar að það þurfi ekki að snyrta toppinn eins og Garðar kemur svo vel inn á í sínum pistli. Í yfirlýsingu frá helstu styrktaraðilum KSÍ kemur fram “„ að KSÍ finni fyrir háværri kröfu hjá öllum helstu stuðningsaðilum sínum um að gerðar verði raunverulegar breytingar á menningunni í knattspyrnuhreyfingunni og innan Knattspyrnusambandsins. “ Ef þetta er krafa helstu styrktaraðila KSÍ þá er um að gera fyrir helstu styrktaraðila félaga landsins og sveitarfélögin að fara í smá naflaskoðun um hvaða kröfu þau geri til sinna félaga um til að mynda jafnréttis- og ofbeldis áætlanir gegn styrkveitingu. Núna er tími til þess að hamra járnið meðan það er heitt. Gerum kröfum um fræðslu og forvarnir fyrir iðkendur, börnin okkar sem sitja núna heima og heyra meira en við gerum okkur grein fyrir. Strákar og stelpur sem eru misvel undirbúin til þess að meðtaka þá umræðu sem á sér stað í samfélaginu. Það er mikilvægt að við fullorðna fólkið sem erum að taka þessa umræðu séum í stakk búin til þess að útskýra að hvers kyns ofbeldi er ekki í boði, að það sé skýrt að við tökum afstöðu með þolendum og útskýrt hvers vegna fólk er dregið til ábyrgðar. Förum vandlega í umræðuna og verum ekki hrædd við að taka hana, verum skýr í okkar afstöðu og vinnum saman að rót vandans. Höfundur er fyrrverandi knattspyrnukona og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Jafnréttismál Harpa Þorsteinsdóttir Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Hvar liggja rætur jafnréttis innan knattspyrnuhreyfingarinnar er spurning sem ég hvet fólk til þess að spyrja sig að í ljósi þeirra umræðna sem eiga sér stað í samfélaginu. Umræðan er hávær og umræðan er allskonar en þó eru skilaboðin þessi: nú segjum við stopp! Það er erfitt að horfa upp á þá stöðu sem er uppi innan hreyfingarinnar. Málin eru alvarleg og ljóst er að sambandið þarf að gangast í viðamiklar aðgerðir til þess að tryggja það að mál af þessum toga séu tekin föstum tökum. Það er krafa um að skilaboðin séu skýr - við tökum afstöðu gegn ofbeldi, hvort sem það er af kynferðislegum toga eða ekki - um það erum við flest og vonandi öll sammála. Nú í umræðunni hafa spjótin beinst að þeirri menningu sem viðgengst í hreyfingunni almennt. Hvað eru margar konur í stjórn. Það er svo erfitt að fá konur til þess að vinna í knattspyrnuhreyfingunni. Konur hafa ekki áhuga á að taka þátt. Það er vonlaust að fá konur til þess að starfa innan félaganna. Þessum staðhæfingum er skellt fram og jafnan fylgir með : “…hvað svo sem veldur því”. Svarið er kannski ekki einfalt en í grunnin er það þetta: Konur kunna ekki að meta hrútalyktina sem viðgengst víða í hreyfingunni. Þá eru hagsmunasamtök félaga efstu deilda karla og kvenna, ÍTF með sex í stjórn og tvo starfsmenn, allt karlmenn. Það er hark í mörgum félögum að vera kona, hvort sem hún er iðkandi eða í vinnu fyrir félagið. Menningin er oft svo rótgróin að það er erfitt að uppræta eða koma jafnvel auga á hana nema þá auðvitað ef vilji er fyrir hendi, þá er það ekkert mál! Ef við viljum raunverulega sjá viðsnúning á áherslum innan hreyfingarinnar þá þarf að byrja á byrjuninni, það þarf að sjá pýramídann eins og hann snýr og byggja stoðir svo sterkar að það þurfi ekki að snyrta toppinn eins og Garðar kemur svo vel inn á í sínum pistli. Í yfirlýsingu frá helstu styrktaraðilum KSÍ kemur fram “„ að KSÍ finni fyrir háværri kröfu hjá öllum helstu stuðningsaðilum sínum um að gerðar verði raunverulegar breytingar á menningunni í knattspyrnuhreyfingunni og innan Knattspyrnusambandsins. “ Ef þetta er krafa helstu styrktaraðila KSÍ þá er um að gera fyrir helstu styrktaraðila félaga landsins og sveitarfélögin að fara í smá naflaskoðun um hvaða kröfu þau geri til sinna félaga um til að mynda jafnréttis- og ofbeldis áætlanir gegn styrkveitingu. Núna er tími til þess að hamra járnið meðan það er heitt. Gerum kröfum um fræðslu og forvarnir fyrir iðkendur, börnin okkar sem sitja núna heima og heyra meira en við gerum okkur grein fyrir. Strákar og stelpur sem eru misvel undirbúin til þess að meðtaka þá umræðu sem á sér stað í samfélaginu. Það er mikilvægt að við fullorðna fólkið sem erum að taka þessa umræðu séum í stakk búin til þess að útskýra að hvers kyns ofbeldi er ekki í boði, að það sé skýrt að við tökum afstöðu með þolendum og útskýrt hvers vegna fólk er dregið til ábyrgðar. Förum vandlega í umræðuna og verum ekki hrædd við að taka hana, verum skýr í okkar afstöðu og vinnum saman að rót vandans. Höfundur er fyrrverandi knattspyrnukona og bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun